Vesturbæjarblaðið - jún. 2015, Blaðsíða 5
duglegustu hásetarnir fengið sér vel neðan í því og voru
því illa fyrirkallaðir. Þetta skyldu þeir og varð til þess að ég
var tekinn í sátt.“
Bara að míga á sárið
„Sumarið eftir fór ég aftur á sjó. Þá frá Akranesi á trébát
sem var kallaður Höfrungur gamli en HB útgerðin átti
nokkra báta sem gengu undir því nafni og voru aðgreindir
fyrsti annar og þriðji. Þessi var eldri en sá fyrsti og hafði
því fengið nafnið gamli. Við vorum á ufsa og þarna var
hörku veiði og mikið að gera um borð. Það kom áta upp úr
fiskunum sem brenndi sig inn í skinnið þar sem stakkurinn
nuddaðist við húðina. Það blæddi og skipsfélagarnir sögðu
mér bara að míga á sárið. Ég átti þá orðið tengdaföður frá
Akranesi. Gunnlaug Magnússon sem var kokkur á einum
Höfrunganna, snillingur og hörku sjómaður. Ég gat ekki
brugðist honum með því að standa mig ekki á sjónum
og reyndi að gera mitt besta. Og ég man hvað hann
var stoltur af tengdasyninum eftir þessa sjóferð. Þriðja
sumarið var ég á stálbát, Sölva Bjarnasyni frá Tálknafirði
sem gerði út á línu á við Grænland. Ágætt skip í eigu
Ársæls föður Níelsar Ársælssonar sem hefur einnig komið
við sögu útvegs á Íslandi.“
Fékk svarið frá Lundi á undan
Varstu ekki orðinn meiri sjómaður en námsmaður á
þessum tíma. „Eiginlega. Ég man vel hvað mé leið vel á
sjónum einkum á stíminu á miðin og til baka. Sérstak-
lega þegar ég var einn á vakt í stýrishúsinu og horfði út á
sjóinn eða á fjöllin eða jökulinn. Ég er með þetta í blóðinu.
Og ég var kominn það langt í þessum hugsunum vorið
1974 þegar ég hafði lokið BA prófinu í félagsfræðinni að
þurfa að ákveða hvað ég tæki mér fyrir hendur – kominn
með konu og þrjú börn. Og þá kom tvennt til. Annað að
sækja um skólavist í háskólanum í Lundi í Svíþjóð eða
Stýrimannaskólann því ég var kominn með nægilegan
fjölda af tímum á sjó til þess að geta fengið inngöngu.
Ég sótti um báða skólana og ástæða þess að ég fór til
Lundar var að þeir voru fljótari að svara. Þess vegna varð
ég guðfræðingur til viðbótar við félagsfræðina. Annars
væri ég trúlega skipstjóri í dag – ef til vill aflaskipstjóri
eða kvótakóngur minnugur þess þegar Þjóðólfur fékk
flesta fiska í kassann fyrir austan. En í stað þess að sigla
um höfin, veiða fisk og safna mér kvóta dvaldi ég næstu
15 árin í Lundi þar sem ég lauk meðal annars prófi í
guðfræði. En þrátt fyrir að hafa lagst í lestur og guðfræði-
legar pælingar vék hugsunum um sjóinn þó aldrei alveg frá
mér.“
Hef gaman af að teikna
„Ég hafði sem barn haft gaman af því að teikna og
teiknaði alltaf öðru hvoru. Þegar hér var komið sögu tók
ég blýantinn fram og fór að teikna. Ég teikna einkum skip.
Það eru til teikningar eftir mig af fleiru. Til dæmis ein af
Oddi vini mínum Helgasyni ættfræðingi en hann er mjög
ánægður með þessa teikningu þótt hún fegri hann alls
ekki nema síður sé. Ég lít oft við hjá Oddi í Skerjafirðinum
á leið minni af Lambhóli og út í Háskóla Íslands þar sem
ég starfa. Ég hjóla oft í vinnuna og fæ mér þá gjarnan kaffi
og korn í nefið hjá Oddi. Það er erfitt að þekkja hann án
þess að fá sér í nefið með honum. Oddur er einn þekktasti
neftóbaksmaður á landinu enda var hann til sjós á árum
áður.“
Hef hvergi verið ánægðari
En aftur að Lundi. „Eftir 15 árin á meðal Svía
var mig farið að langa til baka. Ég ákvað þá að láta
Svíþjóðarkaflanum í lífi mínu lokið. Ég fékk kennslustöðu
við Háskóla Íslands og hef að mestu verið þar síðan ef frá
eru talin tvö ár sem ég starfaði sem rektor Skálholtsskóla.
