Nesfréttir - mar. 2017, Síða 15

Nesfréttir - mar. 2017, Síða 15
Nes ­frétt ir 15 Auglýsingasími: 511 1188 borgarblod@simnet.is Uppáhalds vefsíða? http://kristjansteingrimur.is Hvað vild ir þú helst fá í af mæl is gjöf? Ferðina sem ég fæ núna um páskana til Kaliforníu frá konunni. Hvað mynd ir þú gera ef þú ynn ir 5 millj ón ir í happ drætti? Nota í innborgun fyrir ferð með Virgin Galactic út í geim og gefa afganginn til góðgerðamála. Hvað mynd ir þú gera ef þú vær ir bæj ar stjóri í einn dag? Stofna sjónlistasafn í hálfbyggðu lækningaminjasafninu og fylla af góðri myndlist og hönnun sem ég myndi fá lánaða hjá einkasöfnurum sem bráðvantar vettvang til að sýna söfnin sín. Svo myndi ég bjóða Dill að flytja Michelin staðinn sinn í húsið. Ef ég hefði aukatíma þá myndi ég láta taka fótboltavöllinn á Valhúsahæð og gera Listigarð Seltjarnarness uppi á hæðinni. Að hverju stefn ir þú í fram tíð inni? Verða betri listamaður og elda betri mat. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Í fyrra fór ég til New York og Seyðisfjarðar með fjölskyldunni. Seltirningur mánaðarins að þessu sinn er Kristján Steingrímur. Hann er fæddur á Akureyri og stundaði nám í myndlist á Akureyri, í Reykja- vík og Hamborg. Hann hefur búið á Seltjarnarnesi frá 2002. Kristján hefur unnið að listsköpun og haldið og tekið þátt í fjölda sýninga bæði í söfnum og galleríum, hérlendis sem erlendis. Hann vann að stofnun Listaháskóla Íslands og var deildar- forseti þar frá 1999 til 2016. Hann starfar í dag sem myndlistarmaður. Nú stendur yfir sýning á verkum hans í Berg Contemporary við Klapparstíg. Sýningin stendur yfir til 29. apríl. Fullt nafn? Kristján Steingrímur Jónsson. Fæð ing ar d. og ár? 13.04. 1957. Starf? Listamaður. Farartæki? Hyundai jepplingur. Helstu kostir? Ekki hugmynd, það annarra að meta það. Eft ir læt is mat ur? Allt sem Hrefna konan mín eldar. Eftirlætis tónlist? Rokk, blues og barokk. Eft ir læt is í þrótta mað ur? Karla dóttir mín sem spilar með Gróttu. Skemmti leg asta sjón varps efn ið? Ævintýri eins og Game of Thrones og veðurfréttir. Besta bók sem þú hef ur les ið? Tonio Kröger eftir Thomas Mann. Uppáhalds leikari? Anthony Hopkins. Besta kvik mynd sem þú hef ur séð? Danska kvikmyndin Babettes gæstebud. Hvað ger ir þú í frí stund um þín um? Á svo fáar að mér finnst best að hvíla mig. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ég á erfitt með að gera upp á milli allra þeirra fallegu staða sem ég hef komið til um æfina. Hvað met ur þú mest í fari ann arra? Heiðarleiki og húmor. Hvern vild ir þú helst hitta? Samuel Beckett. Ég myndi taka Illuga Jökulsson með svo hann gæti tekið viðtalið við Beckett sem hann klúðraði í París 1981. Þess má geta að við þrír eigum sama afmælisdag. SELTIRNINGUR MÁNAÐARINS heitur matur í hádeginu og á kvöldin taktu meÐ borÐaÐu á staÐnum eða Alvöru matur eða Enskukennslu fór fram á vegum Seltjarnarneskirkju í safnaðarheimili kirkjunar nýverið. Steinunn Einarsdóttir kenndi, en hún var enskukennari í MR í 43 ár. Fólkinu fannst þetta vera mjög skemmtilegt. Enskukennslan fór fram vikulega í fimm vikur í febrúar og mars.

x

Nesfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.