Vesturbæjarblaðið - des. 2017, Blaðsíða 16

Vesturbæjarblaðið - des. 2017, Blaðsíða 16
Kjötkompaníið er komið í Vesturbæinn og hefur opnað glæsilega búð á Grandanum. Búðin er staðsett þar sem Matar- búrið var áður til húsa. Fyrirtæki er átta ára gamalt. Var stofnað 2009 og hefur verið með starfse- mi sína í Hafnarfirði frá upphafi. Nú er það komið á hinn enda höfuðborgarsvæðisins. Af hverju varð hann fyrir valinu. Vestur- bæjarblaðið settist niður með Jóni Erni Stefánssyni eiganda Kjötkompanísins einn kaldan vetrarmorgun á Grandanum. “Við höfum verið í Hafnarfirði frá því fyrirtækið var stofnað og vorum farin að horfa til þess að opna verslun annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Umsvifin voru farin að kalla eftir því. Við vorum lengi búin að horfa á þetta svæði en þegar tækifærið bauðst varð ekki aftur snúið. Þetta er hentugt pláss fyrir starfsemi okkar og þarna var verslunin Matarbúrið með kjötvörur áður. Við horfðum til þeirrar miklu uppbyggingu í verslun og þjónustu sem verið hefur á þessu svæði og er ekki lokið. Þarna er iðandi mannlíf alla daga vikunnar og ánægjulegt að vera kominn í þennan hóp.” En hvað er k jö tkompaní . “Kjötkompaní er kjötverslun sem leggur áherslu á sérunnar kjötvörur. Við vorum búin að vera með þessa hugmynd í höfðinu í nokkurn tíma þegar við fórum af stað 2009. Við höfðum mikla trú á henni og bjartsýnin og trúin á að þetta myndi ná til fólks rak okkur af stað. Nei – við höfðum aldrei áhyggjur af að vera staðsett í Hafnarfirði. Starfsemi hefur farið stig vaxandi alveg frá því að við byrjuðum.” Veitingar á pari við það sem er á veitingahúsum Jón er búinn að vera viðloðandi kjötvinnslu í tæpa tvo áratugi. Hann er matreiðslumeistari að mennt og lærði á sínum tíma hjá Skúla Hansen á Arnarhóli. Hann segir að um það leyti hafi opnast nýjar víddir í veitingarekstri sem hægt hafi verið að vinna úr. Hluti af hugmyndinni að baki Kjötkompaní hafi strax verið að geta boðið fólki heildarlausnir í matarkaupum. “Heildarlausnirnar urðu strax vinsælar. Fólk hefur lítinn tíma í dag til að standa í mikilli matargerð heima fyrir og frá okkur á fólk að geta farið heim með veitingar sem eru á fyllilega á pari við það sem gerist á veitingahúsum út í bæ.“ Fólk kemur með óskir og við vinum úr þeim. Við meðhöndlum kjötið og meðlæti með því. Kartöfurétti, sósur og annað sem til þarf. Þetta gildir bæði fyrir stærri veislur og minni. Matarboð á heimilum og jafnvel borð fyrir tvö ef því er að skipta. Í eldhúsinu okkar í Hafnarfirði framleiðum við allt meðlæti með máltíðum bæði stórum og smáum. Þar framleiðum við til dæmis allar sósur og eftirrétti sem við höfum tilbúna á boðstóðum. Við höfum það líka sem markmið að fram leiða sem mest sjálf af þeim vör um sem við selj um og gerum miklar kröfum um það kjöt sem við erum að meðhöndla hverju sinni.” Verkunin er mikilvæg Nautakjötið er aðall Kjöt- kompanísins. Jón segir ákaflega mikilvægt að allt kjöt fái góða verk un. Nautakjötið verði til dæmis að hanga og við rétt hitastig í talsverðan tíma svona 25 til 30 daga áður en hægt er að meðhöndlað það til eldamennsku. Margir hafa átt í erfiðleikum með að matbúa góðar máltíðir úr nautakjöti . Fólk virðast ekki