Fréttablaðið - 16.02.2015, Side 46
16. febrúar 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 26
„Bíómyndin mín er Heat í leikstjórn
Micheals Mann með Robert De Niro
og Al Pacino. Hún er ein fárra sem
ég legg á mig að horfa á einu sinni
á ári. Svo bíð ég alltaf eftir Love
Actually um hver jól. Þetta segi ég
án þess að blikna.“
Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuð-
borgarstofu.
BÍÓMYNDIN
Jónas Breki Magnússon sá um að
hanna verðlaunagrip fyrir dönsku
rokkverðlaunin High Voltage
Awards. Verðlaunaafhendingin fer
fram á stærsta rokkbar í Danmörku
þann 18. apríl.
Verðlaunagripurinn er í anda hönn-
unar Breka Design, sem er í eigu
Jónasar Breka, og er innblásinn
af víkingum og rokki. „Gripur-
inn er búinn til úr steypu og því
mjög hrár í anda staðarins,“ segir
Jónas Breki. „Ég stakk upp á við
eiganda staðarins að fá að setja
upp sýningarkassa þar því að hönn-
unin mín á einkar vel við kúnna
staðarins,“ segir hann um upphaf
samstarfsins. „Í framhaldinu hannaði
ég svo sérstök hálsmen fyrir klúbb-
inn og nú ári síðar báðu þeir mig um að hanna
þennan verðlaunagrip.“
Því var nokkuð borðleggjandi að Breki Design
tæki að sér hönnun gripsins en þetta er í fyrsta
skipti sem rokkverðlaunin verða veitt. Jónas
Breki verður þó fjarri góðu gamni þegar vinn-
ingshafar taka við gripunum. „Ég verð of
upptekinn við að keppa á heimsmeist-
aramóti í hokkí ásamt landsliðs-
félögum mínum heima á Íslandi,“
segir Jónas Breki að lokum en úti-
lokar ekki að hann mæti bara á
næsta ári í staðinn. - ga
Hannar fyrir danska rokkhunda
Jónas Breki hannar verðlaunagripi fyrir dönsku rokkverðlaunin High Voltage.
ROKKAÐUR STÍLL Jónas Breki,
landsliðsmaður í íshokkí, hannar fyrir
High Voltage. FRÉTTABLAÐIÐ/HILDUR MARÍA
Hollvinafélag
FÉLAGSRÁÐGJAFAÞING
Félagsráðgjöf framtíðarinnar
Hilton Reykjavík Nordica
20. febrúar 2015
8:30-16:30
SAMFÉLAGSVINNA
VELFERÐARTÆKNI
ÖLDRUNARÞJÓNUSTA
MATARÆÐI OG ADHD
SKÓLAFÉLAGSRÁÐGJÖF
STARFSENDURHÆFING
BÖRN OG RANNSÓKNIR
SAMSTARF Í BARNAVERND
PARASAMBÖND OG GEÐHEILSA
FÉLAGSRÁÐGJÖF ÁN LANDAMÆRA
EFNAHAGSHRUNIÐ OG FJÖLSKYLDAN
OG FJÖLDI ANNARRA ERINDA
Dagskrá og skráning á www.felagsradgjof.is
Íslenska fyrirtækið Reykjavík
Letterpress var fengið til þess
að hanna línu fyrir sænska hús-
gagnarisann IKEA.
„Þetta er bara rosalega spenn-
andi. Við gerðum okkur engan
veginn grein fyrir hvaða þýðingu
þetta myndi hafa,“ segir Ólöf
Birna Garðarsdóttir, eigandi og
hönnuður Reykjavík Letterpress
ásamt Hildi Sigurðardóttur.
„Hún Sigga Heimis, sem hefur
verið hönnuður fyrir IKEA, vissi
af okkur og benti á okkur,“ segir
Ólöf.
Verkefnið er hluti af nýrri hug-
myndafræði hjá IKEA þar sem
ætlunin er að vera með hliðar-
vörulínur til viðbótar við þær sem
fyrir eru. „Þemað í ár er matur og
allt sem honum tengist og hvernig
við getum gert fallegt hjá okkur
í kringum matmálstíma,“ segir
Ólöf.
