Vesturbæjarblaðið - sep. 2017, Side 12

Vesturbæjarblaðið - sep. 2017, Side 12
12 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2017 Frú Sigurlaug Fylgstu með á facebook Mjódd s. 774-7377 www.frusigurlaug.is Frí póstsending Verð 6.300 kr. Sundbolir • Tankini Bikini • Strandfatnaður Undirföt • Náttföt Sloppar • Undirkjólar Inniskór • Aðhaldsföt Verð 6.300 kr. Verð 5.200 kr. Ný og stærri verslun í Mjódd Verð 6.300 kr. Verð 4.500 kr. Bjarni G. Bjarnason rifjar upp æsku sína í Vesturbænum að þessu sinni. Hann er fæddur á heimili foreldra sinna í Faxaskjóli 12 árið 1949 og er yngstur þriggja bræðra. Bjarni hefur alið aldur sinn í Vesturbænum um langt skeið en undanfarin ár búið við Þingholtsstræti eftir að hann skipti á húsnæði við dóttur sína og tengdason. Bjarni hefur fengist við skrifstofustörf og lengi sinnt tryggingamálum m.a. hjá Almennum tr yggingum, Reykvískri endurtryggingu og Tryggingamiðstöðinni. Kona Bjarna er Sigrún Gunnarsdóttir sem einnig er rótgróinn Vesturbæingur. Jú, ég get rakið ferðasögu mína um Vesturbæinn. Bjó í foreldrahúsum í Faxaskjólinu til 22 ára aldurs. Við Sigrún byrjuðum búskap á Öldugötunni árið 1971 í fjölskylduhúsi Sigrúnar. Afi hennar og amma byggðu þar þriggja hæða hús og ris á þriðja áratugnum. Það reyndist sannkallað fjölskylduhús þar sem þrjár systur og bróðir byrjuðu sinn búskap á öllum hæðum og síðar börn þeirra. Við fluttum í stærri íbúðir eftir því sem fjölskyldan stækkað. Bjuggum um tíma á Sólvallagötu og síðan í KR-blokkinni við Kaplaskjólsveg. Árið 1986 keyptum við hæðina og risið á æskuheimilinu af föður mínum sem þá var orðinn ekkjumaður. Hann flutti í kjallarann og bjuggum við með honum í góðu sambýli til ársins 1993 þegar hann lést. Eftir það eignuðumst við allt húsið og bjuggum þar næstu 12 árin. Árið 2005 keyptu svo Hlín dóttir okkar og Leifur tengdasonur af okkur húsið og við fluttum í Þingholtsstræti. Við vorum flestir KR-ingar Æskuheimur minn markaðis t a f sporöskjulagaða hringnum sem nær frá horni Ægisíðu í austri að gatnamótum Faxaskjóls og Sörlaskjóls í vestri. Í hugum okkar krakkanna var þetta svæði einhver besti staður í víðri veröld. Staður sem helgast af því að við Skerjafjörðinn getur verið ægi fagurt, víðsýni og fjallahringurinn sem rammar alla fegurðina inn. Frjálsræði var mikið fyrir athafnasama krakka með móum og fjörunni. Eðlilega vorum við langflest KR-ingar sem bjuggum í Skjólunum. Við tilheyrðum þeirri kynslóð sem ólst upp á uppgangsárum eftirstríðsáranna þegar efnahagslegur uppgangur einkenndi Vesturlönd – á þeim tíma sem Íslendingar nutu góðs af og ríkulega, meðal annars af Marshallaðstoðinni. Mín æskuár voru frá 1949-1969 í borg með vaxtarverki. Mörg ný hverfi að byggjast upp um alla borg. Í Vesturbænum voru það Melarnir, Hagarnir og Skjólin. Horfin hús Framan við æskuheimili mitt og aðeins vestar stóð á fjörukambinum Austurkot. Löngu fyrir mína tíð ólust þar upp bræðurnir, Sigurður og Gísli Halldórssynir. Þeir spiluðu fyrir KR um árabil og áttu stóran þátt í að gera KR að einu öflugasta íþróttafélagi landsins með störfum sínum fyrir félagið eins og margir vita. Vestan við Austurkot var önnur bygging við sjávarkambinn sem kölluð var Hlaðan. Þar var um tíma bílaverkstæði og bátasmíði. Var oft gaman að fylgjast með körlunum þar við