alltaf hafa náð tökum á eldamennskunni. “Þetta er alveg rétt,” segir Jón. “Fólk hefur verið að koma til okkar bæði til að versla og fá ráðleggingar. Þetta getur átt sér ýmsar orsakir. Að fólk hafi ekki fengið nægilega gott hráefni Nautakjötið er vandmeðfarið og ef það er ekki látið hanga nægilega lengi og meirna getur það leitt til þess að það verði seigt. Svo þarf líka að passa eldunaraðferðirnar. En með réttri meðhöndlum og eldun er hægt að búa til úrvals rétti úr nautakjöti. 16 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2017 Nautalund Wellington með villisveppasósu Nauta lund Wellington Hráefni: 1,4 kg. nauta lund smjördeig olía (til steikingar) 1000 g sveppir, saxaðir 3 dl saxaður skalotlaukur 250 ml púrtvín sjávarsalt og nýmalaður pipar 2 egg (til penslunar) 3 msk ólívuolía 1 stk hvítlauksgeiri 6 sneiðar skinka Einn stilkur ferskt timjan ½ til 1 dl ljóst rasp Aðferð: Byrjið á því að steikja sveppina á pönnu í 3-4 mínútur, setjið þá laukinn og hvítlaukinn saman við og steikið áfram í nokkrar mínú- tur, hellið þá púrtvíni á pönnuna og sjóðið vel niður að lokum bætið raspi saman við og kryddið til, kælið síðan. Steikið nauta lundina vel á öllum hliðum kryddið með sjávarsalti og nýmöluðum pipar og kælið. Takið smjördeigið og fletjið það út í hæfilega þykkt, smyrjið sveppamauki á miðju deigsins og leggið lundina ofan á, setjið einnig sveppamauk ofan á lundina og pakkið síðan lundinni inn í deigið, penslið samskeyti með eggjum. Penslið allt deigið með eggjum og bakið í ofni við 190 – 200 °c í 20 – 30 mín eða með kjarnhitamæli í 52° í kjarna. Látið síðan standa í ca 10 mínútur áður enn skorið er. Villisveppasósa Hráefni: 20 gr villisveppir þurrkaðir 350 ml vatn (heitt) 500 ml Rjómi (matreiðslurjómi) 30 gr smjör Ferskt timjan (bara lítið) 1 stk laukur saxaður Sjávarsalt og nýmalaður pipar Nautakjötkraftur Aðferð: Sveppirnir eru settir í skál og heitu vatni hellt yfir, látið standa í ca hálftíma síðan er vatninu hellt af sveppunum og vatnið er geymt en sveppirnir eru saxaðir gróft. Smjörið er hitað á pönnu, laukurinn settur á pönnuna og látinn krauma í ca 3-4 mínútur, sveppunum bætt saman við, kryddað með sjávarsalti, ferku timjan, nýmöluðum pipar og kjötkrafti síðan er rjómanum bætt samanvið og látið sjóða í ca 10 til 15 mínútur. Njótið vel. Jón Örn Stefánsson. Farið að spyrja um nautakjöt á jólaborðið - segir Jón Örn Stefánsson í Kjötkompaníinu sem verslar nú á Grandanum Jón Örn Stefánsson ásamt eiginkonu sinni fyrir utan Kjötkompaní á Grandanum. s FLUGELDASÝNING Í SAMSTARFI VIÐ KR-FLUGELDA kl. 18:45 MELASKÓLI Kl. 18:00 ÞRETTÁNDAHÁTÍÐ 6. JANÚAR 2018 KVEIKT Í BRENNUNNI kl. 18:30 HÁTÍÐIN HEFST KL. 18.00 VIÐ MELASKÓLA - ÞAR VERÐA SUNGIN NOKKUR LÖG OG SÍÐAN GENGIÐ MEÐ BLYS AÐ BRENNUNNI Á ÆGISÍÐU. HRESSANDI VEITINGAR Á VÆGU VERÐI FORELDRAFÉLÖG VESTURBÆJAR-, GRANDA-, HAGA- OG MELASKÓLA, TJÖRNIN FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐ OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ VESTURBÆJAR, MIÐBORGAR OG HLÍÐA Styrktar- og samstarfsaðilar UNGMENNI ÚR GRUNNSKÓLUM VESTURBÆJAR LEIÐA FJÖLDASÖNG VIÐ MELASKÓLA. UNDIRLEIKARI: SVEINN BJARKI TÓMASSON

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.