Vesturbæjarblaðið - Jun 2016, Page 5
5VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2016
ég man enn skelfingarsvipinn á
sumu fólki þegar ég bar þetta
erindi upp. Sumir umhverfðust
hreinlega því vestræn samvinna
átti sér mikið fylgi i þessum
bæjarhluta. Þarna sá ég að það
eina í stöðunni gegn herstöðinni
væri að gerast kommúnisti. Ég
gekk þá í Æskulýðsfylkinguna
sem var hálfgerður útivistarhópur
þar sem ekki var rætt mikið um
pólitík. Þarna var fólk sem var
í eðli sínu jafnaðarmenn – jafnvel
hreinir kratar en áttu enga samleið
sem Alþýðuflokknum sem var í
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
- flokkinn sem studdi hersetuna
hvað fastast. Snemma á áttunda
áratugnum fóru menn að koma
heim frá námi á Norðurlöndunum
sem höfðu kynnst ýmsum vinstri
hreyfingum þar. Trodskyistar
komu frá Svíþjóð og Maóistar sem
lögðu Rauða kver og kenningar
hins kínverska Maó formanns til
grundvallar lífsskoðun sinni komu
heim frá Noregi. Maóistarnir
lögðu Fylkinguna næstum undir
sig um tíma. Ég samdi lítið rit
sem ég kallaði Kommúnismi eða
kreddutrú 1976 og gaf það út
sjálfur. Ég gerði þetta af vanefnum.
Hannaði það í fjölritunarstofunni
í Menntaskólanum við Hamrahlíð
þar sem ég kenndi á þeim tíma
og það seldist fremur lítið. Um
þetta leyti fór ég að kynna hér
hugmyndir Trodsky is ta og
snerist á sveif með þeim. Taldi
að Trodskyisminn kæmist næst
hinum hreina Marxisma eins og
hann kemur fram í ritum Karls
Marx. Fylkingin var orðin nokkuð
Trodskysk á þessum tíma og
þegar ég kom til Frakklands
árið 1980 leitaði ég upp hóp
þeirra og gekk í lið með þeim
þótt mér fyndust Frakkarnir
vera nokkuð kreddufullir – voru
með alveg ákveðnar skoðanir á
stjórnmálum og á heimsmálunum
og lítinn sveigjanleika að finna
í hugarheimi þeirra. Í Danmörku
gekk ég til liðs við SAP Socialistisk
Arbejederparti. Þetta eru fámenn
samtök. Telja líklega um eitt
hundrað manns. Þetta er svona
samband heimilisleysingja á vinstri
vængnum á Danmörku. Náði þó að
fá sex menn kjörna á danska þingið
þegar best lét.“
Skrifaði um Guðberg og er
að ljúka við bók um Thor
Örn starfaði í Osló um þriggja
ára skeið en hélt þá aftur til
Kaupmannahafnar 1997 þar sem
hann hefur dvalið síðan eða í
tvo áratugi. Hann segir það hafa
verið gaman að staldra við í Osló
og fá tækifæri til þess að kynnast
Norðmönnum. Eftir Noregsdvölina
hefur Örn aðallega sinnt ritstörfum
og fengist nokkuð við þýðingar.
