Nesfréttir - Mar 2017, Page 8

Nesfréttir - Mar 2017, Page 8
8 Nes ­frétt ir Jóhann Thoroddsen sálfræð-ingur spjallar við Nesfréttir að þessu sinni. Jóhann er fæddur í Reykjavík í október 1952 en fluttist ásamt foreldrum sínu á Seltjarnarnes 17 ára gamall og hefur búið þar síðan ef frá eru talin námsár erlendis og nokkur Reykja- víkur- og Akureyrarár. Jóhann hefur einnig farið víða vegna starfa sinna fyrir Rauða krossinn. Ferðasaga hans er of löng og margbreytileg til þess að hún verði skráð í stuttu viðtali en hann féllst á að spjalla um Nesið og grípa niður í starfssögu sína yfir kaffibolla í Bókasafni Seltjarnarness fyrir skömmu. Fyrst var borðið niður við æskuna á Nesinu."Ég var orðin það gamall þegar ég flutti á Seltjarnarnes að ég á enga skólasögu þaðan og það setur svolítið mark á kunningjahópinn. Ég var 17 ára þegar foreldrar mínir byggðu sér raðhús við Látraströndina en þau bjuggu áður við Barónsstíginn í gamla Austurbænum í Reykjavík. Ég var því búinn með grunnskólann þegar við fluttum og tengdist ungmennum á Nesinu mun minna en krakkar sem nutu skólagöngu í Mýró og Való. Ég gekk í Austurbæjarskólann og átti æskuárin í umhverfinu austan í Skólavörðuholtinu. Ég var kominn í Menntaskólann við Tjörnina sem síðar varð Menntaskólinn við Sund og lauk stúdentsprófi þaðan 1974." Og þá tók sálfræðin við. "Já ég fór í sálfræði við Háskóla Íslands og lauk BA-prófi þaðan 1977 og MA-prófi í sálfræði frá Háskólanum í Gautaborg í Svíþjóð 1981." Kynntist fullorna fólkinu meira Jóhann segist af þessum sökum fremur hafa kynnst fullorðna fólkinu á Seltjarnarnesi meira en krökkum og ungmennum. „Þetta kom af sjálfu sér. Maður var búinn með bernskuna og eignaðist því meiri félagsskap í þeim sem eldri voru. Eitt af því sem varð til þess er að ég gekk snemma í leikfélagið á Seltjarnarnesi og var fljótlega valinn í stjórn þess. Þetta var á blómatíma í starfi þess og í félaginu kynntist ég mörgu mjög góðu fólki sem var til í að hafa strákinn með. Við settum t.d. barnaleikritið Gosa á svið og í því lék ég Eldibrand sem var einn af vondu köllunum. Við settum líka upp verk fyrir fullorðna og ég man til dæmis eftir Sköllóttu söngkonunni eftir rúmenska leikskáldið Eugéne Ionesco sem var einn af frumkvöðlum absúrd leikhússins í Evrópu og síðan Jóðlíf eftir Odd Björnsson sem gerðist í móðurkviði þar sem uppvaxandi tví- burar voru að búa sig undir að koma út í veröldina. Leikfélagið gerði fleira en að sviðsetja þekkt leikhúsverk. Það var vinsælt að fá einhverja félaga þess til þess að vera með sýningar eða uppistand á samkomum á Nesinu - til dæmis á þjóðhátíðardaginn 17. júní og á þorrablótum svo dæmi séu tekin." Fólk þekktist og talaðist við á förnum vegi En hvernig var fyrir miðborgarung- menni að fara úr margmenninu út á Seltjarnarnes á þessum árum. "Það var ótrúlega gaman að flytja á Nesið. Þá var minni byggð kominn á Seltjar- narnes miðað við það sem er í dag. Svæðið í kringum Valhúsarhæðina var að mestu óbyggt og svo túnin í kringum Nýjabæ allt út að Gróttu. Það var ákveðinn þorpsbragur yfir byggð- inni og í mannlífinu. Fólk þekktist og talaðist við á förnum vegi Þetta var á ýmsan hátt mikið frjálsara umhverfi en í miðborginni sem oftast er kennd við póstnúmerið 101 á síðari árum. Mér leið strax vel á Nesinu og það varð til þess að ég hélt áfram að búa þar eftir að ég stofnaði sjálfur til fjöl- skyldu. Konan mín heitir Katla Krist- vinsdóttir og er iðjuþjálfi. Við eigum þrjú börn, Dröfn, Jökul og Silju og þau eru öll alin upp á Seltjarnarnesi. Þau fóru ekki mikið niður í bæ á unglings- árunum en héldu sig mest hér vestra. Mér finnst eima sterkt eftir af þess- um þorpsbrag á Seltjarnarnesi. Fólk þekkist enn og talast við, stundar áhugamál sín í ýmsum klúbbum og félögum. Ég syng t.d. í Selkórnum og trimma í Trimmklúbbnum. Þetta kemur líka fram í uppeldismálunum þar sem tekist hefur að ná góðum tökum á uppvexti ungmenna. Óregla og notkun fíkniefna sem vart hafði orðið við á tímabili er nánast engin hjá grunnskólanemum lengur. Svo má einnig nefna samstarf heimila og skóla og þá góðu útkomu nemenda af Nesinu í könnunum á borð við PISA.