Fréttablaðið - 16.11.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.11.2015, Blaðsíða 8
Audi A5 2.0T Quattro 7.990.0002013 40 VW Polo Trendline 1.2 TDI Renault Clio IV 1500 Dynamic Skoda Rapid Spaceback 1.2 TSI Suzuki Grand Vitara 1.890.000 2.550.000 2.550.000 3.090.000 2013 2014 2014 2010 61 57 65 38 Skoda Octavia RS 2.0 TSI 5.590.0002015 1 VW Golf Trendline 1.4 TSI AT Hyundai I30 Comfort Wagon Skoda Yeti TDi Mercedes Benz E 200 Kompressor 1.880.000 1.890.000 4.890.000 1.690.000 2011 2009 2015 2005 119 92 138 1 Klettháls 13 · HeklaNotadirBilar.is · 590 5040 Glaðklakkalegt start Eigendaskipti Raf / Bensín Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll 30 Fólk kom saman fyrir framan kaffihúsið Bonne Biere í gær til þess að minnast þeirra sem féllu í árásunum í París á föstudags- kvöld. FréttaBlaðið/EPa Frakkland Alríkislögregla Banda- ríkjanna (FBI) mun senda rannsak- endur til Parísarborgar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn á hryðju- verkaárásum sem dundu á borginni á föstudagskvöld. Frá þessu greinir fréttastofa New York Times. Rannsakendurnir sem sendir verða sérhæfa sig í að endurheimta upp- lýsingar úr farsímum og tölvum. Þar að auki munu útsendararnir miðla öllum upplýsingum um árásirnar heim til Bandaríkjanna, sér í lagi til að kanna hvort árásarmenn hafi tengsl við Bandaríkin. Að minnsta kosti 129 féllu í árás- unum og 350 særðust. Í  gærkvöld voru enn 42 á gjörgæslu.  Stærstur hluti hinna föllnu var myrtur í árás sem gerð var á tónleikahöll- ina Bataclan þar sem hljómsveitin Eagles of Death Metal hélt tónleika fyrir um 1.500 gesti. Á miðjum tón- leikum réðust vígamenn inn og hófu skotárás. Tónleikagestir voru teknir í gíslingu og teknir af lífi, einn í einu. Lögregla réðst inn nokkru seinna og sprengdu þrír árásarmannanna sig í loft upp inni í húsinu. Einnig réðust árásarmenn að kaffi- húsum og veitingastöðum í nágrenn- inu og féllu 38 í þeim árásum hið minnsta. Þá féllu þrír í tveimur sjálfsmorðs- árásum nærri Stade de France þar sem karlalandslið Frakka og Þjóð- verja spiluðu vináttulandsleik í knatt- spyrnu. Francois Hollande Frakk- landsforseti var viðstaddur leikinn en var fluttur á brott í flýti um leið og tíðindi af árásunum bárust. Síðar um kvöldið lýsti hann yfir neyðarástandi FBI aðstoðar í París Bandaríska alríkislögreglan mun aðstoða við rannsókn á hryðjuverkunum í París. Minnst 132 féllu og 350 særðust þegar vígamenn Íslamska ríkisins réðust á borgina á föstudagskvöld. Mannskæðasta árás í Evrópu síðan í Madríd 2004. Evrópusambandið boðar mínútuþögn Leiðtogar Evrópusambandsins hvetja til einnar mínútu þagnar í dag klukkan 12.00 í tilkynningu sem send var út í gær. Tilkynningin er svohljóðandi: „Evrópusambandinu er alvarlega brugðið og syrgir nú vegna hryðju- verkaárásanna í París. Árásunum var beint gegn okkur öllum. Þessari ógn munum við mæta í sameiningu, með öllum tiltækum ráðum og af vægðar- lausri staðfestu. Frakkar eru mikil og sterk þjóð. Gildi landsins, frelsi, jöfnuður og bræðralag, voru og eru Evrópusam- bandinu innblástur. Í dag stöndum við í sameiningu með Frökkum og ríkisstjórn Frakklands. Afleiðingar þessa skammarlega hryðjuverks verða þveröfugar við ásetninginn að baki því, sem var að sundra, skelfa og sá hatri. Hið góða er illskunni yfirsterkara. Allt það sem unnt er að gera á evr- ópskum vettvangi til að tryggja öryggi Frakklands verður gert. Við munum taka til hvaða ráða sem þarf til að sigrast á öfgastefnu, hryðjuverkaógn og hatri. Við, íbúar Evrópu, munum öll minnast 13. nóvember 2015 sem sorgardags. Öllum Evrópubúum er boðið að taka þátt í einnar mínútu þögn til minningar um fórnarlömbin á hádegi, mánudaginn 16. nóvember.“ í Frakklandi og lokaði landamærum landsins í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Íslamska ríkið (ISIS) hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum sem eru þær mannskæðustu í Evrópu frá því 191 lést í hryðjuverkaárásunum á Madrid árið 2004. Þrír rifflar af gerðinni Kalashnikov, sömu tegund og notuð var í árás- unum, fundust í svartri Seat-bifreið í París í gær. Bifreiðin var flóttabíll árásarmannanna sem skutu á gesti veitingastaða í borginni. Þá handtók belgíska lögreglan sjö einstaklinga. Einn þeirra var bendl- aður við leigu á Volkswagen Polo sem árásarmennirnir í Bataclan höfðu notað. Lögreglan sagði enn fremur að tveir þeirra árásarmanna sem sviptu sig lífi hafi búið í höfuðborg Belgíu, Brussel. Auk þess var fjölskylda eins árásarmanna færð í gæsluvarðhald. Lögregla í París nafngreindi einn árásarmanna í gær, Ismaël Omar Mos- tefaï, 29 ára franskan ríkisborgara sem bjó suðvestur af París. Talið er að árásarmenn hafi verið átta talsins. Sjö féllu á föstudagskvöld en einn þeirra komst lífs af. Lýst var eftir manni að nafni Abdeslam Salah, hann handtekinn en síðan sleppt að loknum yfirheyrslum. Grikkir og Serbar staðfestu einn- ig að sýrlenskt vegabréf sem fannst nærri líki eins árásarmannanna hafi farið í gegn um löndin á leið sinni til Frakklands, leið sem margir flótta- menn fara. Þó er ekki víst að vega- bréfið sé ófalsað þar sem stór mark- aður er fyrir fölsuð sýrlensk vegabréf. thorgnyr@frettabladid.is 1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m Á n U d a G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.