Vesturbæjarblaðið - dec 2017, Qupperneq 12

Vesturbæjarblaðið - dec 2017, Qupperneq 12
12 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2017 Risin er sex hæða nýbygging við Tryggvagötu 13 við hlið Borgarbókasafnsins. Safnið fær aukið rými í byggingunni en margvísleg starfsemi verður í húsinu. Verslunar- og þjónustuhúsnæði er á fyrstu hæð en íbúðir og skrifstofurými á efri hæðum. Um er að ræða 38 íbúðir í húsinu, allt frá 55 fermetra stúdíóíbúðum upp í rúmlega 160 fermetra íbúðir. Húsið er í samræmi við byggingar sem fyrir eru á reitnum. Það mun einnig rúma aukna starfsemi og þjónustu Borgarbókasafnsins auk þess sem aðgengismál verða stórbætt í safninu. Nýbygging við Tryggvagötu Nýbyggingin við Tryggvagötu 13. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir ÞORLÁKSMESSUSKATA Verbúð 8 við Geirsgötu, 101 Reykjavík, Sími 553 1500 Frá 17. des. bjóðum við upp á upp á skötu alla daga frá hádegi til kvölds fram að jólum, kr. 2.350.- fyrir manninn. Pantið tímanlega fyrir Þorláksmessuna því færri komast að en vilja. Pöntunarsími 553 1500. Munið heimasíðuna www.saegreifinn.is Eins og undanfarin ár verður völdum götum í miðborginni breytt í göngugötur hluta úr aðventunni. Tímabil göngugatna í ár helst í hendur við lengdan afgreiðslutíma verslana í miðborginni og verður því að þessu sinni frá 14. til 23. desember. Göngugötusvæðið verður eins og áður Laugavegur og Bankastræti milli Vatnsstígs og Þingholtsstrætis, Skólavörðustígur neðan Bergstaðastrætis, Pósthússtræti milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis og Austurstrætið ásamt Veltusundi og Vallarstræti. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir að aðventan sé vinsæll árstími í miðborginni og eftir því sem nær líði að jólum megi búast við miklum fjölda fólks í miðborginni, til að versla, sækja menningu og viðburði eða gera vel við sig á annan hátt í undirbúningi hátíðarhaldanna. Nokkurrar óánægju hefur gætt á meðal verslanaeigenda einkum við neðanverðan Skólavörðustíg og Laugaveg með að loka fyrir bílaumferð og vilja þeir meina að lokanirnar fæli fólk frá Miðborginni. Göngugötur í miðborginni á aðventu Gangandi vegfarendur fá að njóta sín í mið- borginni á aðventunni því allar helgar til jóla verða valdar götur göngugötur frá kl. 13 á laugardegi til kl. 8 á mánudagsmorgni. Á Þorláksmessu og á aðfangadag verða göngugötur opnar frá klukkan 15.00. Gómsæti í göngufæri Geirsgata 1 • Sími 511 1888

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.