Vesturbæjarblaðið - sep. 2017, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2017
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á GÓÐU
VERÐI
Samstarfshópur
um forvarnir
hollur kostur á 5 mín.
Plokkfiskur
Húsnæði til leigu
á Eiðistorgi, 2. hæð
Upplýsingar í s. 895 5457
gunnar@fjallatindar.is
“Þetta verður áhugavert og
við erum sérlega spenntar fyrir
því að hitta annað fólk og læra
af helstu sérfræðingum heims
hafragrautargerð, segir Guðrún
Kristjándóttir önnur systirin í
Systrasamlaginu á Óðinsgötu 1
sem keppir 7. október nk. fyrir
hönd Íslands á HM í hafragrau-
targerð í skosku hálöndunum.
Keppnin nefnist Golden Spurtle
og er sú virtasta sinnar tegundar
í dag.
“Þetta kom þannig til að maður
að nafni Nick Barnard eigandi og
stofnandi Rude Health, sem er
orðið mjög vinsælt vörumerki
um allan heim, kom við í Sys-
trasamlaginu á Óðinsgötu í
Íslandsheimsókn sinni snemma
sumars. Þar fékk hann m.a. að
bragða á hafragrautnum okkar.
Og það er skemmst frá því að
segja að í beinu framhaldi hafði
hann samband við okkur og
spurði hvort að við vildum keppa
á Golden Spurtle, sem hann hefði
pottþétt ekki gert hefði honum
ekki líkað grauturinn, “ segir
Jóhanna.
Guðrún upplýsir að keppt verði
í tveimur greinum. Hefðbundinni
hafragrautargerð að hætti Skota
þar sem eingöngu má notast við
hafra, salt og vatn en líka í óhe-
fðbundinni. Í þeim flokki ætlar
Guðrún að malla hafragraut úr
glútenlausum, spíruðum og lífræ-
num höfrum og bæta við allskyns
kryddum og og hollu góðgæti. Sá
grautur mun læðast inn í Systras-
amlagið bráðlega. Til viðbótar við
þá sem fyrir eru.
“Keppendur verða hvaðanæva
að úr heiminum og Carrbridge í
skosku hálöndunum verður fullur
af skemmtilegu fólki keppnisda-
ganna. Þetta er alvöru keppni.
Það er engin vafi, segir Guðrún
og Jóhanna, sem aðstoðar systur
sína í Skotlandi, heldur áfram:
“Það var ekki hægt að neita því að
taka þátt í svona ævintýri.”
Aðspurðar segjast systur afar
hrifnar af góðum og hollum hafra-
graut, sem þær segja næstum
hafa orðið undir í “kornfobíunni”
sem geisaði yfir fyrir nokkrum
árum. “Hafragrautur er öndve-
gis morgunmatur en líka frábær
í hádeginu og jafnvel á kvöldin
líka. Ég las það nýlega að elsta
fjölskylda í heimi borði gjarnan
hafragraut í kvöldsnakk, ” segir
Guðrún að lokum.
Við óskum systrunum góðs
gengis í Skotlandi.
Systrasamlagið keppir í HM
í hafragrautargerð í Skotlandi
Hafragrautur að hætti
Systrasamlagsins.
Systurnar Guðrún og Jóhanna.
Fer fram á Torginu,
Safnaðarheimili Neskirkju,
sunnudaginn 1. október
að lokinni messu.
Aðalheiður Valgeirsdóttir
myndlistarmaður, sjálfstætt
starfandi listfræðingur og
sýningarstjóri ræðir verk
Mörtu Maríu sem prýða
nú Torgið.
Samtal
um
Mörtu
Maríu