Fréttablaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.02.2015, Blaðsíða 12
16. febrúar 2015 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is UMHVERFISMÆLAR Súrefnismælar hitamælar pH mælar o.m.fl. og nú er Fastus einnig söluaðili Merck efnavöru Veit á vandaða lausn M á vera að dómur Hæstaréttar yfir Kaupþingsmönn- unum fjórum hreyfi við stöðu Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands? Ólafur Ragnar hefur átt í talsverðum samskiptum við þá, einkum við Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann. Ólafur Ragnar lagði þeim lið, hann greiddi götu Sigurðar og félaga hans. Veldur það forsetanum skaða? Samskipti Ólafs Ragnars Gríms- sonar og Sigurðar Einarssonar voru rifjuð upp í Spegli Ríkisút- varpsins. Þar kom fram að í bókinni Saga af forseta, sem Guðjón Friðriksson skrifaði um Ólaf Ragnar, segi „ … að Ólafur Ragnar hafi allt frá árinu 2000 unnið með Sigurði Einarssyni, bæði í þágu bankans og annarra málefna. Guðjón segir að telja megi Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum. Í bréfi til krónprinsins í Sameinuðu furstadæmunum í apríl 2008, segir Ólafur að hann hafi fylgst náið með þróun Kaupþingsbanka síðastliðin 10 ár. Bæði hann og íslenska þjóðin séu afar stolt af afrekum bankans. Bankinn sé í algerri forystu í íslensku efnahagslífi. Hann mæli eindregið með bankanum. Fagleg vinnubrögð stjórnenda bankans og starfsmanna hafi gert bankann að einum öflugasta banka Evrópu.“ Oftar greip Ólafur Ragnar inn í atburðarrásina. Davíð Odds- son, þá forsætisráðherra, kunni það ráð eitt þegar honum fannst nóg um ofurlaun stjórnenda Kaupþings að hætta persónulegum viðskiptum við bankann. Hann gerði það í viðurvist fjölmiðla svo öllum yrði ljóst hvað hann væri að gera. Fréttin spurðist út, eðlilega. Inngrip forsætisráðherrans truflaði samningaviðræður Kaupþings um kaup á Singer & Friedlander-bankanum breska. Í áðurnefndri bók Guðjóns Friðrikssonar kemur fram að þeir hafi þurft að sýna fram á að bankinn væri ekki rúinn trausti. Þeir sneru sér til Ólafs Ragnars sem hélt veglega veislu á Bessastöðum fyrir bresku bankamennina. Þar rómaði hann ágæti Kaupþings og bankinn var keyptur. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir á einum stað: „Þegar horft er til baka yfir þá atburði sem leiddu til hruns í íslensku efnahagslífi vekur þáttur forseta Íslands sérstaka athygli. Þótt stjórnkerfið í heild beri með margvíslegum hætti ábyrgð á því sem gerðist verður ekki hjá því komist að skoða embætti forseta Íslands sérstaklega, svo hart gekk forsetinn fram í þjónustu sinni við útrásina og þá einstaklinga sem þar voru fremstir í flokki.“ Nú er svo komið að einn helsti samstarfsmaður forsetans, Sigurður Einarsson, hefur verið dæmdur fyrir verk sín. Verk sem forsetinn kom óbeint að, með því að lofa Kaupþingsmennina og mæla eindregið með bankanum. Hann sagði meðal annars að fagleg vinnubrögð stjórnenda bankans og starfsmanna hefðu gert bankann að einum öflugasta banka Evrópu. Forsetinn hefur vissulega beðist afsökunar á mörgu því sem hann sagði, en dugar það nú þegar alvara málsins rifjast upp? Í ljósi nýjustu atburða er vert að skoða þetta úr rannsóknar- skýrslunni: „Það er athyglisvert að nokkrir þeirra eiginleika sem forsetinn taldi útrásarmönnum til tekna eru einmitt þeir þættir sem urðu þeim og þjóðinni að falli.