Vesturbæjarblaðið - dec 2017, Qupperneq 27
Níu KR ingar hafa verið valdir í yngri landslið
karla í knattspyrnu en æfingar fara fram milli jóla
og nýárs.
Þeir leikmenn sem hafa verið valdir í landslið U19
eru; Atli Hrafn Andrason, Ástbjörn Þórðarson, Ólíver
Dagur Thorlacius, og Guðmundur Andri Tryggvason.
KR ingar eiga einnig leikmenn í yngri landsliðum
kvenna líkt og karla en þær eru: Kristín Erla Ó.
Johnsson, Emilía Ingvadóttir og Alma Gui Mathiesen.
27VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2017
GETRAUNANÚMER
KR ER 107
Sími: 588 9705
www.skautaholl.is
Opnunartímar:
Mánud. Þriðjud. og miðvikud.
13:00-14:30
Fimmtudaga
13:00-14:30 og 17:00-19:30
Föstudaga
13:00-14:30
Laugardaga og sunnudaga
13:00-17:00
Skólar og sérhópar:
Mánudag til föstudags 10:00 til 15:00.
KR-ingar í yngri landsliðum
Hin árlega afhending mark-
mannabikars KR fór fram 25.
nóvember sl, Markmannafélag
KR sá um afhendinguna, en
gefandinn Heimir Guðjóns-
son fyrrum markmaður KR og
lands-liðsins er nú búsettur á
Spáni. Heimir var markvörður
meistaraflokks KR á árunum
1955 til 1965 og var lykilmaður í
sigur-sælu liði KR á þessum tíma
og vann alla titla sem í boði voru
og lék að auki með landsliðinu.
Kunna KR ingar vel að meta
ræktarsemi hans fyrir gamla
félaginu og ber að þakka það.
Það er markamannsþjálfari
yngri flokka, Valþór Halldórs-
son, sem ber hitann og þungann
af valinu þetta árið. Við valið er
einkum horft til frammistöðu á
vellinum, ástundun við æfingar
og framkomu innan sem utan
vallar. Markmenn KR 2017 eru: Í
kvennaflokki voru það markmenn
5. flokks þær Birna Guðlaugs-
dóttir og Helena Sörensdóttir
sem urðu fyrir valinu. Þær léku
vel í sumar, mættu vel á æfingar
og tóku miklum framförum og
haldi sem horfir með þær verða
markmannsmálin í kvenna-
knattspyrninnu hjá KR í góðum
höndum næstu árin.
Í karlaflokki var Ómar Castaldo
markmaður 3. flokks valinn. Hann
var lykilmaður í liði 3. flokks
í sumar og eins og stelpurnar
mætti hann vel á æfingar, tók
miklum framförum og sýndi góða
framkomu utan vallar sem innan.
Þá var hann valinn í U 17 ára
landsliðið og tók þátt í tveimur
leikjum í Norðurlandamótinu sem
fram fór hér heima.
Markmannabikar KR 2017
Frá vinstri : Magnús Guðmundsson, Guðmundur Pétursson, Ómar
Castaldo, Halldór Pálsson, Valþór Hilmarsson, Kristján Finnbogason,
Birna Guðlaugsdóttir og Helena Sörensdóttir
BÍLAVIÐGERÐIR
GRANDA
FISKISLÓÐ 83 - 101 REYKJAVÍK
S: 562 5999 S: 669 5999
Efnilegir KR-ingar sem hafa verið valdir í yngri landsliðin í fótbolta.
Þú færð
KR-vörurnar
hjá okkur!
Ármúli 36 • Reykjavík 108
S: 588 1560
Óskum KR-ingum og öllum
Vesturbæingum gleðilegra jóla.