“ Góður tími á Akureyri En svo lá leið Jóhanns út í heim. „Já - eftir að ég lauk BA prófinu við Háskóla Íslands þá hugði ég á framhald. Ég var búinn að kynnast konu minni og við ákváðum að halda til Svíþjóðar – til Gautaborgar þar sem við bjuggum í fimm ár og við lukum okkar námi. Eftir heimkomuna fór ég að vinna hjá Styrktarfélagi vangefinna eins og það hét á þeim tíma. Fljótlega fékk ég símtal norðan frá Akureyri og mér boðin staða sálfræðing hjá Fræðsluskrifstofu Akureyrar. Við ákváðum að slá til og gefa landsbyggðinni tækifæri. Ég starfaði þar í nokkur ár. Vann með einum fjórum fræðslustjórum að því mig minnir. Þetta var góður tími og lærdómsríkur fyrir fjölskylduna. Við kunnum vel við okkur og eignuðust líka góða kunningja fyrir norðan sem við hittum enn. Mikil breyting á málefnum fatlaðra „En það var aldrei ætlunin að ílengjast á Akureyri,“ heldur Jóhann áfram, „og að því kom að við komum suður. Ég fór að vinna á fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur og var þar í eitt ár og síðan var ég hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi um tíma. Eftir það lá leiðin til Leikskóla Reykjavíkur þar sem ég varð yfir- maður á ráðgjafadeildinni. Á þeim tíma sem ég starfaði að málefnum fatlaðra var mikil breyting að eiga sér stað á aðbúnaði þeirra. Búsetuformið var að breytast, fólk að flytjast af stóru stofnunum í sambýliskjarna og íbúðir. Þetta var því áhugaverður tími og gaman að hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í þessu. Eftir þetta starfaði ég um tíma hjá SÁÁ en fór svo yfir til Rauða krossins.“ Íran er á miklu jarðskjálftasvæði Jóhann segist ekki sjá eftir því að hafa farið að vinna fyrir Rauða kros- sinn en á vegum hans hefur hann farið nokkuð víða og kynnst ýmsum hliðum mannlífsins sem við höfum ekki daglega fyrir augum. „Ég byrjaði að starfa þar á árinu 2001 og kynntist fljótt því mikla starfi sem unnið er að á vegum félagsins jafnt innanlands sem utan. Hér heima sá ég um allt sem snéri að sálrænum stuðningi hjá Rauða krossinum. Ég stjórnaði áfallateymi félagsins, sá um gerð bæklinga og annars fræðsluefnis, hélt fyrirlestra og sá um þjálfun sjálf- boðaliða í sálrænum stuðningi. Eins varð ég sendifulltrúi fyrir félagið. Og þá hófs flakkið ef svo má segja því neyðin er víða. Ég var sendur til Íran – ekki vegna stríðsátakanna þar heldur vegna jarðskjálfta. Þetta var á árunum 2003 til 2004 og ég fór ásamt fleirum til borgar sem hafði gereyðilagst í jarðskjálfta. Um 97% af henni var horfin í bókstaflegri merkingu. Íran er mikið jarðskjálftaland vegna þess að þar eru flekar að ganga saman – ryðjast á móti hver öðrum og þar geta orðið miklir árekstrar í jarðskorpunni með tilheyrandi afleiðingum á yfirborði hennar. Þetta var afskaplega lærdómsríkt verkefni. Síðan hef ég farið í mislangar ferðir þar sem verk-efni mitt hefur einkum verið að halda námskeið og veita fræðslu. Ég hef m.a. farið til allra Viðtal við Jóhann Thoroddsen Jóhann Thoroddsen ásamt túlknum sínum í Kabúl. Að starfa fyrir Rauða krossinn kennir manni hvað við búum í góðu landi

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.