“ Kaupþingsmenn voru dæmdir sekir um alvarlega hluti. Forsetinn tók þátt í tilbúningi blekkingar- innar. Hefur staða hans breyst? Forseti Íslands er í vinfengi við Sigurð Einarsson: Forsetinn lofaði Kaupþingsmenn Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Kannast ekki við ágreininginn Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknar og fulltrúi í atvinnuvega- nefnd, sagðist í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær ekki kannast við ágreining milli stjórnar- flokkanna um framtíðarskipan sjávarút- vegsmála. Af fréttum að dæma er tekist á um hvernig skilgreina skuli eignar- hald á veiðiheimildum. Sjálfstæðis- menn hafa sagst vilja gera kvótann að eign útgerðarinnar með ákveðnari hætti en nú er gert en framsóknar- menn ekki. Þorsteinn kannaðist ekki við ágreininginn, sem hefur meðal annars leitt til þess að sjávarútvegs- ráðherra hefur ekki getað lagt fram fullklárað frumvarp um þetta, þar sem deildar meiningar eru milli þingmanna flokk- anna. Hver á sameignina? Stjórn fiskveiða er og verður deilumál sem og réttur hvers og eins. Lögin byrja svona: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheim- ilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheim- ildum.“ Þarna er skýrt talað. Samt vefst fyrir mörgum hvaða skilning eigi að leggja í lagatextann. Alþingi kemur saman í dag eftir vikuhlé. Ráðherra hefur ekki enn náð að leggja fram frumvarp um breytingar. Vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Vill þrefalda hlut ríkisins Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, sagði í útvarpsþættinum Sprengi- sandi á Bylgjunni í gær, að til að unnt yrði að hjálpa þeim byggðum sem mestu hafa tapað vegna kvótaflutninga yrði að auka hlut ríkisins í kvótanum, en hann er nú rúm fimm prósent, og að hann yrði að vera fimmtán prósent. Núverandi kvótahafar verði þá að sætta sig við að halda eftir 85 prósentum alls kvótans. Lilja Rafney segir að með þessu yrði hægt að styrkja brotnar byggðir og nýliðun í sjávarútvegi. Lilja Rafney sagðist gera sér grein fyrir að kvóta- kerfið hyrfi ekki, það yrði áfram. sme@frettabladid.is Íslendingar eru í öfundsverðri stöðu. Á fáeinum áratugum höfum við byggt upp eitt öflugasta raforkukerfi í heimi og verð til almennings er með því lægsta sem þekkist. Það má segja að iðnaðaruppbygging hafi hafist fyrir alvöru þegar Lands- virkjun var stofnuð um Búrfellsvirkj- un í tengslum við álverið í Straumsvík á sjöunda áratugnum. Síðan hefur orðið mikil framþróun, klasar hafa byggst upp í orkuiðnaði, svo sem jarðvarmaklasi og álklasi, og þekkingin er orðin útflutn- ingsvara. En er raforkan á Íslandi seld álverum „á tombóluverði“ eins og Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla, hélt nýverið fram í viðtali á Bylgjunni? Þess sér ekki stað í bókum Landsvirkj- unar, en um 70% af tekjum fyrirtækisins koma frá áliðnaði. Það er til marks um sterka stöðu fyrirtækisins að í ársreikn- ingum fyrir árið 2013 var bókfært eigið fé rúmir 200 milljarðar og handbært fé frá rekstri yfir 30 milljörðum. Á síðasta ársfundi kom fram að það gæti greitt upp allar sínar skuldir á rúmum níu árum, þrátt fyrir að hafa lokið við sína stærstu virkjun haustið 2007. Að gefnu tilefni er ástæða til að taka fram, að við sama tækifæri sagði forstjóri Landsvirkjunar að arðsemisáætlanir Kárahnjúkavirkjun- ar hefðu staðist. Landsvirkjun gefur upp að meðalverð til stóriðju árið 2013 hafi verið 25,8 dollar- ar á megavattstund. Langsótt er að kalla það tombóluverð því sama ár var meira en þriðjungur af öllu áli utan Kína framleitt við lægra rafmagnsverð (34,6% allrar álframleiðslu utan Kína skv. upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu CRU). Ísland er því vissulega samkeppnis hæft hvað varðar orkuverð til álframleiðslu en samt ekki í lægsta þriðjungi. Það sem hangir á spýtunni þegar talað er um „tombóluverð“ virðist vera lagn- ing sæstrengs til Bretlands og sala raf- magns um hann fyrir ríkisstyrkt ofur- verð. Of snemmt er að fullyrða nokkuð um mögulega arðsemi af því verkefni, því lítið liggur óyggjandi fyrir um helstu forsendur, tæknilegar, viðskiptalegar og þjóðhagslegar. Ef allt gengi eftir í þeim efnum gæti það mögulega falið í sér góða viðbót við orkusölu til stóriðju. En það væri að sjálfsögðu enginn áfellisdómur yfir fyrri stefnu, sem hefur fært Íslending- um gríðar legan ávinning og mun halda áfram að gera það. Raforka á „tombóluverði“? ORKUMÁL Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.