Fréttablaðið - 16.02.2015, Page 42

Fréttablaðið - 16.02.2015, Page 42
16. febrúar 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 22SPORT ÚRSLIT ENSKA BIKARKEPPNIN ARSENAL - MIDDLESBROUGH 2-0 1-0 Olivier Giroud (27.), 2-0 Olivier Giroud (29.). BRADFORD - SUNDERLAND 2-0 1-0 John O’Shea, sjm. (3.), 2-0 Jon Stead (61.). ASTON VILLA - LEICESTER CITY 2-1 1-0 Leandro Bacuna (68.), 2-0 Scott Sinclair (89.), 2-1 Andrej Kramaric (90.+1). WBA - WEST HAM 4-0 1-0 Brown Ideye (20.), 2-0 James Morrison (42.), 3-0 Brown Ideye (57.), 4-0 Saido Berahino (72.). BLACKBURN - STOKE CITY 4-1 0-1 Peter Crouch (10.), 1-1 Joshua King (36.), 2-1 Rudy Gestede, sjm (45.+7), 3-1 Joshua King (50.), 4-1 Joshua King (55.). DERBY COUNTY - READING 1-2 0-1 Hal Robson-Kanu (53.), 1-1 Darren Bent (61.), 1-2 Yakubu Aiyegbeni (82.). CRYSTAL PALACE - LIVERPOOL 1-2 1-0 Frazier Campbell (15.), 1-1 Daniel Sturridge (49.), 1-2 Adam Lallana (58.). OLÍS-DEILD KARLA AFTURELDING - AKUREYRI 27-26 Afturelding - Mörk (skot): Örn Ingi Bjarkason 10/3 (14/3), Jóhann Gunnar Einarsson 7/1 (9/2), Árni Bragi Eyjólfsson 3 (3), Jóhann Jóhannsson 3, Elvar Ásgeirsson 2 (5), Pétur Júníusson 1 (1), Böðvar Páll Ásgeirsson 1 (4). Varin skot: Pálmar Pétursson 13 (30, 43%), Davíð Hlíðdal Svansson 3 (12/1, 25%), Akureyri - Mörk (skot): Ingimundur Ingimundar- son 5 (8), Heiðar Þór Aðalsteinsson 5/1 (8/1), Nicklas Selvig 5 (12), Halldór Logi Árnason 4 (4)., Kristján Orri Jóhannsson 4 (5), Þrándur Gíslason 2 (2), Sigþór Heimisson 1 (3). Varin skot: Tomas Olason 17/1 (41/4, 41%), Hreiðar Levý Guðmundsson 2 (5/1, 40%). DOMINOS-DEILD KARLA SKALLAGRÍMUR - ÞÓR 95-90 HAUKAR - KR 87-84 SNÆFELL - NJARÐVÍK 79-101 GRINDAVÍK - ÍR 99-66 KEFLAVÍK - TINDASTÓLL 93-104 SKÍÐI Landsliðskonurnar okkar stóðu sig vel í svigkeppninni á HM sem fram fór um helgina. Þrjár af fjórum keppendum íslenska liðsins komust í seinni ferðina. María Guðmundsdóttir náði besta árangrinum en hún hafnaði í 36. sæti. Helga María Vilhjálms- dóttir varð í 42. sæti. Erla Ásgeirs- dóttir kom þar rétt á eftir í 45. sæti. 60 efstu komast í seinni ferð- ina og Freydís Halla Einarsdóttir var ekki fjarri því að komast þang- að líka en hún hafnaði í 63. sæti. Árangur Maríu er sérstaklega eftirtektarverður enda ekki marg- ar vikur síðan hún byrjaði að skíða aftur eftir erfið meiðsli. Hún átti frábæra seinni ferð en hún var í 59. sæti fyrir seinni ferðina. Helga María var sú eina sem komst í seinni ferðina í stórsvig- inu sem fór fram fyrir helgi. Hún endaði 56. sæti en þetta var aðeins í annað skiptið sem íslensk skíða- kona kemst í seinni ferð í stórsvigi á HM. Freydís Halla var mjög nálægt því að komast líka áfram þá en hún var í 62. sæti. Heimsmeistaramótinu lauk í nótt. Einar Kristinn Kristgeirsson komst í aðalkeppnina í svigi en féll úr leik í fyrri umferðinni. - hbg Stelpurnar í stuði Þrjár af fj órum komust í seinni ferðina í sviginu. BRUGÐIÐ Á LEIK Það var létt yfir stelpunum eftir að svigkeppninni lauk í gær. Þær máttu vera ánægðar með sinn árangur. MYND/SKÍ FÓTBOLTI Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Geir Þorsteinsson var end- urkjörinn formaður KSÍ með yfir- burðum. Hann fékk 111 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Jónas Ýmir Jónasson, fékk 9 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru fimm talsins. „Ég er mjög ánægður með þessa kosningu. Maður getur ekki verið allra,“ segir Geir spurður hvort hann hefði ekki viljað fá öll atkvæð- in sem í boði voru. Hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvað hann ætli að sitja lengi en hann varð for- maður árið 2007. „Forverar mínir sátu í 17 og 19 ár þannig að ég er rétt að byrja,“ segir Geir og hlær við. „Ég er á besta aldri og enn á fullum krafti.