Vesturbæjarblaðið - jún. 2016, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2016
www.borgarblod.is
Óli Gunnar Gestsson heitir ungur Vesturbæingur
sem fermdist í vor og ákvað að nota hluta
fermingarpeninganna til að kaupa sláturorf svo
hann væri betur búinn en á síðasta sumri þegar
hann gekk í hús og bauð fólki að slá grasið fyrir
þau fyrir litla greiðslu þar sem hann var að safna
fyrir æfingaferð í körfubolta til Serbíu.
Nú fer Óli Gunnar aftur í körfuboltaæfingarferð
til Serbíu og hann ætlar sér að bjóða fólki sem
hefur af einhverjum ástæðum ekki slegið grasið
hjá sér eins og á síðasta sumri eða fólki sem ekki
hafði sláttuvél að slá fyrir þau. Núna er hann mjög
einbeittur og vill gera þetta mun betur en í fyrra
og er til þess mjög vel undirbúinn með nýju vélina
sína. Við skólaslit Hagaskóla útbjó hann auglýsingu
með afrifum með farsímanúmeri sínu sem fólk gat
ritið númerið af og geymt hjá sér hefði það áhuga
á fá hann til þess að slá fyrir sig. Síðan fór hann um
hverfið í kringum Melhaga og hengdi auglýsing upp
auk þess sem hann fékk leyfi til þess að hengja upp
auglýsingu í Melabúðinni.
Foreldrarnir stoltir
Faðir hans segist mjög stoltur af þessu framtaki.
„Ég er sérstaklega ánægður með þetta framtak hans
vegna þess að eftir veikindi sem ég varð fyrir fyrir
nær þremur árum er ég óvinnufær og fjárráðin
dregist saman samkvæmt því.“ Hann kvaðst vona að
garðsláttuvélarmáli rætist hjá honum og að hann fái
eitthvað að gera með nýju vélina. Hann ætti að geta
unnið sér þá fjármuni sem hann lagði í sláttuvélina
til baka og eitthvað fyrir Serbíuförinni. „Við lögðum
nokkra vinnu í kaupin. Fórum á flesta staði sem selja
sláttuvélar til þess að skoða og vanda valið og fyrir
valinu varð vél sem nýtist bæði sem lítil sláttuvél og
sláttuorf til þess snyrta kanta og með fram húsum
svo fólk þurfi ekki að leggjast á fjórar fætur til þess
að klippa grasið sem sláttuvélar ná auðvitað ekki
til. Ég vona að með því að segja frá þessu framtaki
hans geti það orðið til þess að aðrir krakkar líti
aðeins upp frá tölvunum í sumarfríinu og finni sér
fleiri viðfangsefni.“
Óli Gunnar slær fyrir
Vesturbæinga
Óli Gunnar Gestsson.
Nýr blómasöluskáli
rís við Birkimel
Reisa á nýjan blómasöluskála við Birkimel en blóma-
söluskálinn þar sem Blómatorg hefur verið til húsa er horfinn.
Húsin voru rifin nýlega en til stendur að byggja um 75 fermetra
átthyrnt hús á lóðinni.
Ætlunin er að selja blóm í hinu nýja húsi þegar það verður komið
upp en Sigurður Þórir Sigurðsson eigandi Blómatorgs hefur komið
fyrir gám á lóðinni þaðan sem hann ætar að veita Vesturbæingum
og öðrum þjónustu á meðan nýja húsið verður í byggingu.
Blómasöluskálinn á sér langa sögu. Sigurður Guðmundsson
garðyrkjumaður faðir Sigurðar Þóris byggði húsið og var fyrri
hluti þess reistur 1949 en hinn síðari 1955. Lengi var rekin sjoppa í
þeim hluta eða allt fram til ársins 2000 undir heitinu Birkistaurinn.
Blómasala hefur farið fram á horni Birkimels og Hringbrautar í
67 ár og mun verða framhaldið í nýju húsi þegar það verður risið.
Blómaskúrinn við Birkimel. Hér hafa Vesturbæingar verslað blóm
í á sjöunda áratug og keypt kók og prins póló um langt árabil en
sjoppurekstrinum var hætt um síðustu aldamót. Nú hafa skúrarnir
vikið og nýtt blómasöluhús mun rísa á lóðinni.
SUÐURSTRÖND 10, SELTJARNARNESI
Ný heimasíða: www.systrasamlagid.is
www.facebook.com/Systrasamlagid
Sími: 511 6367
AFGREIÐSLUTÍMI:
Mjúkir mánudagar: 10 - 18.
Þri. - fös.: 9 - 18.
Laugardagar: 10 - 16.
Draumur á Jónsmessunótt
FLOTHETTAN –
fyrir draumkennt
sumar!
„Ég get ekki talað
nógu fallega um Sveita-
Samflotin og Flothettuna
hennar Unnar Valdísar.”
Thelma Björk jógakennari.
LÆKKAÐ VERÐ: 16.500 kr.
LÍFRÆNN
ESPRESSÓBAR!
Súrdeigssamlokur,
þeytingar, Acai skál,
chiagrautar, croissant,
kökur og margt, margt
fleira.
Alltaf úr besta hráefninu.
MÖNTRU ARMBÖND – fallegasta útskriftargjöfin?
Silfruð, gyllt, rósagull.
Einstakt veganesti út í lífið.
Gefandi möntrur/þulur/orð.
Verð: 6.500/7500 kr.
- annað árið sem hann stundar garðslátt í Vesturbænum
og vinnur sér fyrir körfuboltaferð til Serbíu.