Fréttablaðið - 16.11.2015, Side 16
Fólk|
Mest seldu
ofnar á
Norðurlöndum
10 ára ábyrgð
Hjá okkur eru ofnar hitamál
LÁGHITA
MIÐSTÖÐVAROFNAR
Gæði fara aldrei úr tísku
Við kynnum nýja heimasíðu, www.isleifur.is
Dragháls 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
Fax 4 12 12 01
bílar
Verkefni
„Þegar þessu verk-
efni lýkur þá eru
ekki nema tvö
ár í bílprófið hjá
stráknum. Ætli það
verði ekki komið
eitthvert tryllitæki
til uppgerðar í bíl-
skúrnum á þeim
tíma, kannski bara
jeppi?“
fólk er kynningarblað sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
feðgarnir Björgvin Trausti Guð-mundsson og Ásgeir Fannar Björg-vinsson hafa alla tíð verið með
mikla græjudellu. Gegnum árin hefur
Björgvin átt nokkur mótorhjól, vélsleða
og jeppa en sonur hans, sem er þrett-
án ára, eignaðist fyrsta fjórhjólið sitt
aðeins tveggja ára gamall og hefur átt
nokkur mótorhjól síðan.
Nýjasta verkefni þeirra feðga er af
metnaðarfyllri gerðinni. Fyrir nokkrum
vikum hófu þeir tveggja ára verkefni
sem gengur út á að gera upp Honda
MTX 50cc mótorhjól, árgerð 1987, sem
þeim áskotnaðist frá góðum vin fjöl-
skyldunnar. „Um er að ræða tvö sams
konar hjól, annað gangfært en hitt
til uppgerðar. Hugmyndin er að gera
annað hjólið upp í óaðfinnanlegt ástand
og hafa það eins líkt og það var beint úr
kassanum á sínum tíma,“ segir Björgvin.
Það sem gerir þetta verkefni sérstak-
lega skemmtilegt er að þegar sonurinn
Ásgeir fær skellinöðruprófið eftir tvö ár
verður hann 15 ára en hjólið helmingi
eldra, eða 30 ára. „Hugmyndin var lengi
að fæðast hjá okkur. Ætli pabbi hafi
ekki átt hugmyndina en við feðgarnir
ræddum hugmyndina fram og til baka
og tókum sameiginlega ákvörðun um
að hrinda henni í framkvæmd þegar
okkur buðust þessi tvö hjól,“ bætir Ás-
geir við.
Pabbinn hjálPar til
Planið næstu tvö árin er að vinna verk-
efnið hægt og rólega. „Nú erum við t.d.
búnir að rífa mótorinn í sundur. Við
þurfum að panta alla varahluti, gler-
blása hann og mála. Síðan verður hann
settur saman aftur og geymdur uppi í
hillu. Næst verður eitthvað annað tekið
fyrir og farið eins að þar til allt er klárt
og hægt að setja hjólið saman,“ segir
Björgvin.
Flestir varahlutirnir verða pantaðir
á netinu enda ekki mikið til af þeim
hér á landi. Feðgarnir segjast vera svo
heppnir að eiga góðan vin sem er einn
mesti Honda-sérfræðingur landsins og
verði hann óspart notaður til aðstoðar
við varahlutaöflun. „Síðan er hugmynd-
in að ég vinni þetta sem mest sjálfur og
pabbi stígi inn í ef upp koma vandamál
sem eiga eflaust eftir að koma upp á,“
bætir Ásgeir við og segist mjög spennt-
ur fyrir þessari áskorun.
ljúfar minningar
Björgvin er ekki ókunnugur svona verk-
efnum í bílskúrnum. Faðir hans, sem nú
er látinn, var smiður og alltaf að brasa
eitthvað í skúrnum að sögn Björgvins.
„Ég á mjög margar ljúfar minningar með
honum enda var ég alltaf velkominn
þangað. Þótt hann hafi verið smiður þá
var hann með bíladellu sem endurspegl-
aðist í því sem hann smíðaði með mér
sem barni. Ég átti alltaf flottasta kassa-
bílinn, timburleikfangabílinn eða bátana
til að leika með. Þótt það hafi kannski
ekki alltaf verið hjálp í mér gaf hann mér
alltaf tíma til að brasa með sér. Þetta
kenndi mér að bjarga mér á efri árum
við flest það sem lífið hendir á mann og
verð ég honum ávallt þakklátur fyrir.“
næg Verkefni
Pabbinn á ekki mótorhjól í dag þótt
sonurinn sé að gera upp eitt slíkt í bíl-
skúrnum. Það gæti þó breyst á næst-
unni að sögn Björgvins og segir hann
þá feðga örugglega eiga eftir að hjóla
saman á komandi árum í einhverri
mynd. Spurðir um næstu verkefni segja
þeir af nægu að taka. „Nú er ég kominn
með mikinn áhuga á krossurum og er
alltaf með endalausa dellu fyrir fjórhjól-
um,“ segir Ásgeir. Aðalástæða þess að
mótorhjól varð fyrir valinu núna segir
Björgvin vera fyrst og fremst pláss-
leysi. „Fjórhjól tekur svo mikið pláss í
bílskúrnum. Þegar þessu verkefni lýkur
þá eru ekki nema tvö ár í bílprófið hjá
stráknum. Ætli það verði ekki komið
eitthvert tryllitæki til uppgerðar í bíl-
skúrnum á þeim tíma, kannski bara
jeppi?“ segir Björgvin að lokum.
SkaPað í Skúrnum
í bílSkúrnum Feðgarnir Björgvin og Ásgeir takast á við tveggja ára verkefni
sem gengur út á að gera upp 30 ára mótorhjól fyrir strákinn.
aðalmaðurinn „Síðan er hugmyndin að ég vinni þetta sem mest sjálfur og
pabbi stígi inn í ef upp koma vandamál,“ segir Ásgeir Fannar.
fjÖr framunDan Ásgeir Fannar ætlar að gera upp mótorhjól á tveimur árum með föður sínum, Björgvini Trausta. MYND/ANTON BriNk