Fréttablaðið - 16.11.2015, Page 12

Fréttablaðið - 16.11.2015, Page 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Enn snjallara heyrnartæki heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Nýja Beltone Legend heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Pantaðu ókeypis heyrnarmælingu í síma 568 7777 og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýriker. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypisheyrnarmælingsíðan 2004 Markmið morðingjanna í París um helgina var að höggva að rótum siðaðs samfélags. Ef siðuð lýðræðis-ríki telja sig í kjölfarið nauðbeygð til að grípa til aðgerða sem verulega hefta frelsi almennings til daglegra athafna fagnar ógnvaldurinn. Við viljum ekki stjórnvöld sem hafa líf borgaranna undir smásjá – ekki lögreglu og landamæraverði með alvæpni. Þannig fórnum við lífsgæðunum, sem skipa samfélögum okkar í fremstu röð. En ógnin frá blóð- þyrstum stigamönnum er raunveruleg. Gegn henni duga engin lausatök. Staðhæfing um að stríð geisi milli múslima og Evrópu stenst ekki. Til þess er of erfitt að festa hendur á óvinin- um. Öfgahóparnir eru fámennir og ekki fulltrúar neinna lögmætra yfirvalda, hvað þá heilla trúarbragða eða þjóða. Þeir njóta lítillar hylli í sínu nánasta umhverfi. Þetta er glæpastarfsemi frekar en hernaður. Í París voru afvegaleidd ungmenni að verki, heila- þvegin handbendi ofstækismanna sem vinna óhæfuverk sín í nafni trúarbragða, auðvitað umboðslausir með öllu. „Við erum miður okkar yfir því sem gerst hefur, en munum aldrei snúa baki við lífsgildum okkar,“ sagði Jens Stoltenberg, þáverandi forsætisráðherra Noregs, eftir voðaverkin í Útey sumarið 2011, þegar vitfirr- ingurinn Anders Breivik varð 77 manns að bana með heimagerðum sprengjum og skotvopnum. „Svarið er virkara lýðræði, opnara samfélag og meiri manngæska,“ sagði Stoltenberg og bætti við að norska þjóðin væri ekki í hefndarhug: „Við ætlum okkur að mæta hatrinu með ástúð,“ sagði hann. Viðbrögð Stoltenbergs vöktu aðdáun. Þó að Noregur verði aldrei samur eftir harmleikinn í Útey tókst Breivik ekki að eitra þannig út frá sér að fólk verði þess vart alla daga. Honum tókst ekki ætlunarverkið, að láta hatrið ala af sér meira hatur. Eirin Kristin Kjær varð fyrir fjórum skotum í Útey. Hún komst lífs af við illan leik. Hún var nokkrum árum áður skiptinemi á Höfn í Hornafirði og kom í heimsókn til Íslands skömmu eftir harmleikinn. Fréttablaðið tók við hana viðtal og hún sagði meðal annars: „Breivik er bara lítill maður – ekki skrímsli.“ Við skulum vona að Frökkum auðnist að vinna úr grimmd helgarinnar líkt og Norðmenn hafa gert. Aðstæður eru vissulega ólíkar. Breivik var einyrki. Hann var tekinn úr umferð. Í París voru ódæðismennirnir hluti af glæpagengi, sem enn er til. En tilgangurinn er hinn sami, að eyðileggja samfélagið. Það má ekki takast. Skoðun Donalds Trump, sem enn leiðir baráttuna um að verða forsetaefni Repúblikana í Bandaríkjunum, á atburðunum í París er hrollvekjandi. Hann sagði á fundi í Texas á laugardag að vopnaburður almennings í París hefði getað dregið úr hörmungunum: „Það var eng- inn með byssu nema vondu karlarnir, “ sagði hann og hneykslaðist á Frökkum fyrir stranga byssulöggjöf. Trump nefndi ekki, að byssur í almannaeigu í Banda- ríkjunum hafa kostað fleiri mannslíf en hryðjuverk þar í landi undanfarin ár. Vitfirring er ekki svarið við vitfirringu. Vitfirring Í París voru afvegaleidd ungmenni að verki, heila- þvegin handbendi ofstækis- manna sem vinna óhæfu- verk sín í nafni trúar- bragða, auðvitað umboðslausir með öllu. Öruggt veðmál Hinn mælski þingmaður Össur Skarphéðinsson ræðir pólitíkina í nýjasta föstudagsviðtali