Fréttablaðið - 16.02.2015, Side 14

Fréttablaðið - 16.02.2015, Side 14
16. febrúar 2015 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR Hringbraut 50, Reykjavík, andaðist á heimili sínu, Grund, fimmtudaginn 5. febrúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 19. febrúar klukkan 13. Örnólfur Thorlacius Valgeir Hallvarðsson Aðalbjörg Kristinsdóttir Eva Hallvarðsdóttir Ásgeir Valdimarsson Herdís Hallvarðsdóttir Gísli Helgason Rannveig Hallvarðsdóttir Jóhannes Karl Jia Tryggvi Hallvarðsson Þuríður Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, ANNA JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. janúar. Útförin fór fram í kyrrþey. Þökkum starfsfólki og læknum fyrir umönnunina. Sigurður Ólafsson Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Hann segir ólíklegt að hann geri eitthvað sérstakt í tilefni dagsins. „Ég ætla nú ekki að gera neitt nema mögulega að bjóða mínu allra nánasta fólki upp á kaffi og köku,“ segir Ægir og bætir við að hann hafi aldrei verið sérstakur samkvæmismaður. „Það er nokkuð sérstakt þar sem ég heilsaði þessum heimi í samkomuhús- inu á Blönduósi.“ Þar hafi verið íbúð sem foreldrar hans bjuggu í um það leyti er hann kom í heiminn. Aðspurður um eftirminnilegasta afmælisdaginn segir hann að enginn sérstakur standi upp úr. Afmælis- dagarnir hans hafi allir verið nokkuð svipaðir og rólegir. Ægir vill meina að hann þurfi ekk- ert sérstakt tilefni til að lyfta sér upp. Hann reyni að vera glaður hvern dag og njóta lífsins. Hann sé ekki mikið gefinn fyrir stórar veislur og hafi hingað til ekki haldið upp á afmælið sitt. Á því verði lítil breyting í ár. „Ég hef ánægju af því að lesa góðar bækur, fara í leikhús og á góða tón- leika. Öðru hvoru leyfi ég mér það að fara til útlanda og sleikja sólina,“ en hluti fjölskyldu hans býr erlendis. Af þeirri ástæðu ætlar hann í raun að fresta afmælinu sínu og slá því saman við útgáfu ljóðabókar sem væntanleg er í vor. Þá verði fleiri úr fjölskyldu hans á landinu. „Nafnið á bókinni verður væntan- lega Ljóðþræðir. Ég gaf út aðra slíka fyrir tveimur árum sem heitir Ljóð- rákir,“ segir Ægir. Hann stefnir að því að bókin komi út í apríl eða maí. Yrkisefnin eru ýmiss konar. Hann segir að bókin verði hlutuð niður. Sumarið leiki stórt hlutverk svo og náttúran. Að auki verði þar partur tileinkaður hlutum sem betur mættu fara. „Ljóðagerðin er mitt helsta áhuga- mál sem stendur. Þetta er hin besta hugarleikfimi,“ segir afmælisbarnið séra Ægir. johannoli@frettabladid.is Heldur sjaldnast upp á afmælisdaginn sinn Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson er sjötugur í dag. Aðeins verður boðið upp á kökur og kaffi fyrir hans allra nánustu. Með vorinu er væntanleg ljóðabók frá honum. SJÖTUGUR Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson fagnar sjötugsafmæli í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MERKISATBURÐIR 1808 Frakkar ráðast inn í Spán. 1899 Knattspyrnufélag Reykjavíkur var stofnað. 1918 Litháen lýsti yfir sjálfstæði frá Rússlandi og Þýskalandi. 1918 Dover-höfn í Englandi verður fyrir sprengjuárás þýsks kaf- báts í fyrri heimsstyrjöldinni. 1920 Hæstiréttur Íslands kom saman í fyrsta sinn. 1923 Howard Carter opnaði gröf Tútankamons. 1927 Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, var stofnaður. 1937 Wallace H. Carothers fékk einkaleyfi á næloni. 1951 Verkfall strætisvagnstjóra hefst í Reykjavík og stendur til 21. mars. 1959 Fidel Castro tekur við völdum á Kúbu eftir að Fulgencio Batista hefur verið settur af. 1968 Neyðarlínan 911 tekin í notkun í Bandaríkjunum. 1981 Lag Bítlanna, Please Please Me, kemst í efsta sæti breska vinsældalistans. 1987 Réttarhöld yfir John Demjanjuk hófust í Jerúsalem, en hann var sakaður um grimmdarverk í fangabúðunum í Treblinka. Ekkert sannaðist á hann. 1995 Hornsteinn lagður að nýju húsi Hæstaréttar við Lindar- götu í Reykjavík á 75 ára afmæli réttarins 1999 Kúrdískir skæruliðar hertóku nokkur sendiráð í Evrópu eftir að einn af foringjum þeirra, Abdullah Öcalan, var handtek- inn af Tyrkjum. 2005 Kýótóbókunin tók gildi eftir undirskrift Rússlands. 2011 Goðafoss, flutningaskip Eimskips, strandaði skammt undan Fredrikstad við Noregsstrendur. Ég hef ánægju af því að lesa góðar bækur, fara í leikhús og á góða tónleika. Öðru hvoru leyfi ég mér það að fara til útlanda og sleikja sólina. Hæstiréttur Íslands kom saman í fyrsta skipti þann 16. febrúar 1920 og fagnar því 95 ára afmæli í dag. Hann var stofn- aður með lögum nr. 22/1919. Krafan um að æðsta dómsvaldið flytt- ist til landsins frá Kaupmannahöfn var samofin sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Krafan kom fyrst fram á þjóðfundinum sem haldinn var árið 1851. Síðari hluta aldarinnar hreyfðist málið fram og aftur en náði ekki fram að ganga. Með sambandslögunum 1918 fékk Ísland fullveldi og tók í sínar hendur framkvæmda- og löggjafarvaldið. Í lögunum stóð að æðsta dómsvaldið yrði enn í höndum Dana þar til Ísland kynni að stofna sinn eigin dómstól. Var það gert ári síðar. Síðan þá hefur Hæstiréttur verið æðsti dómstóll landsins en tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. Í upphafi voru dómendur fimm talsins en nú eru þeir níu. Í öll árin 95 hefur málflutn- ingur fyrir dómnum verið munnlegur en það var nýlunda þegar honum var komið á fót. ÞETTA GERÐIST: 16. FEBRÚAR 1920 Hæstiréttur Íslands kom saman í fyrsta sinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.