Fréttablaðið - 16.11.2015, Page 6
Verðtryggð skuldabréf
Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. LSS151155
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. kt. 580407-1100, hefur birt útgef-
andalýsingu og grunnlýsingu dagsett 13. nóvember 2015 vegna
töku skuldabréfa til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf.
Útgefandalýsinguna og grunnlýsinguna ásamt gögnum sem
vitnað er til í þeim er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga
ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á vefsíðu Lánasjóðs
sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is fram til lokagjalddaga
skuldabréfanna.
Skuldabréfin eru verðtryggð með jöfnum afborgunum.
Bréfin bera fasta 2,50% ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega,
15. maí og 15. nóvember ár hvert, í fyrsta sinn 15. maí 2016 og í
síðasta sinn 15. nóvember 2055.
Fyrsta afborgun höfuðstóls er 15. nóvember 2020.
Bréfin eru uppgreiðanleg 15. nóvember 2035 og 15. nóvember
2045 skv. skilmálum sem getið er í grunnlýsingu.
Auðkenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS151155
og ISIN númer IS0000026383.
Reykjavík, 16. nóvember 2015.
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
G20-leiðtogar hittust í Antalya
Suður-AfríkA Spretthlauparinn
Oscar Pistorius er byrjaður að sinna
samfélagsþjónustu. Hann mætti
á lögreglustöð á laugardaginn til
þess að fá fyrirmæli um hvernig
vinnunni skyldi háttað. Það var í
fyrsta sinn sem Pistorius sást opin-
berlega eftir að hann var látinn laus
úr fangelsi fyrir mánuði.
Pistorius var fundinn sekur um
að hafa orðið unnustu sinni, Reevu
Steenkamp, að bana árið 2013. Sam-
hliða samfélagsþjónustunni verður
Pistorius í stofufangelsi á heimili
frænda síns í bænum Pretoria. Hann
Byrjar þegnskylduvinnu
lAndbúnAður Ríkisstuðningur sem
fyrirtækið Ístex hefur fengið fyrir
að safna ull frá sauðfjárbændum
er gagnrýndur í nýrri skýrslu um
sauðfjárræktarsamninginn. Styrkir
til Ístex frá ríkinu hafa numið tæp-
lega 200 milljónum króna á árunum
2013 til 2015. Upphæðin nemur 15%
af þeim styrkjum sem ríkið úthlutar
vegna ullarnýtingar, um 440 millj-
ónum króna á fjárlögum þessa árs.
Styrkirnir eru auglýstir til
umsóknar einu sinni á ári en skil-
yrðin fyrir veitingu þeirra eru sögð
svo þröng að það gefi ástæðu til að
álykta að þau séu beinlínis ætluð
til að halda öðrum frá en Ístex. Til
að eiga möguleika á styrknum þarf
fyrir tækið að bjóðast til að kaupa
alla ull af íslenskum sauðfjár-
bændum, þvo að lágmarki 30 pró-
sent hennar hér á landi og búa til
úr þeim hluta band eða lopa. „Nýtt
fyrirtæki þyrfti t.d. að hafa aðgang
að ullarþvottastöð hérlendis en ein
er starfandi og er í eigu Ístex,“ segir í
skýrslunni sem Rannsóknamiðstöð
Háskólans á Akureyri vann fyrir
atvinnuvegaráðuneytið.
Guðjón Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Ístex, segir bændur
ekki skylduga til að selja fyrirtæk-
inu ull. Þá geti hver sem er komið
sér upp sömu tólum og tækjum og
Ístex. „Ef þú kemur þér upp aðstöðu
til þess að vinna úr ullinni þá getur
hver sem er gert það,“ segir Guðjón.
Hann segir tilgang fyrirkomulagsins
hafa vera að tryggja að ullariðnaður-
inn fái nýtilegt hráefni.
Ístex er eina fyrirtækið sem sótt
hefur um styrkinn frá því að núver-
andi fyrirkomulagi var komið á árið
2013. Í skýrslunni er bent á að ekki
sé hægt að útiloka að önnur fyrir-
tæki hafi áhuga á að taka við ull frá
bændum á hluta landsins og vinna
hana hér á landi eða flytja úr landi
til vinnslu.
Í skýrslunni er lagt til að ríkið
styrki bændur beint og þeir selji
afurðir sínar svo á markaði. Því fé
sem nú renni til Ístex mætti bæta
við stuðninginn til bænda. Þetta
hugnast Guðjóni illa. „Stuðningur-
inn þarf að fara eftir þeim gæðum
sem bóndinn skilar. Ef þeir eiga að fá
ríkisstuðning vegna ullarviðskipta
óháð gæðum þá segir það sig sjálft
að það myndi enginn hugsa um
gæðin lengur,“ segir hann.
ingvar@frettabladid.is
Telja að Ístex sitji að
milljónatuga ríkisstyrk
Ríkisstyrkir vegna ullarkaupa eru gagnrýndir í nýrri skýrslu um sauðfjárrækt.
Skilyrði fyrir styrkjunum eru sögð þröng og í raun sérsniðin fyrir eitt fyrirtæki,
Ístex. Fyrirtækið hefur fengið tæplega 200 milljónir frá ríkinu síðustu þrjú árin.
Fundað í Tyrklandi Leiðtogafundur tuttugu helstu iðnvelda heims hófst í gær í Antalya í Tyrklandi. Barack
Obama Bandaríkjaforseti heilsar kanslara Þýskalands, Angelu Merkel og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta,
við upphaf fundarins. Til umræðu var flóttamannavandinn, hlýnun jarðar og hryðjuverkaógn í kjölfar voðaverk-
anna í París. Mikil öryggisgæsla er á fundarstaðnum í Antalaya en á laugardag sprengdi vígamaður, sem talinn er
hafa tengsl við Íslamska ríkið, sig upp í Suðaustur-Tyrklandi, nærri landamærum Sýrlands. Fréttablaðið/EPa
má ekki yfirgefa heimilið nema í
sérstökum tilfellum, til dæmis til
þess að sækja kirkju eða sinna sam-
félagsþjónustunni.
Pistorius var ekki dæmdur fyrir
morð að yfirlögðu ráði og hlaut því
einungis fimm ára dóm. Saksókn-
arar hafa áfrýjað dómnum og vilja
þyngri refsingu. – jhh
Oscar Pistorius
Ístex vinnur nær alla ull sem fæst af sauðfé hér á landi. Fréttablaðið/gva
Ef þú kemur þér upp
aðstöðu til þess að
vinna úr ullinni þá
getur hver sem er
gert það.
Guðjón Kristinsson,
framkvæmdastjóri
Ístex
1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m Á n u d A G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð