Vesturbæjarblaðið - jun 2015, Qupperneq 14

Vesturbæjarblaðið - jun 2015, Qupperneq 14
14 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2015 www.borgarblod.is hreinsum fyrir þig við Ægisíðu 115 - Sími 552 4900 hradi@fatahreinsun.is HRAÐI fatahreinsun www.fatahreinsun.is Alhliða fatahreinsun og þvottahús síðan 1966 Vala Ingimarsdóttir Í símanum var rödd ungrar konu. Hún kynnti sig og kvaðst búa í Vesturbænum og væri búin að taka við formennsku í hverfisráði borgarinnar. Hún var áhugasöm - vildi láta til sín taka. Umhverfi og mannlíf voru henni hugleikin og hún vildi fá sem flesta til liðs við sig. Ves- turbæjarblaðið var þar engin undantekning. En hún var ekki fyllilega sátt við skrif blaðsins. Þótt ég hefði ekki húsbóndavald á blaðinu á þeim tíma fann ég strax að konan í símanum og blaðið gátu átt samleið um að gera Vesturbæinn að betri byggð. Hún spurði hvort ég hefði búið í Vesturbænum og þegar ég sagði henni að ég hafði verið þar í tvo áratugi með smávægilegum frávikum varð röddin ákveðnari. „Þú verður að koma með“. Og símtalinu lauk með því að við ákváðum að hittast yfir kaffibolla og ræða málin. Y f i r k a f f i n u k o m Va l a eiginlega öll í ljós. Ákveðnin og kraf tur inn sem drei f hana áfram var augljós og hugmyndaauðgin virtust fá takmörk sett. Það dróst úr spjallinu. Vala átti nægan tíma. Stundum er sagt að góð blöndun komi fram í útliti, krafti og áreiðanleika. Sé einhver mannfræði að baki þeirri fullyrðingu kom hún greinilega fram í Völu. Yfir kaffinu rakti hún ættir sínar þar sem Suðurland og Norður – Þingey- jarsýsla mættust á miðri leið. Kaffitímanum lauk með því að ég bauð henni að skrifa viðtal við hana – um hana og Vesturbæinn sem hún greinilega leit á sem heimabyggð þótt hún væri alin upp í nágrenni Miklatúnsins. Eft ir þetta var auðvelt að leita til Völu. Hún gjörþekkti Vesturbæinn eins og hún hefði slitið öllum barnsskónum þar á grundu og átti óendanlegar hugmyndir hvernig fjalla mætti um dag og veg á þeim heimaslóðum. „Ég vil koma að því hversu mikil saga og menning er að baki þessa borgarhluta,“ sagði hún í viðtali við Vesturbæjarblaðið. Einlægni Völu verður vart betur lýst en fljótlega deildi hún því að hún gengi ekki heil til skógar. Taldi veikindi sín tæpast til hættu en gerði sér þó grein fyrir að mein yrði ekki upprætt að fullu heldur haldið í skefjum. Í stað uppgjafar lagði hún í víking og stjórnmálafræðin- gurinn fékk vísindamenn í læknisfræði til liðs við sig og stofnaði fyrirtækið Vala Med - þekkingarfyrirtæki í læknisfræði á sviði krabbameinsrannsókna. Einhverju sinni nefndi hún hvort ég vildi kynna Sif Jakobs skartgripahönnuð. Vala fékkst einnig við kynningu og sölu skartgripa í fyrirtæki sem hún stofnaði og nefndi Ossa skart í höfuð Oddnýju ömmu sinnar að norðan. Ég átti langt símtal við Sif hvar sem hún var stödd - í Danmörku eða í Japan þá stundina og efnið varð til. Eftir það hringdi Vala til mín að morgni dags og bað mig að líta við í kaffi. Við eldhúsborðið heima á Einimelnum tók hún fram öskju og launaði fyrir Sif og sig á þann hátt sem engum öðrum var líkt. Eftir kaffið áttu Vala og Ves- turbæjarblaðið samleið og eftir að mér var sett húsbóndavald á þeim bæ var öryggi að vita af henni. Ráð og hugmyndir spruttu af því er virtist af óendalegum brunni. Ekki brást að lúta því leiðarljósi. Það var eins og hún sægi inn í tímann. Fjölskyldan, vinahópurinn stóri, Vesturbærinn og Vesturbæjar- blaðið eru fátækari. Þ ... nokkur kveðjuorð Nesstofa - Hús og saga - Ný sýning í Nesstofu sem fjallar um húsið og landlæknisembættið sem stofnað var árið 1760. Skemmtileg verkefni í boði fyrir fjölskyldur og frístundahópa. Opið alla daga nema mánudaga frá 13. júní - 31. ágúst kl. 13-17, ókeypis aðgangur. Nesstofa er hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Nánari upplýsingar: í síma 595 9100 eða 530 2200 www.thjodminjasafn.is Meirihlutaflokkarnir í borgar- stjórn vildu ekki samþykkja tillögu Sjálfstæðisflokksins um að lagst verði eindregið gegn flutningi á starfsemi Landhelgis- gæslunnar (LHG) frá Reykjavík og að lýst verði yfir fullum vilja borgarstjórnar til þess að búa þannig að starfsemi stofnunarin- nar í borginni að hún nái að þróast og eflast. Tillagan var lögð fram á síðasta fundi borgarstjórnar en í stað þess að samþykkja hana kaus meirihlutinn að vísa henni til meðferðar í borgarráði. