Vesturbæjarblaðið - jun 2015, Qupperneq 9
Alls voru 168 nemendur
ú t skr i fað i r úr 10 . bekk
Hagaskóla á liðnu vori en
skólanum var slitið í fimmtu-
gasta og sjöunda sinn þriðjudag-
inn 9. júní í Háskólabíói. Við
skólaslitin fór Ingibjörg Jósefs-
dóttir skólastjóri meðal annars
yfir verkefni vetrarins, hvatti
útskriftarnemendur til þess
að setja sér skýr markmið og
foreldra til að vera áfram þátt-
takendur í lífi barna sinna.
F i m m n e m e n d u r f e n g u
verðlaun fyrir framúrskarandi
námsárangur í 10. bekk. Þau eru
Íris Benediktsdóttir, Marselía
Bríet Borgarsdóttir, Mist Þor-
móðsdóttir Grönvold, Snæfríður
Gunnarsdóttir og Þorsteinn
Ívar Albertsson. Auk þess
voru Ragnheiður Helgadóttir
verðlaunuð fyrir framúrskarandi
námsárangur í íslensku, Snædís
Björnsdóttir og Snæfríður Gun-
narsdóttir fyrir framúrskarandi
námsárangur í dönsku, Þorbjörg
Ester Finnsdóttir fyrir frábæran
árangur og iðni í heimilisfræði
og Eggert Aron Sigurðarson fyrir
vinnubrögð og iðni í hönnun
og smíði. Fyrr um daginn voru
veitt verðlaun fyrir framúr-
skarandi námsárangur í 8. og 9.
bekk en þau fengu Helga Kristín
Sigurðardóttir í 8. bekk og Jón
Helgi Sigurðsson í 9. bekk. Dóra
Jóna Aðalsteinsdóttir flutti ræðu
útskriftarnema og talaði um árin
í Hagaskóla. Um skemmtiatriði í
útskriftarathöfninni sáu nemen-
durnir Ragnhildur Helgadóttir,
Þórbergur Bollason, Una Schram,
Anna Róshildur Böving, Erna
Kristín Jónasdóttir og Hrefna
Kristrún Jónasdóttir.
Á netmiðli er að finna grein
sem Pálína Erla Ásgeirsdóttir
móðir eins þeirra nemenda sem
lauk grunnskólagöngu sinni í vor
skrifaði í kjölfar útskriftarinnar.
Þar segir meðal annars: „Eftir
athöfnina í gær þá fannst mér hin
innihaldsríku orð (skólameistara)
skilja meira eftir heldur en langar
raðir nemenda að taka við vitnis-
burði sínum. Ég veit ekki nema
að tími sé kominn á að skapa
breytingu við slíkar útskriftir.
Þetta á sérlega við um 10. bekk
og stúdentspróf. Að þessi stund
sé eitthvað annað en langar raðir
nemenda að taka við vitnisburði.
Stórar ákvarðanir um áfram-
haldandi lífsstefnu liggja fyrir
þessum nemendum. Skólaslit
gætu verið góður vettvangur fyrir
slíkar hvatningar.“
9VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2015
Fæst í apótekum,
heilsubúðum, Krónunni,
Grænni heilsu, Nettó og
Melabúðinni
Umboð: Celsus
168 útskrifaðir
úr Hagaskóla
Reykjavíkurborg hefur óskað
eftir umsögnum um drög að
aðgerðaráætlun í úrgangsmálum
í Reykjavík. Áætlunin á að gilda
fyrir árin 2015 til 2020. Mark-
miðið með áætlunargerðinni er
að draga úr myndun úrgangs
og auka endurnýtingu og
endurvinnslu. Sérstök áhersla
er lögð á val íbúa á þjónustustigi
í tillögunum. Þetta kemur m.a.
fram í tillögum starfshóps um
úrgangsmál í borginni.
Aðgerðaáætluninni verður
skipt í þrjú tímabil og er ætlað að
auka gegnsæi í málaflokknum auk
þess að auðvelda skipulagningu
og forgangsröðun verkefna. Þegar
hafa verið lagðar ákveðnar línur
um þjónustu grenndarstöðva
sem verða til hliðsjónar við
ákvarðanatöku um úrgangsmál
í sveitarfélaginu. Reykjavíkur-
borg hyggst áfram bjóða íbúum
að velja það þjónustustig sem
hentar þeim og greiða íbúar fyrir
þjónustuna í takt við það. Þan-
nig geta íbúar núna valið hvort
þeir vilja nýta sér þjónustu grenn-
dar- eða endurvinnslustöðva
eða láta sækja endurvinnsluefni
við heimili sín.
Aðgerðar-
áætlun í
úrgangsmálum