Vesturbæjarblaðið - jun 2015, Qupperneq 4
Pétur Pétursson félags- og guð f ræðingur spjallar við Vestur -bæjarblaðið að þessu sinni. Pétur býr á
Lambhóli við Ægissíðuna og
þótt hann sé af kennimönnum
kominn hefur s jórinn og
sjómennska átt hluta hugar
hans um langan tíma. Hann
rekur ættir sínar í Skildinganes
í Skerjafirði. Otti Ingjaldsson,
forfaðir hans var borinn og
barnfæddur í Skildinganesi en
festi kaup á jörðinni Hrólfskála
á Seltjarnarnesi og hóf þar
búskap og útgerð. Hann hefur
efnast fljótt og vel því heimildir
eru til um það að hann gaf
Nikulásarkirkju á nesinu forláta
predikunarstól. Afkomendur
hans bjuggu þar mann fram af
manni og stunduðu fiskveiðar
þar á meðal langafi Péturs Pétur
Sigurðsson útvegsbóndi. Börn
hans voru m.a. Guðrún, amma
Péturs sem giftist Sigurgeiri
Sigurðssyni presti á Ísafirði
og Sigurður sem var fyrsti
skipstjórinn á Gullfossi. Ásamt
þremur öðrum útvegsbændum
á Seltjarnarnesi festi Pétur
Sigurðsson kaup á skútu frá
Englandi. Hún fékk nafnið
Sigurfari og er nú staðsett við
byggðasafnið í Görðum á
Akranesi og bíður að vonum
áhugamanna þess að unnt
verði að endurbyggja hana sem
merka heimild um tímabil í sögu
sjósóknar við Ísland. Sjálfur
stundaði Pétur sjómennsku
nokkur sumur á háskólaárum
sínum. Segir eiginlega aldrei
neitt annað hafa komið til
greina. „Og nú finnst mér gott
að hafa fundið mér heimili við
sjávarsíðuna. Það er gott að búa
á Lambhóli með ölduna nánast í
bakgarðinum.“
Pétur hefur spjallið á að rifja
upp leikfang sem hann eignaðist.
„Þetta var skúta og hún var
kölluð Millý eftir skipinu hans
langafa. Það er því líklegt að
skútan hafi upphaflega borið
þetta nafn. Amma sagði mér
frá því að dag einn í Hrólfsská-
la hafi langafi farið í betri fötin.
Hún sagðist ekkert hafa skilið
í því vegna þess að ekki var
sunnudagur en þeir voru betri-
fatadagar í þá daga. Mamma
hennar hafi þá sagt henni að
hann væri að fara inn til Reyk-
javíkur til þess að tala við
Tryggva bankastjóra sem var
Tryggvi Gunnarsson sem þá
var bankastjóri í Landsbanka-
num. Þá hefur hann verið að
falast eftir láni til skipakaupa.
Hann mun hafa gengið leiðina
inn eftir í skinnskóm en haft
spariskóna með sér í poka.
Síðan geymdi hann skinnskóna
við vörðu sem hann vissi um
skammt frá Reykjavík þeirra
tíma og fór í betri skónum á fund
bankastjórans. Hann hefur fengið
lánið hvort sem það hefur verið
út á sparifötin eða að hann hafi
þótt traustur útvegsbóndi læt ég
ósagt um en eflaust hefur gott
orðspor hans haft sín áhrif.“
Skúturnar lögðu
grunn að fyrstu
efnahagsumbótunum
Þetta var um það leyti sem
Englendingar voru að taka fyrstu
togarana í notkun og seldu því
skúturnar. Það kom nokkuð af
þessum skipum hingað til lands
og urðu undirstaðan í útvegs-
mennsku okkar um tíma og þetta
tímabil útvegssögunnar hefur
oft verið kallað skútuöldin. Þessi
skip lögðu grundvöll að fyrstu
verulegu efnahagsumbótum hér
á landi og vörðuðu leiðina til
betri lífskjara. Þessi saga hefst í
upphafi 19. aldar þegar stórhuga
menn réðust í þilskipaútgerð.
Þótt um seglskip væri að
ræða voru þau mun stærri en
árabátarnir og gátu sótt lengra út
á mið og verið lengur við veiðar.
Afnám einokunarverslunar Dana
1787 átti sinn þátt í þessari sögu
því þá gátu kaupmenn komist
í útgerð enda áttu þér helst
einhverja fjármuni til þess að
leggja í nýja atvinnustarfsemi.
„Pétur langafi minn hefur verið
öflugur og framsækinn,“ heldur
Pétur áfram. „Heimilið þótti gott
heimili millistéttar sem þá var
að myndast í landinu. Amma
mín lærði að spila á píanó og lék
meðal annars undir við sýningar
þöglra kvikmynda í Fjalakettinum
rétt efir aldamótin 1900. Hún var
afar falleg ung stúlka af myndum
af dæma og listræn og vel að sér
í kvennlegum dyggðum. Líklega
hefur skútukarlinn Þórbergur
Þórðarson séð hana spila í
Fjalarkettinum og orðið skotinn í
henni.“
Þórbergi sárnaði
„ Þ ó r b e r g u r v a r m i k i l l
áhugamaður um spíritisma
og guðspeki og einhverju
sinni, líklega í upphafi þriðja
áratugarins, flutti hann erindi
á Ísafirði um endurholdgun
þar sem hann dvaldi í skjóli
Vilmundar Jónssonar læknis
sem síðar varð landlæknir og
var afi þeirra bræðra Þorsteins,
V i l m u n d a r o g Þ o r v a l d a r
Gylfasona. Afi minn Sigurgeir
Sigurðsson sem þá var prestur á
Ísafirði og varð síðar biskup varð
það á að hlægja að Þórbergi fyrir
tilvikið. Þetta sárnaði Þórbergi
verulega og hefur launað fyrir
sig með vísunum frægu um
Seltjarnarnesið sem honum
fannst lítið og lágt.
