Nesfréttir - mar. 2017, Side 9

Nesfréttir - mar. 2017, Side 9
Nes ­frétt ir 9 Eystrasaltslandanna, Georgíu og Armeníu og tvisvar til þeirrar hrjáðu borgar Kabúl í Afganistan. Þar var ég að þjálfa starfsfólk sem vinnur á Ali Abad Orotopedic Centre, sem er stór endurhæfingarmiðstöð fyrir fólk sem misst hefur útlimi. Í Afganistan er mikið um fólk sem misst hefur útlimi vegna stríðsins m.a. vegna jarðsprengja sem þar eru nánast á hverju horni eftir 30 ára stríðsátök. Afganistan er land sem segja má að liggi í klemmu en það á landamæri að sex löndum og langt í frá að alls staðar hafi verið friðvænlegt á þessu svæði í áratugi.“ Ekki sjálfbært samfélag á Haiti Jóhann kom líka að hjálparverk- efnum á Haiti eftir mikla jarðskjálfta sem þar urðu 2010. Haiti er ótrúlegt land að koma til. Eyjan er græn öðrum megin þar sem Dómínikanska lýðveld- ið er, en grá hinum megin þar sem Haítí er. Þetta er vegna þess að þar er búið að höggva allan skóg Haítí megin og jarðvegur takmarkaður. Á eyjunni getur hins vegar nær allt vaxið sem vaxið getur á jörðinni en engu að síður er samfélagið á Haítí ekki sjálfbært. Þar hefur verið framið mikið arðrán í gegnum tíðina og spilltar stjórnir farið með völdin. Francois Duvalier eða Papa Dog eins og hann var jafnan kall- aður stjórnaði þar með harðri hendi og síðan sonur hans Jan-Claude eða Baby Dog þar til hann var hrakinn frá völdum 1986. En þótt Duvalier ættin hafi horfið af valdastólunum hefur ekki tekist að byggja sjálfbært sam- félag upp.“ Verkefnið að byggja Haítí upp eftir jarðskjálftana var eitt af því erfiðasta sem Alþjóða Rauði krossinn hefur tekið að sér. Þar kom margt til eins og mjög mikil eyðilegging, mikið mannfall, spilling, gríðarleg fátækt og Rauða kross landsfélag sem var mjög veikt. Þetta starf kennir manni hvað við búum í góðu landi Jóhann segir að það sé mjög lærdómsríkt að koma til landa þar sem mikil neyð er til staðar. „Það getur verið erfitt fyrir fólk sem lifir við allt önnur skilyrði að skylja hvað liggi að baki og óþægilegt að upplifa þessar staðreyndir. En þetta kennir manni líka að við búum við gott atlæti hér á Íslandi. Nú stendur til ein ferðin enn og það er til Úganda. Í norðurhéruðum landsins er mikið af flóttafólki frá suður Súdan og margar flóttamannabúðir með allt upp í 250 þúsund manns í einum búðum. Íbúar suður Súdan lifa við skelfilega upplausn, stöðug átök stríðandi fylkinga og hungursneyð. Ég hef verið að kynna mér þetta í tengs- lum við þessa ferð og ljóst er að þessi gríðarlegi flóttamanna straumur yfir til Úganda skapar mikinn vanda sem verður að taka á. Ætlunin er að vinna með starfsfólki og sjálfboðaliðum Rauða krossins sem er að störfum nótt sem dag í flóttamannabúðunum. Það þarf að búa til verkferla, fræða um áföll og afleiðingar þeirra, til þess að vera betur í stakk búin til að styðja flóttafólkið, auk þess að kenna starfs- fólkinu og sjálfboðaliðunum hvernig best er að hlúa að sjálfu sér.“ Kóleran er hættuleg en auðveld að lækna En hvernig er með tungumál þegar erlendir aðilar á borð við Norðurlanda- búa fara inn á þessu fjarlægu svið. Er ekki hætta á samskiptavandamálum þar sem fólk talar ef til vill enga ensku. „Það er alltaf hætta á því ef unnið er í gegnum túlka. Í Úganda er töluð enska að nokkru leyti þannig að það verður ekki vandamál. Á Asíusvæðunum til dæmis í Afganistan og einnig í Íran þarf allt að fara í gegnum túlka þar sem tungumálið er annars vegar arabíska og hins vegar persneska. Það er því mikið mál að finna hæfa túlka. Hvað varðar árangur af starfinu sér maður oft skjót umskipti og oft þarf ekki mikið til. Eitt af því er t.d. að auka hrein- læti meðal innfæddra. Kólera er til dæmis engin drepsótt. Hún einkennist af nið ur gang og upp köstum , loks ofþorn un, krömpum og dauða. Það er hægt að koma að verulegu leyti í veg fyrir kóleru með auknu hreinlæti og aðgengi að hreinu vatni. Sjúklingum gefin ákveðin vatnsblanda sem inni- heldur sölt og það bjargar þeim. En það er líka fróðlegt að kynnast fólki og fara inn í menningu þessara landa sem getur verið mjög mismunandi. Það er fróðlegt og lærdómsríkt að t.d. vera boðinn í mat inn á heimili í öðrum menningarheimi og kynnast siðum og venjum þar sem geta verið af allt öðrum toga en hér heima.