Fréttablaðið - 16.11.2015, Síða 2

Fréttablaðið - 16.11.2015, Síða 2
Gert er ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi, einna hvassast á Vestfjörðum og við suðausturströndina, en mun hægari suðvestan til fram undir kvöld. Þessu fylgir rigning eða slydda og snjókoma til fjalla, en líklega alveg þurrt sunnan- og suðvestanlands. Hiti 0 til 5 stig víðast hvar. Sjá Síðu 18 Veður Samverustund í Vídalínskirkju Ástvina minnst Haldin var samverustund í Vídalínskirkju í gær fyrir vini, skólafélaga og aðstandendur Hauks Freys Agnarssonar og Hjalta Más Baldurs- sonar sem fórust í flugslysi á Reykjanesi á fimmtudag. Fjölmargir komu til að minnast félaga sinna og sýna aðstandendum hlýhug. Fréttablaðið/anton brink Samfélag „Hann yrði auðvitað maður að meiri ef hann skilaði fengnum. Það er bréfalúga á kirkjunni ef hann vildi smeygja einhverju þar inn,“ segir séra Sig­ urður Jónsson, prestur í Áskirkju, og biðlar til þjófs að skila veski sem hann stal úr yfirhöfn kirkju­ gests í útför í síðustu viku. Þjófurinn athafnaði sig í miðri útför í Áskirkju á miðvikudaginn. Kirkjuvörður kom að ungum manni sem þreifaði utan á yfir­ höfnum gesta. Þegar hann spurði manninn hvað hann væri að gera, réðst hann að honum, sló hann í andlitið og tók til fótanna út úr kirkjunni. „Þetta var á miðvikudaginn var, þá var útför og nokkuð fjölmenn. Þannig var að kirkjuvörðurinn kemur að manni sem er að þreifa á yfirhöfnum, ávarpar hann og spyr hann hvort hann vanti eitt­ hvað. Þá slær hann kirkjuvörðinn högg í andlitið og hleypur út. Það var farið á eftir honum, bæði kirkjuvörðurinn og útfararþjónar. En hann komst undan. Svo kom í ljós að maður saknaði veskis úr yfirhöfn sinni,“ segir séra Sigurður um atburðarásina. Hann segir lögreglu hafa komið strax á staðinn og tekið skýrslu af þeim sem urðu vitni að þessu. Séra Sigurður segist halda að þjófar fylgist jafnvel með útfarartilkynningum. Aðferðin sé þekkt. „Þetta er býsna langt geng­ ið en maður hefur heyrt áður að þetta sé þekkt aðferð. Það er eins og menn fylgist þá með útfarartil­ kynningum.“ Honum segist brugðið. Pilt­ inum er lýst sem glæsilegum ungum manni á þrítugsaldri. „Þetta var glæsilegur piltur á þrí­ Þjófur óð í vasa gesta í Áskirkju í miðri útför Kirkjuvörður í Áskirkju kom að þjófi sem stal úr yfirhöfnum kirkjugesta í útför. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur biðlar til þjófsins að skila þýfinu. Séra Sigurður Jónsson, prestur í Áskirkju, segir þjófinn hafa verið glæsilegan pilt, vel til fara og biðlar til hans að skila þýfinu. Fréttablaðið/Hari Þetta er býsna langt gengið en maður hefur heyrt áður að þetta sé þekkt aðferð. Það er eins og menn fylgist þá með útfarar- tilkynningum. Séra Sigurður Jónsson, prestur í Áskirkju Skák Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, tefldi sína fyrstu skák á Evr­ ópumóti landsliða í Laugardalshöll í gær gegn Aseranum Levon Aronian. Carlsen gafst upp eftir 44 leiki. Hannes Hlífar Stefánsson stór­ meistari segir að gaman yrði ef íslenska sveitin fengi tækifæri til að tefla við þá norsku. Hann telur að til séu skákmenn sem geti ógnað veldi Magnusar. „Kannski ekki í Evrópu en aðallega í Kína. Það er kannski meiri ógn þar og í Asíu en hér í Evrópu,“ segir Hannes Hlífar. Aðalsveit Íslands tefldi við lið Þjóð­ verja í gær og gamla kempan Friðrik Ólafsson tefldi með gullaldarliði Íslands gegn Tyrklandi. Friðrik var hinn rólegasti eftir fyrsta leik sinn og gekk spekingslega um salinn á meðan mótherji hans frá Tyrklandi svitnaði yfir næsta leik fyrrverandi forseta FIDE. Skákinni lauk með jafntefli. - hmp / þea Meistarinn gafst upp tugsaldri, vel til fara. Í fínni úti­ vistarúlpu.  Þetta er allt frekar ömurlegt.“ Séra Sigurður segir kirkjugesti þurfa að hafa varann á og geyma ekki mikil verðmæti í yfirhöfnum sínum. „Við verðum bara að læra af þessu og vera með okkar fólk í viðbragðsstöðu auk þess að biðja fólk að geyma ekki mikil verð­ mæti í yfirhöfnum sínum.“ Hann rifjar upp þjófnað fyrir um áratug í Bústaðakirkju. „Þá var brotin rúða í bíl, þar lá í fram­ sæti hlutur sem líktist fartölvu. Þjófurinn greip hlutinn og lét sig hverfa. Þetta reyndist hins vegar vera biblía með renndri kápu, hún hefur vonandi orðið honum til góðs.“ kristjanabjorg@frettabladid.is lögreglumál „Sjálfur hef ég marg­ ítrekað ferðast inn og út af Schen­ gen­svæðinu – í eitt skipti meira að segja með Glock­skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri,“ skrif­ aði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, á Facebook­síðu sinni. Ummælin skrifar hann við stöðuuppfærslu hjá sér sjálfum þar sem hann deilir frétt af hörmungunum í París á föstudag. Með hlaðna byssu í flugi Snorri Magnússon, formaður lands- sambands lögreglu- manna Í 21. grein vopnalaga er sérstak­ lega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum.  Samgöngustofa  hefur umsjón með reglugerð um flugvernd. Í við­ auka við reglugerðina er sérstaklega tekið fram að skotvopn til persónu­ legra nota sem og meðfylgjandi kúlur, högl, örvar o.s.frv. sem sam­ ræmast ofangreindum liðum megi einungis flytja sem fragt eða í inn­ rituðum farangri. Vopnin mega ekki vera hlaðin. Ekki náðist í Snorra Magnússon við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að spyrja hann hvort hann hafi haft einhvers konar leyfi til að flytja hlaðna skammbyssu með þessum hætti. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki skilja ummæli Snorra. „Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segja og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls.“ – kbg 1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m á n u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.