Ljóðið er svona:
Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
Lifa þar fáir og hugsa smátt.
Aldrei líta þeir sumar né sól.
Sál þeirra er blind einsog klerkur
á stól.
Konurnar skvetta úr koppum á tún.
Karlarnir vinda segl við hún.
Draga þeir marhnút í drenginn sinn.
Duus kaupir af þeim málfiskinn.
Kofarnir ramba þar einn og einn.
Ósköp leiðist mér þá að sjá.
Prestkona fæddist í holtinu hér.
Hún giftist manni, sem hlær að mér.
Já, Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
Lifa þar fáir og hugsa smátt.
Á kvöldin heyrast þar kynjahljóð.
Komið þér sælar, jómfrú góð!
„Þetta söng maður með innlifun
á menntaskólaárunum án þess
að vita að afi og amma komu
þarna við sögu. Löngu síðar áttu
þau amma og Þórbergur góðar
samverustundir á heilsuhæli
Náttúrulækningafélags Íslands í
Hveragerði sem þau sóttu bæði
reglulega. Þar hafa þau eflaust
spjallað um lífið í Reykjavík og
á Seltjarnarnesi í gamla daga
og gömul sárindi verið gleymd.
Amma sagði mér frá lífinu
á Hrólfsskálamel. Þetta var
mannmargt útvegsbændabýli
vegna þess að hásetarnir bjuggu
heima hjá útvegsbóndanum.
Sambærilegt við sveitirnar
þar sem vinnuhjú bjuggu
h e i m a á b æ j u n u m m e ð
bændafjölskyldunum. Duus
keypti fiskinn af útvegsmönnum.
Hann seldi þeim líka saltið og
veiðarfærin og með tímanum
hætti þessi bændaútgerð að
borga sig og lagðist af, því hún
borgaði sig aðeins ef hún var
rekin með verslun.“
Þjóðólfur fékk flesta
fiska
Enn að þinni eigin sjómennsku.
Það er sjómannsblóðið í þér.
Komið í gegnum tvo presta og
biskupa, þá Sigurgeir Sigurðsson
og Pétur Sigurgeirsson, frá
langafa þínum eða ef til vill
frekar ömmu þinni dóttur
Péturs á Hrólfsskálamel. „Ég hef
velt því fyrir mér hvort áhugi á
sjó og sjómennsku geti legið
í ættum. Hann kemur alla vega
fram í mér sem er kominn af
sjósóknurum á Seltjarnarnesi.
Reyndar er einnig sjómannsblóð
í föðurætt pabba því Sigurður
Eiríksson langafi, sem lengst af
starfaði sem regluboði fyrir
G ó ð t e m p l a r a re g l u n a , v a r
bátaformaður á Eyrarbakka
þar sem hann var fæddur.
Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju
átti róðrarbáta og skemmtilegast
þótti mér að dóla á þeim úti á
pollinum við Akureyri. Sumarið
1971 heimtaði ég að fá pláss
á fiskibát og það tókst, ég var
ráðinn til og með á gamla skútu
sem hét Akranes og var gerð út á
handfæri frá Seyðisfirði. Ég var þá
komin til náms í þjóðfélagsfræði.
Ég var því kallaður Þjóðólfur um
borð og skipsfélagarnir væntu
trúlega ekki mikils af þessum
prestsyni sem var þar að auk
háskólanemi sem ekkert kunni
til verka á sjónum og var auk
þess að drepast úr sjóveiki. Ég
var tekinn fyrir af skipafélögunum
og þeir biðu þess dags þegar ég
myndi gefast upp. Það er trúlegt
sjómannsblóðinu í mér að þakka
að ég ákvað að þrauka hvað sem
það kostaði og eitt sinn þegar
talið var upp úr kössunum þá
var Þjóðólfur með flesta fiska.
Fyrir túrinn hafði verið ball og
4 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2015
Gott að búa við
ölduniðinn við Ægisíðuna
Pétur Pétursson félags- og guðfræðingur og Oddur Helgason ættfræðingur ræða um ættir og uppruna í
Skerjafirðinum þar sem Pétur hjólar gjarnan framhjá ORG ættfræðiþjónustunni á leið sinni til vinnu.
Afi og amma á Ísafirði, prestskonan sem fæddist í holtinu og
maðurinn hennar sem hló, um það leyti sem Þórbergur var á Ísafirði
að halda sína fyrirlestra.
Guðrún amma Péturs með börn sín. Drengurinn á myndinni er Pétur
Sigurgeirsson síðar biskup faðir Péturs Péturssonar.