Hann starfaði meðal annars sem
dómtúlkur í málum nokkurra
Íslendinga sem náðust við að flytja
eiturlyf frá Hollandi. En snúum
okkur að bókunum sem Örn hefur
ritað. „Já – árið 1992 kom út bókin
Kóralforspil hafsins þar sem ég
fjalla um módernisma í íslenskum
bókmenntun og Seiðblátt hafið
kom út árið 2008.“ Örn hefur einnig
ritað bók um Guðberg Bergsson
rithöfund og verk hans og er nú
að leggja lokahönd á bók um Thor
Vilhjálmsson svo nokkurra sé
getið. „Ég man að ég hitti Guðberg
einhverju sinni í Austurstrætinu
þegar ég var að skrifa bókina um
hann. Ég hafði einhverju sinni
skrifað gagnrýni um hann í DV
sem ég veit ekki hvort hann var
ánægður með. En þarna tókum við
tal saman og ég sagði honum frá
því að ég væri að endurlesa bækur
hans mér til mikillar ánægju, sem
tók mig nærri þrjú ár og væri í
miðjum bókarskrifum. Guðbergur
er auk þess að vera afkastamikill
rithöfundur einn fremsti þýðandi
þjóðarinnar og hefur meðal
annars gert bókmenntir frá
hinum spænskumælandi heimi
aðgengilegar Íslendingum. Bókin
um Guðberg var um 300 blaðsíður
en ég geri ráð fyrir að bókin um
Thor verði um 180 síður. Það er
gaman að skrifa um Thor en
erfitt að nálgast sumar bóka hans
einkum þær eldri.“
Hún kom og síðan höfum
við verið saman
Örn kynntist síðari konu sinni
Peries í Danmörku en hún er frá
Kenía í Afríku. Hvernig bar það til
að afrísk kona varð fyrir valinu.
„Það er saga að segja frá því,“ segir
Örn og lítur brosmildur upp. „Ég
hafði ekkert verið að velta því fyrir
mér að eignast konu aftur en fór
svo að hugsa um að maður ætti
kannski að fara út og leita einhvers
félagsskapar stað þess að sitja
heima og horfa á sjónvarpið. Ég
ákvað að rölta út á kaffihús kvöld
nokkurt í því skini að hitta ef til
vill eitthvert fólk. Þegar ég kom
þangað sátu tvær þeldökkar konur
við borð. Ég gaf mig á tal við þær
og spurði hvort ég mætti tylla mér
hjá þeim. Ég náði í þrjá bjóra fyrir
okkur og settist svo hjá þeim. Við
áttum þarna ágætt spjall og mér
tókst meðal annars að fá upp hjá
annarri þeirra – þeirri sem mér leist
betur á hvar hún ynni. Og svo hófst
símatímabilið. Hún vann hjá Rauða
krossinum og ég fór að hringja í
hana. Í fyrstu vildi hún ekkert með
mig hafa. Kannaðist varla við að
við hefðum hist. En ég gafst ekki
upp. Hringdi aftur og aftur í heila
viku og að lokum kannaðist hún við
að hafa hitt mig á kaffihúsinu sem
að endingu leiddi til þess að hún
féllst á að hitta mig aftur á sama
stað. Hún kom og síðan höfum
við verið saman.“
Nýtt að kynnast Kenía
Örn segir að það hafi verið
nýtt fyrir sér að kynnast Kenía.
„Ég hef farið sex sinnum þangað
og þetta er að mestu mjög fallegt
land. Liggur við austurströnd
Afríku og miðbaugurinn gengur í
gegnum landið. Kenía er ívið stærra
en Frakkland – um 580 þúsund
ferkílómetrar að stærð og þar búa
um 28 milljónir manna. Suðurhluti
landsins er mjög gróðursæll og
þar eru mun fleiri íbúar. Ég hef
haft tækifæri til þess að kynnast
fjölskyldu Peries og haft gaman
af því og nú er ég reyna að læra
swahili sem er bantu tungumál
og talað um miðja autanverða
Afríku einkum í Kenía, Uganda og
Tansaníu. Kannski er ég orðinn
of gamall til þess að takast á við
nýtt og frábrugðið tungumál en ég
hef mjög gaman af því,“ segir Örn
Ólafsson um leið og hann yfirgefur
Háskólatorgið og heldur út í
regngrátt Reykjavíkurhádegið.
Örn segir árin í Lyon hafa verið góð. Gott hafi verið að kynnast
nýju umhverfi og gaman að fá innsýn í franska matargerð. Hér er
hann við kvöldverðarborðið heima í Lyon ásamt Agli þá sjö ára og
Ingibjörgu Ólafsdóttur fyrri konu sinni.
Öll rúnstykki á
80 kr.stk
Bergstaðastræti 13 - 101 Reykjavík - Sími 551 3083 - www.bernhoftsbakari.is
Fagmenska tryggir gæðin