“ Engin breyting á stjórn Það varð engin breyting á stjórn KSÍ og engin mótframboð í stjórn- ina. Geir segir að núverandi stjórn hafi ekki setið lengi og því sé í raun ekkert óeðlilegt að ekki sé barátta um þessi sæti. „Það hefur farið fram endur- nýjun í stjórninni og allir sem þar eru núna hafa komið inn eftir að ég varð formaður,“ segir Geir. Stærsta málið á þinginu að mati Geirs var tillaga um jöfnun ferða- kostnaðar sem var samþykkt. Félög þurfa nú að greiða sérstakt ferðaþátttökugjald. Þessi breyting verður þess valdandi að þau félög sem hafa verið með mestan ferða- kostnað þurfa nú að greiða minna en áður. „Þetta mál hefur lengi verið í umræðunni. Þessi tillaga skipti hreyfinguna miklu máli en hún skiptir hreyfingunni í tvennt eftir búsetu. Hún var samþykkt sem er ágætis skref í þá átt að koma til móts við félögin sem þurfa allt- af að leggja í meiri kostnað til að taka þátt í okkar mótum. Þetta jafnar kostnaðinn sem er jákvætt og loksins er þetta mál til lykta leitt,“ segir formaðurinn. Sömu mikilvægu verkefnin Meðal annarra mála sem voru samþykkt má nefna að gul spjöld verða nú aðskilin í bikarkeppni og Íslandsmóti. Leikmaður getur því ekki farið í bann í bikarleik vegna gulra spjalda í Íslandsmóti. „Það er til heilla fyrir liðin því þá geta liðin stillt upp sínum sterkustu liðum í stórum leikjum í stað þess að hvíla menn vegna þess að mikilvægur leikur sé fram undan í bikar.“ Geir segir að mikilvægustu málin á næstu árum sé að koma A-landsliðunum á stórmót. „Við erum alltaf að vinna að framförum eins og í mannvirkja- málum. Það verður áframhald á því. Íslensk knattspyrna er í mikl- um blóma og við viljum halda því áfram.“ henry@frettabladid.is Maður getur ekki verið allra Geir Þorsteinsson fékk yfi rburðakosningu í formannskjöri KSÍ. Hann situr því áfram næstu tvö árin hið minnsta. Formaðurinn er ánægður með að tillaga um ferðaþátttökugjald félaga náði í gegn á þinginu. SÁTTUR Geir fékk fína kosningu og mun halda áfram að vinna að sömu málum fyrir KSÍ og undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Jónas Ýmir Jónasson reið ekki feitum hesti frá formannsfram- boði sínu á ársþingi KSÍ en hann tapaði 111-9 fyrir Geir Þorsteinssyni. „Ég veit hvaðan fjögur atkvæði komu en veit ekki meira. Ég er bara þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fékk. Ég hefði samt viljað sjá fleiri sýna hugrekki og kjósa breytingar,“ segir Jónas en hann segir ekki marga hafa gefið sig á tal við hann á þinginu. Honum leið eins og hann væri óvelkominn. „Svo var mér ekki einu sinni boðið í matinn eftir þingið. Allir þingfulltrúar mættu í matarboð en mér var ekki boðið. Það kom ekki til greina að biðja um að fá að koma. Ég fór því bara heim.“ FH-ingurinn er mest ánægður að hafa náð vekja upp umræðu hjá KSÍ. „Ég náði aðeins að hrista upp í þessu. Það líta allir á KSÍ sem klíku hvort sem sambandið er það eða ekki. Ég kom með nýjar hugmyndir og ýtti aðeins við þeim. Ég held að þeir hafi verið hundfúlir með þetta,“ segir Jónas en Geir sagði í viðtali á Stöð 2 eftir þingið að hann hefði ekki hugmynd um hver Jónas væri. „Það var bara eins og símtalið frá framkvæmdastjóranum sem spurði hvort framboðið mitt væri grín. Mér finnst þetta vera vanvirðing.“ - hbg Formannsframbjóðanda ekki boðið í matarveislu KSÍ JÓNAS ÝMIR. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ ÍÞRÓTTIR Einn leikur fer fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld en þá tekur Fjölnir á móti Stjörnunni. Fjölnir er í mikilli fallbaráttu og þarf á stigum að halda. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hann hefst klukkan 19.15. Svo fara fram þrír leikir í Olís-deild karla í handbolta en þriðja umferðin hófst í gær. Botnlið HK sækir Fram heim, Haukar fá ÍR í heimsókn og Valur tekur á móti FH. Allir leikirnir í handboltanum hefjast klukkan 19.30. Fylgst verður með gangi mála á Vísi. - hbg Körfubolti og handbolti í boði í kvöld

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.