Vesturbæjarblaðið - Jun 2016, Page 19
19VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2016
KR-síÐan
Handknattleiksdeild KR mun bjóða upp á
veglegan Handboltaskóla nú í ágúst fyrir börn
fædd 2004 til 2010. Allir eru velkomnir í skólann
og byrjendur hvattir sérstaklega til að mæta.
Námskeiðið hefst 8. ágúst og verður krökkum
skipt upp eftir aldri til að koma til móts við
þarfir allra.
Áhersla verður lögð á tækniæfingar bæði út
frá varnar- og sóknarleik. Einnig á skot- og
gabbhreyfingar, leiki og spil. Brjáluð skemmtun
allan tímann þar sem allir eiga finna eitthvað við
sitt hæfi, segir í frétt frá KR. Grillveisla verður
haldin í lok námskeiðsins þann 19. ágúst þar sem
öllum þátttakendum er boðið. Æfingarnar fara
fram á milli kl. 09.00 og 12.00 og boðið verður
upp á barnagæslu frá kl. 08.30. Skólastjóri
námskeiðsins verður Ágúst Jóhannsson, þjálfari
mfl. karla og fyrrverandi landsliðsþjálfari. Þjálfarar
á námskeiðinu verða þjálfarar yngri flokka
félagsins og þeim til aðstoðar verða leikmenn
meistaraflokks karla. Hvor vika kostar fimm
þúsund krónur eða báðar tíu þúsund.
Handboltaskóli KR í ágúst
GETRaUnanÚMER
KR ER 107
Ágúst Þór Jóhannsson hefur
verið ráðinn sem þjálfari meista-
raflokks karla í handknattleik hjá
KR en auk þess mun Ágúst starfa
sem yfirþjálfari yngri flokka
handknattleiksdeildarinnar.
Allir sem koma að málum hjá
handknattleiksdeild KR eru afar
spenntir fyrir samstarfinu við
Ágúst. Segja má að þjálfarinn sé
kominn heim á ný en Ágúst er
uppalinn KR-ingur og lék fjölmarga
leiki fyrir félagið í handknattleik,
bæði í yngri flokkum og meistara-
f lokki, ásamt því að sinna
þjálfun hjá félaginu. Ágúst hefur
gríðarlega reynslu sem þjálfari
og mun koma hans án efa verða
félaginu mikil lyftistöng.
Nýjir leikmenn
Nokkrir nýir liðsmenn hafa bæst
í raðir Handknattleiksdeildar KR á
þessu vori. Arnar Jón Agnarsson
hefur undirritað tveggja ára
samning við handknattleiksdeild
KR. Arnar Jón þarf vart að kynna
fyrir KR-ingum enda hefur hann
verið í félaginu sl. fjögur ár bæði
sem þjálfari og leikmaður. Arnar
Jón býr yfir geysilega mikilli
reynslu sem leikmaður og hefur
komið víða við. Arnar Jón, sem
er uppalinn hjá Breiðabliki hefur
meðal annars leikið í Noregi og
svo með Stjörnunni, Haukum og
KR hér á landi.
Sigurbjörn Markússon
H a n d k n a t t l e i k s d e i l d K R
hefur náð samkomulagi við
Sigurbjörn Markússon, en hann
hefur gert tveggja ára samning
við KR. Sigurbjörn er 19 ára og
uppalinn KR-ingur. Hann spilar
sem línumaður og er einnig mjög
góður varnarmaður. Sigurbjörn
er f ramtíðar le ikmaður hjá
KR og hefur verið viðloðandi
unglingalandslið Íslands.
Friðgeir Elí og Þórir
Jökull
Tveir nýir leikmenn munu
bætast við leikmannahóp félagsins
fyrir komandi keppnistímabil.
Þeir Friðgeir Elí Jónasson og Þórir
Jökull Finnbogason hafa báðir gert
tveggja ára samning við handknat-
tleiksdeild KR.
Friðgeir Elí sem er 28 ára
lék síðast með Gróttu en hefur
einnig leikið með Fram. Hann er
örvhentur hornamaður sem getur
einnig leikið sem skytta. Friðgeir
hefur leikið rúmlega 100 leiki í
meistaraflokki og á eftir að nýtast
liðinu vel. Þórir Jökull er einnig
28 ára gamall og hefur leikið
allan sinn feril með Gróttu að
undanskildu einu keppnistímabili
þar sem hann lék með Molde
í Noregi. Þórir Jökull getur bæði
leikið sem skytta og hornamaður
og er gríðarlega útsjónarsamur
leikmaður. Þórir Jökull býr yfir
mikill reynslu en hann hefur leikið
tæplega 200 leiki í meistaraflokki.
Enn bætist í hópinn
Handknattleiksdeild KR hefur
náð samkomulagi við Hrafn
Valdísarson, en hann hefur gert
tveggja ára samning við KR.
Hrafn er 22 ára og spilar stöðu
markmanns. Hrafn er uppalinn
Stjörnumaður, en spilaði með
KR á síðasta tímabili. Hrafn
var fyrirliði félagsins og er
mjög mikilvægur hlekkur í
framtíðaruppbyggingu KR.
-nýir liðsmenn hjá KR
Ágúst Þór Jóhannsson ásamt Björgvini Frey Vilhjálmssyni, formanni
handknattleiksdeildar KR.
Ágúst Jóhannsson ráðinn
þjálfari meistaraflokks
Handknattleiksdeild KR
Sigurður Þorvaldsson
genginn í KR
KR hefur gengið frá tveggja
ár samningi við framherjann
Sigurð Þorvaldsson.
Sigurður hefur leikið undanfarin
ár með Snæfelli og vann þar einn
Íslandsmeistaratitil og tvo bikar-
meistaratitla. Sigurður skoraði 14
stig og tók 6 fráköst að meðaltali
á leik á síðasta keppnistímabili.
Hann hefur leikið fjölda land-
sleikja með A-landsliði Íslands
og yngri landsliðum. Við bjóðum
Sigurð hjartanlega velkominn
í Vesturbæinn.
Körfuknattleiksdeild KR
Sigurður Þorvaldsson.
Gómsæti í göngufæri
Geirsgata 1 • Sími 511 1888
Söfnunarkassar í Vesturbænum eru m.a. við:
Sundlaugina • Shell • Skátaheimili
– gefðu okkur tækifæri!