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og flutningsmaður tillögunnar segir dapurlegt að vinstri meirihlutinn í borgarstjórn vilji ekki styðja það með afdráttarlausum hætti að starfsemi Landhelgisgæslunnar verði áfram í Reykjavík heldur vísi henni til nefndar. ,,Slík afgreiðsla vekur auðvitað spurningar um vilja vinstri meirihlutans fyrir því að Landhelgisgæslan verði áfram í borginni.“ Margir vilja fá LHG út á land Kjartan bendir á að árum saman hafi ýmis bæjarfélög úti á landi sótt það fast að starfsemi Land-helgisgæslunnar verði flutt þangað, annað hvort að hluta eða í heild. ,,Í vetur kom sú hugmynd fram í frægri skýrslu að flytja heimahöfn Gæslunnar í Skagafjörð en áður höfðu komið fram hugmyndir um Ísafjörð auk þess sem þingsályktunartillaga liggur fyrir Alþingi um að flytja stofnunina til Suðurnesja. Rétt er að borgarstjórn leggist eindregið gegn slíkum hugmyndum um flutning Landhelgisgæslunnar, hvort sem er að hluta eða í heild og lýsi jafnframt yfir fullum vilja til að búa þannig að starfsemi stofnunarinnar í Reykjavík, jafnt flugdeild sem skiparekstri, að hún nái áfram að þróast og eflast,“ segir Kjartan. Þyrlusveitin Stuðn ingsmenn þess að Landhelgisgæslan verði áfram í Reykjavík hafa fundið að því að sögn Kjartans að á sama tíma og hugmyndir komi sífellt fram um flutning stofnunarinnar út á land, heyrist lítið um málið frá kjörnum fulltrúum Reykvíkinga. Jafnvel hafi oddviti Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sjálfur lýst þeirri framtíðarsýn að þyrlusveit Landhelgisgæslunnar yrði staðsett á Akureyri í tengslum við uppbyggingu á sjúkrahúsþjón- ustu þar. ,,Það má vera að þarna sé komin skýring á því af hverju borgarfulltrúar Samfylkingarin- nar treysta sér ekki til að styðja afdráttarlausa tillögu um stuðning við áframhaldandi starfsemi Landhelgisgæslunnar í Reykjavík. Reyndar er líklegt að Gæslan neyðist til að finna þyrlusveit sinni nýjan stað ef áfram verður þrengt að flugvallarstarfsemi í Vatnsmýri eins og núverandi borgarstjórnar- meirihluti vinnur að undir forystu Dags,“ segir Kjartan. Gæslan er hátæknivinnustaður S t a r f s t ö ð v a r G æ s l u n n a r hafa flestar verið byggðar upp í Reykjavík og segir Kjartan skyns- amlegt að halda því fyrirkomulagi óbreyttu að ekki stærri stofnun sem þó hafi svo víðtækt hlutverk, verði áfram með aðalstöðvar sínar og meginstarfsemi í Reykjavík. ,,Öruggt er að það myndi hvorki auðvelda stjórnun á svo fjölbreyti- legri starfsemi né auka skilvirkni hennar að flytja hana í hlutum eða í heild út á land. Landhelgis- gæslan er hátæknivinnu'staður þar sem mörg störf eru sérhæfð. Mun auðveldara er að manna slík störf hæfu fólki hér á höfuðborgar- svæðinu en á litlu atvinnusvæði úti á landi. Einnig verður að hafa starfsfólk Gæslunnar og fjöls- kyldur þess í huga þegar fjallað er um þessi mál. Þetta er þéttur hópur einstaklinga sem margir hverjir búa að áratuga reynslu og þekkingu á sínu sviði og væri því mikið óþurftaverk að rífa starf- semina upp með rótum enda líklegt að margir starfsmenn litu svo á að með því væri í raun verið að segja þeim upp störfum.“ Kjartan segir auðvelt að sýna fram á að hagkvæmast og öruggast sé að aðalstöðvar og útgerð helstu tækja LHG sé í Reykjavík, m.a. vegna nálægðar við Landspítalann og fjölmennustu byggðarlög landsins. Þess vegna er það sjálfsagt í mínum huga að borgarstjórn lýsi yfir afdráttarlau- sum stuðningi við starfsemi Land- helgisgæslunnar í Reykjavík og að þar nái þessi starfsemi að vaxa og dafna,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. Sjálfstæðisflokkurinn vill Landhelgisgæsluna áfram í Reykjavík Kjartan Magnússon borgarfulltrúi. ... borgarstjórnarmeirihlutinn vísaði tillögunni til nefndar

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.