Vesturbæjarblaðið - sep. 2017, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - sep. 2017, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2017 Bílasmiðurinn hfBarnabílstólar í úrvali Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is Minningarmerki hefur verið reist við gröf Elku Björnsdóttur í Hólavallagarði við Suðurgötu. Merkið var reist á fæðingardegi hennar 7. september sl. og þann sama dag var haldið málþing þar sem sjónum var beint að sögu Elku og verkakvenna í Reykjavík í upphafi síðustu aldar. Elka Björnsdóttir var verkakona í Reykjavík í upphafi 20. aldar. Hún starfaði legni við ræstingu á skrifstofum Reykjavíkur við Tjarnargötu 12, þar á meðal skrifstofu borgarstjóra og einnig húsnæði slökkviliðsins sem á þeim tíma var á sama stað. Elka var Borgfirðingur að ætt, fædd 7. september 1881 að Reykjum í Lundarreykjadal og fluttist árið 1906 til Reykjavíkur þar sem hún bjó til æviloka 3. mars 1924. Dagbækur hennar – merkileg heimild E f t i r a ð h ú n f l u t t i s t t i l höfuðstaðarins og tók að starfa þar gerðist hún virkur þátttakandi í verkalýðsmálum. Þekktust er Elka fyrir dagbækur sína en hún hóf að skrifa þær árið 1915 og hélt því áfram nánast samfellt til ársins 1923. Dagbækurnar voru gefnar út í heild sinni árið 2012 og höfðu fram að því verið notaðar við rannsóknir sagnfræðinga og fleiri á atburðum sem áttu sér stað á ritunartíma þeirra. Dagbækur Elku þykja innihalda mikilvægar samtímaheimildir um líf fólks í Reykjavík á fyrstu áratugum síðustu aldar og veita einstaka innsýn inn í lífsbaráttu, kjör og aðbúnað verkafólks. Á þeim tíma settu vinnuharka, húsnæðisvandræði, vöruskömmtun og dýrtíð sterkan svip á hina daglegu lífsbaráttu en einnig alvarleg veikindi á borð við spænsku veikina og óhagstætt tíðarfar þar á meðal frostaveturinn mikli 1918. Einnig má nefna Kötlugos sama ár og stórbruna í miðbænum. Þá tók pólitíkin á sig ýmsar myndir og má þar nefna “drengsmálið” svonefnda sem snerist um að einn forystumanna sósíalista Ólafur Friðriksson hafi tekið rússneska dreng í fóstur. Drengurinn var haldinn augnsjúkdómi sem ekki voru kunn nægilega góð skil á og andstæðingar hans í stjórnmálum notuðu sér til þess að fá drenginn fluttan úr landi með valdi. Minnismerki um Elku Björns- dóttur í Hólavallakirkjugarði Elka Björnsdóttir ung að árum. LÁN AÐ 36 MÁNUÐUM LÍTIL VERK - STÓR VERK OG ALLT ÞAR Á MILLI TRAUST OG ÁBYRG ÞJÓNUSTA www.fyrirtak.is - fyrirtak@fyrirtak.is - sími: 7707997 Ekkert hefur verið unnið við Birkimel en færa átti götuna í nýjan búning í sumar. Endurnýja átti göngu- og hjólastíg vestanmegin götunnar og einnig lýsingu. Ástæða aðgerðarleysisins er sú að enginn verktaki svaraði útboði Reykjavíkurborgar vegna framkvæmdarinnar. Sverrir Bollason, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur segir mikla þenslu á byggingamarkaði og magn framkvæmda valda þessari stöðu. Ekkert unnið við Birkimel Hjólreiðafólk sem leið á um Birkimel verður að notast við aksturs- brautinar enn um sinn. Halldóra Vífilsdóttir arkitekt hefur gengið til liðs við Landsbankann. Verkefni hennar verður að vinna að undirbúningi nýbyggingar bankans við Austurhöfn í Reykjavík eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Halldóra hefur meðal annars starfað sem arkitekt, hönnunarstjóri og framkvæmdastjóri auk þess sem hún hefur sinnt stundakennslu í framkvæmdafræði við Háskóla Íslands. Halldóra hóf störf sem verkefnastjóri hjá Framkvæmasýslu ríkisins árið 2010 og var hún skipuð aðstoðarforstjóri stofnunarinnar í ágúst 2012. Hún hefur verið forstjóri Framkvæmdasýslunnar frá nóvember 2014. Hún lætur af því starfi í lok nóvember og verður í fullu starfi hjá Landsbankanum frá og með 1. desember næstkomandi. Halldóra Vífils- dóttir arkitekt. Halldóra til Landsbankans Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Áferðarfal leg r ithönd Elku eins og hún birtist í dagbókum hennar. Setja á upp 58 hleðslustöðvar fyrir rafbíla á þrettán stöðum í miðborginni. Slíkar hleðslustöðvar eru í samræmi við markmið Reykjavíkurborgar um að styðja við umhverfisvæna samgöngumáta og draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og bæta loftgæði í borginni. Um er að ræða svokallaðar hæghleðslustöðvar sem fullhlaða bíla á tveimur til fimm klukkustundum. Hleðslustöðvarnar verða á veggjum bílastæðahúsa Bílastæðasjóðs og á stöndum með hleðsluúrtökum við götustæði. Til að hvetja til orkuskipta í samgöngum og fjölgun rafbíla verður rafmagnið á hleðslustöðvunum endurgjaldslaust. Sú ákvörðun er tímabundin þar til annað verður ákveðið. Bílastæði með hleðslustöðvum við götur sem Reykjavíkurborg rekur verða gjaldfrjáls fyrstu 90 mínúturnar líkt og önnur gjaldskyld stæði fyrir vistvæn ökutæki. Heildarkostnaður við stöðvarnar er áætlaður um 40 milljónir króna en styrkur frá Orkusjóði er tæpar 11 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við uppsetningu hleðslustöðvanna hefjist í október og standi fram í mars á næsta ári. Hleðstustöðvum fyrir rafbíla fjölgað Mun vinna að undibúningi nýbyggingar við Austurhöfn

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.