“ Áfallastreyturöskun er kvíðasjúkdómur Jóhann hefur einnig fengist við að kenna og veita áfallahjálp. Þetta hugtak varð til hér heima eftir snjóflóðin fyrir vestan 1995. En hvað felst í raun á bak við þetta hugtak. „Það er kannski von að þú spyrjir. Það er mikið rætt um áfallahjálp en ef til vill minna um hvað hún snýst annað en að styrkja fólk og styðja sem orðið hefur fyrir áföllum í lífi sínu. Það er kannski best að byrja á því að segja að áfallahjálp er engin töfralausn. Það er engin ein lausn til sem gengur fyrir alla og aðstæður geta líka verið svo mismunandi. Áföll skapa uppnám og viðbrögðin verða eftir því. Áfallahjálp reynir að mæta fólki þar sem það er statt í kjölfar áfalls. Öll við- brögð eru einstaklingsbundin og eins eru atburðirnir margvíslegir. Það sem gert er m.a. er að veita upplýsingar, draga úr uppnámi, efla öryggi, veita hagnýtan stuðning og viðhalda von. Það er mikilvægt að draga úr uppnámi svo viðkomandi geti sem fyrst náð stjórn á eigin ástandi. Í kjölfar áfalla getur fólk þróað með sér það sem við köllum áfallastreyturöskun og er í raun- inni kvíðasjúkdómur. Slíkt er hins vegar ekki greint fyrr en eftir 6 til 8 vikur frá atburði. Í langflestum tilfellum vinnur fólk sig sjálft út úr áfallinu með að- stoð sinna nánustu. Ef hins vegar betri líðan lætur á sér standa er sjálfsagt að leita til sérfræðinga. Þeir sem sinna áfallahjálp vinna oftast eftir ákveðnum ferlum sem hafa verið gagnreyndir og gefið góðan árangur. Í þessu starfi er mikilvægt að sýna yfirvegun, ræða við fólk og leita leiða til þess að róa það og finna hagnýtar lausnir.“ Jarðskjálftar og Eyjafjallajökulsgos á Suðurlandi Jóhann segir sem dæmi að ýmsir hafi orðið fyrir áföllum á Suðurlandi bæði þegar jarðskjálftinn reið yfir á þjóðhátíðardaginn árið 2000 og einnig 2008 og svo má nefna Eyjafjallajökuls- gosið sem enn eitt dæmið um það þegar þegar ótti og kvíði tók fólk föst- um tökum. Ég var að vinna á vegum Rauða krossins í öllum þessum til- fellum. Sem dæmi um ógn má segja að gosið í Eyjafjallajökli hafi verið býsna ógnvekjandi vegna öskunnar hún var alls staðar. Það „rigndi“ sandi og þú sást ekki handa þinna skil. Hún var í öndunarfærunum og það var kæfandi. Það var því skiljanlegt að bændur á svæðinu hefðu áhyggjur og ættu oft á tíðum erfitt. Eitt af þeim úrræðum sem Rauði krossinn tók þátt í var að koma upp s.k. þjónustumiðstöð fyrir svæðið. Fólkið úr sveitunum kom í hádeginu og gat fengið að borða og þarna dreifðum við öllum upplýsingum sem við höfðum undir höndum. Eins varð þetta sá staður sem fjölmiðlafólk gat komið á og aflað frétta.“ Sálfræðingar Höfðabakka og Ísafjörður Jóhann er hluti af Sálfræðingum Höfðabakka. Hvernig kom það til. „Þetta byrjaði með því að fyrir fjórum árum vorum við nokkrir sálfræðingar sem voru á hrakhólum með húsnæði. Okkur langaði líka til að vinna saman, veita góða þjónustu í góðu umhverfi og gera þetta með stæl. Við tókum því á leigu um 700 fm. húsnæði sem við skiptum upp í 16 herbergi, sal og eldhús. Við réðum tvo ritara og framkvæmdastjóra, leigðum þau herbergi sem við nýttum ekki sjálf og opnuðum stærstu sálfræðistofu á landinu. Í dag eru við 21 sem störfum þarna og þetta gengur alveg ljómandi. Þarna starfa ég við almenn sálfræðistörf í dag þótt ég taki að mér ýmis verkefni fyrir utan. Eitt af því er að sinna sálfræðiþjónustu á Ísafirði sem mér finnst bæði áhugavert og ánægjulegt. Ég fer vestur þriðju hverja viku og er því búinn að kynnast bæði flugleiðinni og landleiðinni nokkuð vel því veður eru oft válynd og ekki alltaf gefið að maður komist,“ segir Jóhann að lokum. Jóhann við hjálparstarfi á Haíti. Jóhann ásamt nemendahóp á námskeiði hjá honum í Georgíu.

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.