Vesturbæjarblaðið - sep. 2017, Blaðsíða 8

Vesturbæjarblaðið - sep. 2017, Blaðsíða 8
8 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2017 Opið virka daga 9 - 21 og helgar 10 - 21. Eiðistorgi 15 (þar sem Blómastofan var áður) facebook.com/arnaisogkaffi Ákveðið hefur verið að Reyk- javíkurborg festi kaup á Aðal- stræti 10 með það að markmiði að setja þar upp sýningu um sögu Reykjavíkur en það er elsta hús í borginni. Þá er gert ráð fyrir að Víkurkirkjugarði og þeim mannvistarleifum sem fundist hafa í garðinum og víðar í miðborginni í fornleifauppg- reftri á síðastliðnum árum verði gerð góð skil á sérstakri sýningu sem yrði tengd við sýningu Landnámssetursins að Aðal- stræti 16 sem hefur notið mikilla vinsælda. Dagur B. Eggertsson bor- garstjóri flutti tillögu um kaupin í borgarráði og í greinargerð með tillögunni segir að hundrað ára afmæli fullveldis Íslands á næsta ári og nýlegir fornleifauppgreftir í hjarta borgarinnar sem hafa dýpkað og að sumu leyti breytt sýn á upphaf byggðar í Reykjavík gefa margþætt tilefni til að setja upp safn um upphaf, sögu og þróun Reykjavíkur frá landnámi til okkar dags. Húsið er í eigu Minjaverndar hf. sem hefur staðið myndarlega að varðveislu þess og lét m.a. reisa nýtt hús og ten- gibyggingu úr gleri að baki gamla hússins sem tengir gamla húsið við það nýja. Undir nýja húsinu við Aðalstræti 10 er góður kjallari og er mögulegt að tengja hann við sýningarrými Landnámssýnin- garinnar undir Aðalstræti 16. Skrifstofu eigna og atvinnuþróu- nar Reykjavíkurborgar verður því falið að ganga frá kaupum á Aðalstræti 10 af Minjavernd hf. Umsamið kaupverð er rúmar 260 milljónir króna og skal koma af handbæru fé. Reykjavíkurborg kaupir elsta hús Reykjavíkur Aðalstræti 10. Eldra fólk man þá tíð þegar Silli og Valdi seldu nauðsynjavörur í þessu litla húsi. Húsið hefur gegnt ýmsum hlutverkum síðan en verður nú nýtt sem hluti af sögu Reykjavíkur. Kling og Bang sem hefur aðsetur í Marshallhúsinu í Örfirisey hlaut hæsta styrkinn úr myndlistarsjóði að þessu sinni ásamt Steinunni Önnudóttur sem hlaut jafn háan styrk. Alls bárust Myndlistarsjóði 84 umsóknir og sótt var alls um 63,6 milljóna króna. Kling og Bang hlaut styrk fyrir sýningarröð fjögurra ungra listamanna sem munu halda sína fyrstu einkasýningu í sýningarrými þeirra á árinu 2018 og Steinunn Önnudóttir fyrir sýningarröðina „Við endimörk alvarleikans” sem er önnur af tveimur sýningarröðum Harbinger á árinu 2018. Bæði verkefnin hljóta styrk að upphæð 1,5 milljónir króna. Þar að auki veitir Myndlistarráð fjóra undirbúningsstyrki að heildarupphæð 1,56 milljónir króna, fjóra útgáfu- og rannsóknarstyrki að heildarupphæð 2,6 milljónir króna og einn styrk til annarra verkefna að upphæð 600 þús. kr. Myndlistarsjóður styrkir King og Bang Myndverk eftir Jóhannes Atla Hinriksson frá sýningu hans sem nýlokið er í Klink og Bang. Til stend ur að byggja upp BSÍ- svæðið í Vatnsmýrinni upp sem al hliða samgöngumiðstöð. Gert er ráð fyr ir að hún taki við af Hlemmi sem tíma jöfn un ar stöð Strætó, ásamt því að vera enda- stöð áætl un ar leiða út á land og flugrútu. Efna á til samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar á svæðinu. Settur hefur verið á stofn starfshópur til að rýna núverandi gögn ásamt því að uppfæra og bæta við nýjum upplýsingum sem komið hafa fram á undanförnum misserum. Í starfshópnum eiga sæti full trúi skrif stofu eigna og at vinnuþró un ar, skipu lags- full trúa, sam göngu stjóra og Strætó bs. En hópnum er einnig ætlað að greina áhrif borg ar línu á verk efnið og leiðakerfi Strætó. Skoða á teng ingu borgarlínu við sam göngumiðstöðina og greina tæki færi ferðaþjón ust unn ar. Þá skal starfshópurinn greina áhrif borgarlínu á verkefnið og leiðakerfi Strætó, tengingu borgarlínu við samgöngumiðstöð, tækifæri ferðaþjónustunnar og margt fleira. Þá á að skoða tilhögun bílastæða og mögu- lega gjald skyldu á reitn um, lóðarfrá gang, göngu stíga og opin svæði. Þá á bíla leig an og bens- ínafgreiðslan sem er skammt frá að víkja. BSÍ verður alhliða samgöngumiðstöð Dagskrá í tilefni 500 ára afmælis siðaskiptanna. Leikrit, námskeið og listsýning. Sunnudaginn 8. október og þriðjudagskvöldin 10.-31. október. Krossgötur á þriðjudögum kl. 13. Súpa í boði á kostakjörum í hádeginu á þriðjudögum. Nánar á neskirkja.is Neskirkja: Legið yfir Lúther

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.