Vesturbæjarblaðið - jun. 2016, Side 16
16 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2016
Miklar framkvæmdir hafa
staðið yfir í heilt ár í JL húsinu
og nú í maí opnuðu Oddsson
hostel og veitingastaðurinn
Bazaar dyr sínar fyrir gestum.
Bazaar teygir sig eftir endilan-
gri 1. hæð með kaffihúsi, bar og
veitingastað sem mætir ólíkum
þörfum gesta yfir daginn. Kaffi-
húsið hefur á boðstólum kaffi
frá Kaf fitár, heilsusamlega
smoothies og gómsætt bakkelsi
frá 7:00 á morgnana og fram
að kvöldi.
Aðstaðan er frábær hvort sem
gestir mæla sér mót við vini eða
viðskiptafélaga eða eru að leita
eftir friði til að vinna með far-
tölvu eða einfaldlega til að njóta
útsýnis yfir Esjuna yfir kaffibolla í
amstri dagsins.
Matur og vín á
heimsmælikvarða
Undir áhrifum matargerðar frá
Miðjarðarhafinu býður Bazaar
gestum upp á girnilegan Bistro
matseðil í hádeginu og glæsilegan
kvöldseðil þegar líður á daginn.
Ekta ítalskar pizzur, heimagert
pasta og hamborgari með truffle
frönskum er þar m.a. að finna.
Hinn margreyndi landsliðskokkur,
Eyþór Rúnarsson er enginn auk-
vissi þegar kemur að matargerð
og vinnur hann jöfnum höndum
að elda úr fiski, kjöti og grænmeti.
Eyþór hefur víðtæka reynslu
bæði hérlendis og frá Michelin
stöðum í Danmörku og fór fyrir
kokkalandsliðinu um árabil.
Eyþór var yfirmatreiðslumaður á
Gló áður en hann gekk til liðs við
Bazaar, hann er því á heimavelli
þegar kemur að grænmetisrét-
tum og hollustu. Bazaar státar af
góðu úrvali vína þar sem er að
finna sjaldgæf vín í bland við mar-
grómuð verðlaunavín frá Ítalíu.
Lifandi tónlist og
Karaoke
Á sólardögum er tilvalið að
setjast á pallinn í portinu hvort
sem er í mat eða kaffi. Að sögn
Guðjóns Þórs Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra Bazaars, hefur
verið ánægjulegt að sjá bæði
Vesturbæinga sem og aðra gesti,
unga sem aldna, koma til að sjá
þá andlitslyftingu sem gerð hefur
verið á stað sem allir Reykvík-
ingar þekkja vel. “Fyrstu vikurn-
ar hafa sýnt það að JL húsið
þjónar enn í dag breiðum hópi
viðskiptavina eins og það hefur
gert í áratugi.”
Alla daga á milli klukkan 16 og
18 er “Happy hour” á barnum en
hann er brú á milli kaffihússins og
veitingastaðarins. Á fimmtudags-
kvöldum er alltaf lifandi tónlist
og barþjónar hrista framandi kok-
teila öll kvöld. Fyrir þá sem vilja
þenja eigin raddbönd þá er hægt
að taka Karaoke herbergið á leigu
bæði fyrir smáa sem stóra hópa.
Brunch um helgar
Um helgar bregður Bazaar sér
í annan búning og framreiðir
brunch á milli 11.30 og 15:00
bæði laugardaga og sunnudaga.
Þá er hægt að gera sér steik
með bernaise að góðu, glæsilega
eggjarétti og ef gestir vilja eitt-
hvað sætara, að fá sér klassískar
amerískar pönnukökur með
hlynsýrópi.
Bazaar nýr veitinga-
staður í JL húsinu
Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR
Komdu við á APOTEK KITCHEN+BAR
og taktu með þér úrvals steikur
og hamborgara í grillveisluna.
ALVÖRU
STEIKUR
OG
BORGARAR
SEM ÞÚ ELDAR HEIMA!
Gott er að panta með dags fyrirvara í síma 551 0011 eða senda
póst á apotek@apotekrestaurant.is. Einnig er hægt að prufa
að hring ja samdægurs ef upp kemur skyndileg grillþörf.
STEIKUR
• Rib eye u.þ.b. 350g 5.900 kr./kg
• Nautalund u.þ.b. 250g 5.900 kr./kg
• Prime T-bone, 30 daga dry-aged, u.þ.b. 600g 8.900 kr./kg
• Prime NY strip steik, 30 daga dry-aged, u.þ.b. 450g 8.900 kr./kg
• Dry-aged rib eye, 60 daga, u.þ.b. 350g 13.900 kr./kg
• Prime rib eye, 280 daga kornfóðrað, u.þ.b. 350g 9.900 kr./kg
HAMBORGARAPAKKINN
• Fjórir 175g Apotek borgarar úr sérvaldri rumpsteik og ri§um
• Fjögur heimabökuð brioche-brauð
2.500 kr.
STEIKAR- OG HAMBORGARAPAKKINN
• Tvær nautalundir u.þ.b 250g/stk.
• Tveir 175g Apotek borgarar úr sérvaldri rumpsteik og ri§um
• Tvö heimabökuð brioche-brauð
4.500 kr.
Guðjón Ingi skrifar og gefur
út bók um Lars Lagerbäck
Lars Lagerbäck og íslenskan landsliðið heitir nýútkomin
bók eftir Guðjón Inga Eiríksson. Í henni er rakinn ferill hins
sænska landsliðsþjálfara Íslands áður en hann tók við
landsliðsþjálfarastarfi Íslands, fjallað um aðdragandann að
ráðningu hans hingað til lands og um samstarf og verkaskiptingu
hans og Heimis Hallgrímssonar, uppbyggingu blaðamanna- og
liðsfunda þeirra og farið yfir alla landsleiki Íslands, allt frá því að
þeir tóku þar við stjórn og fram að þeim síðustu.
Er þá fátt upp talið, en bókin er í senn bæði skemmtileg og
fræðandi.
Formála að bókinni ritar Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska
karlalandsliðsins í handbolta, sem varð Evrópumeistari undir
hans stjórn í janúar síðastliðnum. Þar kemur hann m.a. inn á
hugarfar sigurvegarans og ættu allir sem tengjast íþróttum og
fyrirtækjarekstri að lesa það sem hann hefur fram að færa – vilji þeir
á annað borð vera í sigurliði. Það er Bókaútgáfan Hólar í Breiðholti
sem gefur bókina út.
Kápa bókar Guðjóns Inga um
Lars Lagerbäck.