Mér fannst ágætt að hreyfa mig aðeins af háskólalóðinni
og fara út í sveit. Svo varð ég að finna mér aðsetur í
borginni. Mig langaði ekkert að flytja í blokkaríbúð
einhvers staðar í úthverfi – hvorki í Grafarvogi eða annars
staðar. Ég hafði einna helst áhuga á að kaupa mér lítið
hús á Eyrarbakka. Hús við sjóinn en svo kom Lambhóll
til sögunnar. Og nú bý ég í fjöruborðinu, heyri í fuglunum
og hlusta á sjávarniðinn. Nú er okkur feðgana, mig og
Matthías son minn sem einnig býr í Vesturbænum farið að
dreyma um að fá okkur bát og hefja útgerð frá Lambhóli.
Kannski róum við einhvern daginn og þá er spurning um
hver fær meira í kassann sinn.
Á Skildinganesjörðinni
Nauthóll og Lambhóll tilheyrðu báðir Skildinganes-
jörðinni. Nautin hafa verið rekin út á Nauthól og lömbin
eftir að fært hafði verið frá út á Lambhól. Það er gaman að
hugsa til þess að búa á þeim slóðum þar sem forfeðurnir
hafa gengið um mann fram að manni, frá Skildinganesi
eftir Ægissíðunni út að Hrólfskála. Lambhóll er líka þannig
staðsettur gagnvart veðri og vindum að hann er í vari.
Fyrst hefur sjálfsagt verið þarna lambakofi eða skýli fyrir
lömbin en síðar var byggður þarna torfbær. Þegar brim er
mikið kastast grjót og þari alla leið upp fyrir göngustíginn
á Ægissíðunni en maður verður aldrei var við ágjöf hér
á Lambhóli og lóðin er hrein og varla að saltdropi detti
á glugga. Þeir sem byggðu bæinn hafa verið búnir að fá
tilfinningu fyrir briminu og áttað sig á hvar varið væri að
finna. Ég hef hvergi verið ánægðari að búa og ef til vill
eigum við feðgar eftir að koma okkur upp nýjum Sigurfara
jafnvel þótt enginn kvóti fylgi með.“
5VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2015
Handverksbakarí síðan 1834
Við framleiðum öll okkar brauð úr eigin súrdeigi
Nýbakað allan daginn fyrir ykkur
Bergstaðastræti 13 - 101 Reykjavík - Sími 551 3083 - www.bernhoftsbakari.is
Steinbökuð brauð
Við Oddur Helgason spekingur erum af eyfirskum
ættum báðir, en einnig af Skildinganesætt hinni eldri.
Einhvern tímann meðan ég var að bíða eftir kaffinu hjá
honum teiknaði ég þessa mynd. Ég hélt að Oddur myndi
móðgast og jafnvel vísa mér út, en hann varð hrifinn af
myndinni, rammaði hana inn og hengdi upp á vegg –
enda er hann húmoristi.
Dúkskurðarmynd af bátunum við slippinn á Akureyri. Þar
hafði pabbi besta vinar míns, Kristjáns Jónssonar, trillu
sem við fengum stundum að vera með honum á. Ég gerði
þessa mynd í myndlistartíma á gagnfræðaskólaárum
mínum hjá Einari Helgasyni. Hann var ánægður með
hana og setti hana upp við töfluna. Þegar ég fór svo
með hana í innrömmun fyrir nokkrum árum hélt
afgreiðslumaðurinn að hún væri eftir Gunnlaug Scheving.
Ég bauðst til að borga þrefalt verð fyrir innrömmunina.