Vesturbæjarblaðið - jun 2016, Qupperneq 8
8 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2016
SVÍNVIRKAR
FYRIR HÓPA
SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is
ELDHÚSIÐ
ER OPIÐ
11.30–23.30
KJALLARINN á Sæta svíninu er ný og skemmtileg
aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum.
KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni;
hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð,
bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu.
FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL
• Sæti fyrir allt 60 manns
– hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu
• Skjávarpi og tjald
• Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði
• Bar
• Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur
Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi
veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar.
Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp!
GASTROPUB
Þau tímamót urðu í vor
í 60 ára sögu Neskirkju að
s r. S t e inunn Ar nþrúður
Björnsdóttir var ráðin prestur
við kirkjuna og er hún þar
með fyrsta prestvígða konan
sem þar er skipuð til þjónustu.
Svo skemmtilega vill til að
fyrsta messa sr. Steinunnar við
Neskirkju, verður 19. júní, á
sjálfan kvenréttindadaginn.
Messan mun bera svip dagsins,
bæði í tónlist og tali og spurt
verður um þátt trúar í réttinda-
baráttu hópa sem eiga undir
högg að sækja. Þá verður sjónum
beint að konum sem eru flótta-
menn og hælisleitendur. Með því
svarar Neskirkja ákalli kirknaráðs
Evrópu um að kirkjur um alla
álfuna fjalli um og veki athygli á
hlutskipti flóttafólks í messum
19. júní, daginn fyrir flótta-
mannadag Sameinuðu þjóðanna.
Að lokinni messu verður að
vanda boðið upp á kaffisopa
á Kirkjutorgi.
Fyrsta messa séra Steinunnar í
Neskirkju verður á kvennadaginn
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir er fyrsti kvenpresturinn í Neskirkju
og mun flytja fyrstu messu sína í kirkjunni á kvennadaginn 19. júní.
Þemadagar voru haldnir í Landakotsskóla
í byrjun maí. Á þemadögunum var unnið með
frelsishugtakið og fjögur mismunandi efni þess
tekin til umfjöllunar. Þau voru rétturinn til þess að
láta skoðanir sínar í ljósi, tjáningarfrelsið, skoðana-
og trúfrelsi og félagafrelsi. Í fréttinni er stuðst við
greinargerð tveggja nemenda við skólann sem
tóku saman afrakstur þemadaganna.
Á fyrsta degi var byrjað á því að setjast í hring.
Börnin réttu upp hönd og sögðu hvað þau héldu að
hver og ein grein þýddi. Síðan var útskýrt fyrir þeim
efni hverrar greinar. Skrifað var niður hvað hver
og einn sagði og það var sett upp á töflu þannig að
börnin gætu séð hvaða hugmyndir komu fram. Síðan
var börnunum skipt í fjóra hópa. Hver hópur fékk
eina grein sem þau áttu að útfæra á plakat. Börnin
réðu hvernig þau myndu setja verkefnið fram, annað
hvort að teikna eða klippa út form. Einn í hópnum
var skipaður ritari og sá um að skrifa lengri texta um
greinina.
Á öðrum degi komu börnin saman inni í stofu þar
sem þau bjuggu til andlit og hendur, hugsanablöðrur
og talblöðrur. Þau skrifuðu í blöðrurnar það sem
tengdist þeirri grein sem þau voru að vinna með. Að
því loknu fór einn hópurinn í video upptöku og sýndi
það sem hann hefur verið að vinna með.
Á þriðja degi luku allir við plaggötin sín og unnar
voru videóupptökur Nemendur bjuggu til tré þar
sem nöfn barnanna voru skrifuð á greinarnar. Síðan
voru verkefni barnanna hengd upp.
Fjallað um frelsishugtakið
Þemadagar í Landakotsskóla
Fermingar
í Neskirkju
Skráning hafin í
s. 511 1560 eða
á runar@neskirkja.is
Sumarnámskeið
15. - 18. ágúst
Ferð í Vatnaskóg
9. - 11. september
Viðburðir og fræðsla
allan veturinn
Nánari upplýsingar
á neskirkja.is