Vesturbæjarblaðið - jun. 2016, Side 6

Vesturbæjarblaðið - jun. 2016, Side 6
6 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2016 Vo r i ð e r j a f n a n t í m i bílaáhugamanna og þá líta ýmiskonar fákar þeirra dagsins ljós á götum borgarinnar. Á meðal þeirra eru menn sem hafa sérstaka ánægju af því að láta bílana spóla með góðri inngjöf á malbiki svo mikil hljóð myndast þegar gúmmíið í hjólbörðunum nuddast við þurrt malbikið. Þessu fylgir einnig kapp um hver kemst fyrstur í mark þótt kappakstur sé ekki alltaf fylgifiskur spólaranna. Spólararnir fara jafnan af stað á kvöldin þegar önnur umferð er að mestu hljóðnuð til þess að eiga göturnar einir. Hávaði og óhljóð sem þessu fylgja falla ekki alltaf og reyndar sjaldnast í kramið hjá íbúum borgarinnar sem margir hverjir eru að ganga til náða eða gengnir um það leyti sem drunur vélfákanna og spólískur hefjast. Einkum hefur þessi hávaði pirrað íbúa Vesturbæjarins að undanförnu þótt víðar hafi verið spólað. Hefur lögregla þurft að hafa afskipti af ökumönnum sem haldið hafa vöku fyrir íbúum vestasta bæjarhluta og hefur reiði blossað upp á meðal íbúa sem tjá sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar segir að ökumenn haldi vöku fyrir fólki og spóli og spyrni víða um hverfið. Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi er einn þeirra sem hefur tjáð sig um málið. Hann segir þetta hafa gerst reglulega í mörg ár og íbúar standi ráðalausir gagnvart því. Einkum hefur þetta verið vandamál á hinu nýuppbyggða verslunar- og þjónustusvæði í Ánanaustum og Örfirisey. Lögreglan hefur reynt að fylgjast með þessu og sendi hún bíl á svæðin þar sem spólið fer fram slái það á akstursgræðgi ökuþóranna um stund en allt fari í sama farið þegar hún hverfur á braut. Því miður hefur lögreglan ekki nægilegan mannafla til þess að fylgjast með þessu eins og greinilega þarf. Akstursíþróttir eru viðurkenndur hluti af íþrótta- og keppnislífi en eiga rétt eins og önnur íþróttaiðkun að fara fram á sérstökum svæðum sem til þess eru ætluð en ekki á umferðargötum í þjónustu- og íbúðahverfum. Lögreglumenn ræða við spólglaða ökumenn í Örfirisey. Umtalsverðar framkvæmdir eru áætlaðar í byggingu atvinnu- húsnæðis á næstu misserum í mið- og vesturborginni. Byggt verður upp 300 fermetra atvin- nuhúsnæði á Nýlendureitnum og 1.665 fermetra atvinnuhús- næði á fyrstu hæð í Vesturbugt. Þar verða einnig 170 til 176 íbúðir og hyggst borgin kaupa 74 þeir ra og kjallara sem Bílastæðasjóður myndi eignast. Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri segir að hvergi verði gefið eftir í kröfum um gæði, langtímahugsun, sjálfbærni, og grænni hugsun um borg- arþróun. Það sé alltaf eitthvað mikið nýtt á meðan borgin er í vexti og blóma eins og núna er. Mikill vöxtur sé í ferðaþjónustu sem kalli eftir atvinnuhúsnæði fyrir gistingu en einnig rými fyrir bílaleigur, matvælafyrirtæki og samgöngufyrirtæki. Hann segir að þau hótelverkefni sem unnin hafi verið séu ekki nema um einn tíundi hluti af því sem byggt sé af íbúðahúsnæði. Hótel og veit- ingahús hafi verið 5,8 prósent af öllum framkvæmdum 2015 en fóru hæstu upp í rúmlega 12 prósent árin 2013 og 2014. Um 2000 fermetra atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði og íbúðir verða byggðar við Vesturbugt. - verður byggt í Vesturbænum og um 170 íbúðir Sangría fimmtudagar RESTAURANT- BAR PA SSIO N FR UIT CLASSICA CAVA BERRY Bakki af fjórum frábærum mini Sangríum aðeins 2.990 kr. Frábært til að deila og smakka PA SSIO N FR UIT CLASSICA CAVA BERRY Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is Spólgleði veldur reiði í Vesturbænum Foreldrar við leikskólann Gullborg hafa ákveðið að stofna Hollvinafélag Leikskólans Gullborgar sem mun m.a. standa fyrir fjáröflun fyrir skólann. Í frétt frá hinu nýstofnaða félagi segir m.a. að Leikskólar í Reykjavík hafi staðið frammi fyrir miklum niðurskurði að undanförnu. Margir foreldrar hafa lýst yfir áhuga á að styðja frekar við skólastarfið m.a. með kaupum á leikföngum og fleiru svo unnt sé að veita frekar fjármunum í starfsmannahald og matarinnkaup, en gerð hefur verið krafa um talsverðan niðurskurð á þeim sviðum. Félagið er með facebook síðu, sem finna má með því að leita að Hollvinafélagi Leikskólans Gullborgar á facebook, og netfangið hollvinirlg@gmail.com. Á facebook síðu félagsins munu birtast fréttir um skólann og upplýsingar um þá söfnun sem verður í gangi hverju sinni. Fyrsta söfnunin fyrir leikskólann hefst von bráðar. Foreldrar barna á Gullborg stofna hollvinafélag Frá sumarhátíð á Gullborg. AUGL†SINGASÍMI 511 1188

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.