Fréttablaðið - 16.11.2015, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.11.2015, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 6 8 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 1 6 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 D-VÍTAMÍN frá NOW fyrir börn og fullorðna G æ ð i • H r e i n l e i k i • V i r k n i Dekk Dekk Níðsterk dekk sem henta vel í öllum aðstæðum Dekkin eru öll míkróskorin Sendum hvert á land sem er Raðgreiðslur í allt að 12 mán Burðardekk á góðu verði Njarðarbraut 11 Reykjanesbæ s. 421 1251 / 861 2319 Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 trúMál „Það kemur mér ekki á óvart að meirihlutinn skuli vera hlynntur. Það kemur mér meira á óvart að það skuli ekki vera stærri meirihluti,“ segir Davíð Þór Jóns- son héraðsprestur um niðurstöð- ur nýrrar könnunar Fréttablaðs- ins. Þær sýna að rúmur helmingur þeirra sem afstöðu taka styður aðskilnað ríkis og kirkju, en 45 prósent eru andvíg. „Af umræðunni í samfélaginu að dæma hefði ég haldið að það væri stærri meirihluti,“ segir Davíð Þór. Um það bil 2 af hverjum þremur svarendum á aldrinum 18-49 ára styður aðskilnað. Aftur á móti styðja einungis um 43 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri aðskilnað en 57 prósent eru á móti. – jhh / sjá síðu 4 Yfir 50 prósent vilja aðskilnað Fréttablaðið í dag skoðun Guðmundur Andri Thorsson skrifar um illvirkjana sem réðust handahófskennt á líf ókunnugs og óviðkomandi fólks í París til þess að vekja hatur á sjálfum sér. 12-13 sport Stjarnan varð Norður- landameistari félagsliða í hóp- fimleikum eftir harða keppni við tvö sænsk félög. 14 tÍMaMót Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á afmælis- degi skáldsins Jónasar Hall- grímssonar. 16 lÍfið Unnur Birna og Greta Salome taka höndum saman í tónlistinni. 24-26 plús 2 sérblöð l fólk l fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Minningarathöfn um þá sem fórust í hryðjuverkaárásunum í París á föstudag var haldin í Notre Dame-kirkjunni í París í gær. Þúsundir manna komu saman fyrir framan kirkjuna á meðan athöfnin fór fram. Hryðjuverkaárásin á París er sú mannskæðasta síðan árás var gerð á Madríd árið 2004. Fréttablaðið/EPa frakkland Franski herinn gerði í gær loftárásir á borgina Rakka í Sýr- landi, þar sem vígamenn Íslamska ríkisins hafa haft höfuðstöðvar sínar. Franska varnarmálaráðuneyt- ið skýrði frá þessu. Þá hertu Banda- ríkjamenn einnig loftárásir sínar á svæði Íslamska ríkisins í Sýrlandi. Innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, sagði hryðju- verkaárásirnar  í París síðastliðið föstudagskvöld hafa verið skipulagð- ar utan Frakklands. 132 hið minnsta féllu í árásunum og 350 særðust. „Rannsókn á málinu mun leiða í ljós að árásirnar voru undirbúnar utan landsins af hóp hryðjuverka- manna staðsettum í Belgíu sem vann náið með vitorðsmönnum í Frakk- landi,“ sagði Cazeneuve í ávarpi sínu eftir fund með Jan Jambon, belgískum starfsbróður sínum. „Það er mikil þörf á samstarfi Frakka og Belga. Þeir sem unnu að árásunum frá Belgíu voru frönskum yfirvöldum ekki kunnir,“ sagði Cazeneuve. François Hollande Frakklandsfor- seti mun fara fram á framlengingu neyðarástands í landinu, en hann lýsti yfir neyðarástandi á föstudag. Fréttastofa AFP greinir frá því að forsetinn muni fara fram á þriggja mánaða neyðarástand hið minnsta en samþykki þingsins þarf fyrir lengra tímabili en tólf dögum. Hollande fullyrti á laugardaginn að Íslamska ríkið stæði að baki árás- unum og lýstu samtökin yfir ábyrgð sinni á þeim í kjölfarið. Forsetinn sagði árásirnar stríðs- yfirlýsingu og lofaði miskunnar- lausum hefndum. Talið er að átta skæruliðar hafi verið að verki á föstudagskvöld en lögregluyfirvöld í París hafa staðfest að sjö þeirra séu dánir. Sex sprengdu sig í loft upp en lögregla skaut þann sjöunda til bana. Lögregla leitaði logandi ljósi að þeim áttunda í gær. Lýst var eftir manni sem heitir Salah Abdeslam, hann handtekinn en síðan sleppt að loknum yfirheyrslum. Þjóðarsorg var lýst yfir í Frakk- landi og markaðist helgin af mikilli sorg. Verslanir, opinberar bygg- ingar, ferðamannastaðir og skólar voru lokuð um helgina og vígbúnir lögreglumenn voru víðs vegar um borgina. – þea / sjá síðu 8 Frakkar ráðast á vígi Íslamska ríkisins Innanríkisráðherra Frakka segir hryðjuverkin í París hafa verið undirbúin utan Frakklands. Árásarmennirnir voru með bækistöðvar sínar í Belgíu. Francois Hollande, forseti Frakklands, heitir miskunnarlausum hefndum. Frakkar gerðu í gær loftárásir á Sýrland.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.