iðju sína. Á horni Faxaskjóls og Ægisíðu stóð Officerabragginn með fjórum íbúðum og enn austar annar braggi með einni íbúð. Þarna bjuggu tímabundið barnmargar fjölskyldur. Öll eru þessi hús nú horfin. Maðurinn lifir á ævintýrum Bjarni vitnar í Sigurð Nordal þar sem hann segir að maðurinn lifi ekki á einu saman brauði. Brauðið bjargi honum frá því að deyja. Maðurinn lifi á ævintýrum. Án þeirra væri lífið ekki líf og maðurinn ekki maður. Bjarni minnist Hilmars Helgasonar æskuvinar síns sérstaklega hvað þetta varðar. Hann var listateiknari þegar á unga aldri og bjó stundum til heilu ævintýrin með teikningum sínum og frásögum. Mér finnst þetta góð hugsun hjá Sigurði og á hún vel við þegar maður horfir til baka til æskuáranna. Frá þeim stafar birta og ævintýraljómi. Ævintýri sköpuð í leikjum og mikilli athafnasemi sem stundum var kölluð uppátektarsemi þegar þeim fullorðnu fannst gengið of langt. Veit ekki hvort við höfum verið eitthvað athafnasamari en krakkar í öðrum hverfum en dugleg vorum við. Spark- og frjálsíþróttavellir voru mældir út og ruddir. Kofar byggðir, flekar, og kajakar smíðaðir en jafnóðum teknir eignarnámi af yfirvöldum. Leikir og athafnir tóku mið af árstímum. Á haustin var farið í rófugarðana við lítinn fögnuð eigenda. Sjálftakan var þó bundin óskráðum reglum sem fólst í því að aldrei væri tekið svo mikið að eigendur bæru verulegan skaða af. Að loknum góðum rófuleiðangri var kveiktur varðeldur við fjörukambinn og safaríkar rófurnar borðaðar af áfergju. Mannlaus bátskel og sjóferðir Eitt atvik getur kannski útskýrt það mikla frjálsræði sem við bjuggum við á þessum tíma. Það var einn júnídag í blíðskapar veðri að lítil bátskel ruggaði mannlaus á sjónum fyrir neðan Austurkot. Við brugðumst skjótt við og náðum bátnum á land. Næstu dagar voru notaðir til siglinga þvers og kruss um Skerjafjörðinn. Rérum yfir til Bessastaða og stigum á land á Lönguskerjum. Það var að vísu eindæma blíða þessa daga en ekki minnist ég þess að foreldrar okkar hefðu af þessu minnstu áhyggjur og vel að merkja engin voru björgunarvestin. Ævintýrinu lauk svo einn daginn þegar við vorum á blússandi siglingu inn Skerjafjörðinn að það var kallað til okkar frá grásleppuskúrunum við Ægisíðu og við beðnir að koma með bátinn að landi. Þar var kominn eigandi bátsins. Hann tók okkur vel og réði okkur til að skrapa og mála grásleppubátinn sinn sem og við gerðum næstu daga og fengum gott kaup fyrir. Þetta var happafundur. Jenni kallaði í mat Jenni Jóns danslagahöfundur bjó í hverfinu með sinni fjölskyldu. Átti soninn Erling, bráðefnilegan knattspyrnumann. Jenni hafði þann háttinn á þegar kalla átti á soninn í mat að stinga höfðinu út um þakgluggann og flauta ákveðinn lagstúf. Svo meistaralegur var þessi flutningur hans að laglínan bylgjaðist um allt hverfið. Þetta var ekki Bernskuminningar úr Vesturbænum Finnst eins og þetta hafi verið smækkuð mynd af lífi þjóðar Bjarni G. Bjarnason rifjar upp æskuna í Vesturbænum Þriðji flokkur KR árið 1964 ásamt Guðbirni Jónssyni þjálfara. Flokkurinn tapaði ekki leik á því ári. Fjölskylda Bjarna. Bjarni Jónsson faðir hans, Margét Jónsdóttir móðir hans, þá Bjarni og eldri bærður hans Kristinn og Adolf. Myndin var tekin í tilefni af femingu Aldofs.

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.