Frétta- blaðsins. Hann ræðir vanda Samfylkingarinnar, en líka póli- tískt landslag eins og það er í dag. „Miðað við pólitíska stöðu dagsins er ég til í að bjóða hverjum sem er upp á veðmál um að ríkisstjórnin muni falla í næstu kosningum,“ segir Össur, handviss. Það yrði svo sem ekki djarft teflt í þessu veðmáli hans Össurar. Síðasta árið hefur engin skoðanakönnun á fylgi flokkanna bent til þess að núverandi meirihluti á Alþingi myndi halda. Það þyrfti því að vera ansi bjartsýnn maður sem ætlaði sér að taka þessu veðmáli. Sama fylgið Einn af þeim sem fögnuðu fylgi Sjálfstæðisflokksins var Elliði Vignisson bæjarstjóri. „Það er hægt að lesa margt í þetta. Ekki leikur vafi á að breyttar áherslur seinasta landsfundar skipta hér miklu fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Elliði Vignisson og hvatti til þess að dreg- ið yrði úr afskiptum hins opinbera af einstaklingnum. Það er jákvætt að Elliði hvetji til aukins einstak- lingsfrelsis. Það er þó vafasamt að líta svo á að áherslur landsfundar hafi nokkuð breytt fylgi flokksins. Fylgið í nóvemberkönnuninni er nefnilega hið sama og í síðustu könnun Fréttablaðsins, frá því í júní, eða rétt undir 30 prósentum. jonhakon@frettabladid.is Næstum allt peningamagn í umferð er búið til af við-skiptabönkunum í formi rafrænna peninga (inn-lána). Rafrænir peningar myndast þegar bankinn býr til í reikning lántakanda við lántöku. Þetta verklag er svokallað brotaforðakerfi sem er við lýði um allan heim. Fyrir daga rafrænna peninga hafði ríkið, í gegnum seðla- bankann, einkarétt til að gefa út peninga, þ.e. seðla og mynt. Árið 1891 tók svissneska þjóðin, með þjóðaratkvæða- greiðslum, valdið til að prenta seðla af bönkunum og flutti til svissneska seðlabankans. Með réttu ætti hið sama að gerast í tilfelli innlána, algengustu peningategundarinnar. Í svissnesku stjórnarskránni er heimild þjóðarinnar til að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu tillögu um lagabreyting- ar. Niðurstöðurnar eru lagalega bindandi fyrir svissneska þingið. Grasrótarsamtökin „Vollgeld-Initiative“, sem hafa það markmið að færa peningasköpunarvaldið aftur yfir til seðlabankans, hafa nú safnað yfir 100.000 undirskriftum kosningarbærra manna og þannig knúið fram þjóðar- atkvæðagreiðslu um að taka peningasköpunarvaldið af viðskiptabönkum. Mun atkvæðagreiðslan fara fram á næstu árum. Sviss gæti því orðið fyrsta landið í heiminum til þess að endurbæta peningakerfið. Einungis seðlabankinn myndi þá koma nýjum peningum í umferð – bæði reiðufé og raf- rænum peningum, og hefði þannig meiri stjórn á peninga- magni í umferð. Rafrænir og órafrænir peningar yrðu að fullu tryggðir af seðlabankanum ef viðskiptabankar fara í þrot. Hætta á bankaáhlaupum væri úr sögunni. Bankarnir myndu sjá um bankareikninga í fjárvörslu fyrir viðskipta- vini – eins og í dag í tilfelli verðbréfa. Þá myndi ríkið fá aftur til sín þann hagnað sem peningasköpun hefur í för með sér og gæti því minnkað skuldsetningu sína veru- lega. Þetta eru hinir svonefndu þjóðpeningar (e. sovereign money) í stað bankapeninga (e. commerical bank money). En áður en þetta getur orðið að veruleika og Sviss orðið fyrsta landið sem leggur af brotaforðakerfið sem hefur verið allsráðandi undanfarin 200 ár, þurfa rúmlega tvær milljónir Svisslendinga að greiða nýju peningakerfi atkvæði sitt. Nýtt peningakerfi Rafrænir og órafrænir peningar yrðu að fullu tryggðir af seðlabank- anum ef viðskipta- bankar fara í þrot. Albrecht Ehmann viðskipta­ fræðingur og áhugamaður um betra peninga­ kerfi 1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m Á n U D A G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.