Línan sem þær hönnuðu saman-
stendur af límmiðum, merkimið-
um, bréfpokum og slíku. „Okkar
verkefni var að upphugsa alls
kyns merkingar og lausnir fyrir
fólk sem vill nýta árstíðabundna
uppskeru og hvernig fallegt væri
að geyma og merkja. Það er fátt
gleðilegra en að fá heimalagað
góðgæti í fallegu íláti og merki-
miðarnir frá okkur auðvelda að
skreyta heimaframleiðsluna,“
segir hún.
Línan er væntanleg í allar
verslanir IKEA í júlí eða ágúst á
þessu ári. „Venjulega tekur svona
hönnunar- og framleiðsluferli
nýrrar vöru í kringum þrjú ár,
en þessar nýju lífsstílsvörulínur
eru með mun styttri framleiðslu-
tíma og eru ekki í sölu í nema 4-6
vikur. Það verður því skemmti-
legt fyrir viðskiptavinina að fá
eitthvað nýtt og ferskt í bland við
það sem hefur lifað af margra ára
veru í búðunum,“ bætir Ólöf við.
Hún segir tækifæri sem þetta
vera ómetanlegt. „Vonandi eigum
við eftir að vinna fleiri skemmti-
leg verkefni með þeim hjá IKEA.
Við trúum því að þetta opni fyrir
okkur einhverjar dyr.“
adda@frettabladid.is
Hönnun Reykjavík
Letterpress hjá IKEA
Hönnuðir hjá íslenska prentfyrirtækinu Reykjavík Letterpress fengu tækifæri til
að hanna nýja lífsstílslínu fyrir sænska húsgagnarisann IKEA.
FRÁBÆRT
TÆKIFÆRI
Þær Ólöf og
Hildur hjá
Reykjavík
Letterpress
trúa því
að þetta
tækifæri opni
fyrir þeim
einhverjar dyr.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Þemað í ár er matur
og allt sem honum
tengist og hvernig við
getum gert fallegt hjá
okkur í kringum
matmálstíma.
Flytjendur og höfundar laganna
sem höfnuðu í fyrsta og öðru sæti
í Söngvakeppni Sjónvarpsins á
laugar dagskvöld eru allir fyrr-
verandi nemendur Verzlunarskóla
Íslands. Þá vaknar sú spurning
hvort skólinn sé sérstaklega góður
undirbúningur fyrir keppnir á borð
við Söngvakeppnina. „Ætli það
ekki, í Versló fær maður gríðarlega
góð tækifæri. Það eru söngleikir og
stór tónlistar keppni og góð tæki-
færi fyrir nemendur til þess að æfa
sig í því að koma fram,“ segir söng-
konan María Ólafsdóttir sem bar
sigur úr býtum á laugardagskvöld
með laginu Unbroken sem samið
er af StopWaitGo, þeim Ásgeiri
Orra Ásgeirssyni, Pálma Ragnari
Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjáns-
syni. StopWaitGo áttu einnig lagið
sem hafnaði í öðru sæti í keppninni,
Once Again, sem flutt var af Frið-
riki Dór Jónssyni.
María segist enn vera að átta
sig á sigrinum. „Þetta var ótrú-
lega gaman og kom ótrúlega mikið
á óvart líka, ég bjóst engan veg-
inn við þessu. Í byrjun keppninn-
ar í gær þá hafði ég ekki hugmynd
um hver myndi taka þetta,“ segir
María hress og bætir við: „Svo
þegar við vorum komin í einvíg-
ið var ég alveg hundrað prósent á
því að Frikki myndi taka þetta.“
Svo varð þó ekki og María heldur
til Vínar í Austurríki og tekur þátt
fyrir hönd Íslands í Eurovision-
keppninni sem fram fer í maí. - gló
Verzló góður undirbúningur
María Ólafsdóttir sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær en hún, Friðrik Dór
og meðlimir StopWaitGo eru öll fyrrverandi nemendur Verzlunarskóla Íslands.
ÓVÆNTUR SIGUR María segir sigurinn
hafa komið sér á óvart og hún sé enn
að átta sig á honum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRIMARINÓ