Fréttablaðið - 16.11.2015, Síða 36

Fréttablaðið - 16.11.2015, Síða 36
Merkisatburðir Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Magnúsdóttir Rauðalæk 32, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. október sl., verður jarðsungin frá Laugarneskirkju 18. nóvember nk. og hefst athöfnin kl. 13. Svandís Árnadóttir Sævar H. Jóhannsson Gylfi Vilberg Árnason Soffía Guðlaugsdóttir barnabörn og langömmubörn. 1532 Francisco Pizarro og menn hans taka Atahualpa Inkakonung til fanga. 1621 Páfi gefur út tilskipun um að fyrsti janúar skuli verða fyrsti dagur ársins. 1632 Gústaf annar Adolf Svíakonungur fellur í orrustunni við Lützen. 1907 Stytta Einars Jónssonar af Jónasi Hallgrímssyni er afhjúpuð við Amt- mannsstíg. 1917 Reykjavíkurhöfn er formlega tekin í notkun. 1930 Austurbæjarskóli tekur til starfa. 1930 Lúðrasveitin Svanur er stofnuð. 1946 Jarðneskar leifar Jónasar Hallgríms- sonar eru jarðsettar í þjóðargrafreitnum. 1972 Heimsminjaskrá UNESCO er sett á stofn. 1996 Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Jónas Hallgrímsson, ljóðskáld og náttúru- fræðingur, fæddist þennan dag árið 1807 að Hrauni í Öxnadal. Hann orti ljóð, skrifaði sögur, þýddi verk, smíðaði nýyrði og kannaði íslenska náttúru. Verk hans mörkuðu djúp spor í Íslandssöguna. Að loknu stúdentsprófi frá Bessastaða- skóla fluttist Jónas til Kaupmannahafnar í frekara nám. Þar lagði hann stund á lögfræði, náttúrufræði og bókmennta- fræði og er hann þekktastur fyrir störf sín á síðastnefndum sviðum. Skáldið skildi eftir sig fjöldann allan af verkum sem mörg hver birtust í Fjölni, tímariti sem hann ritstýrði. Jónas lést í Kaupmannahöfn árið 1845. Þ etta g e r ð i st : 1 6 . n óv e m b e r 1 8 0 7 Skáldið Jónas Hallgrímsson fæðist mikil hátíðardagskrá er víða um land í dag í tilefni dags íslenskrar tungu sem nú er haldinn í nítjánda sinn, á fæðingar- degi Jónasar Hallgrímssonar. „Þetta er í þriðja sinn sem ég er með þetta verkefni ásamt Jóhannesi bjarna sigtryggssyni og höfum við unnið með menntamálaráðuneytinu. Í ár þá ákváðum við að prufa dálítið nýtt og hefur dagurinn ákveðið þema í ár, veðurorð. Ég er sjálf mikill áhugamaður um orð og finnst gaman að safna orðum um alls konar hluti,“ segir Hjördís erna sigurðardóttir, sagnfræðingur og skipu- leggjandi hátíðardagskrárinnar. Í ár verður dagurinn haldinn hátíð- legur með hátíðardagskrá á vegum mennta- og menningarmálaráðherra í bókasafni mosfellsbæjar. Þar að auki verður dagskrá í Árnagarði Háskóla Íslands á vegum mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, málþing í Hallgríms- kirkju um viðeyjarbiblíu, fyrsti áfangi stóru upplestrarkeppninnar og dagskrá í Háskólanum á akureyri svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki verður dagskrá í skólum og á bókasöfnum víða um land. illugi gunnarsson menntamálaráð- herra mun flytja ávarp í mosfellsbæ auk þess sem verðlaunahafarnir tveir, þeir sem hljóta verðlaun Jónasar Hall- grímssonar og sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu, verða kynntir og munu flytja ávarp. Orðaforði Íslendinga er áberandi í hátíðardagskránni. auk þess sem veður- orðin eru þema dagsins munu samtökin ’78 einnig fjalla um mikilvægi hinsegin orðaforða í Árnagarði. Hátíðarhaldarar óskuðu eftir því að Íslendingar sendu þeim sín uppáhalds- veðurorð og verða nokkrum þeirra gerð skil. „Þó nokkuð margir komu með skemmtileg veðurorð, sum mjög fáheyrð. Þau eru oft landshlutaskyld og merking þeirra líka. Þetta var bara mjög skemmtilegt að fá að kasta þessu út í samfélagið og fá svona viðbrögð því íslenskan væri fátækleg ef við hefðum bara þessa stóru hatta, gott veður og vont veður. Þá myndi vanta falleg blæ- og tilbrigðaorð um allt þar á milli,“ segir Hjördís. „við megum ekki týna uppáhalds- orðum okkar eins og til dæmis orðinu hundslappadrífa, það væri þyngra en tárum taki.“ thorgnyr@frettabladid.is Fagna degi íslenskrar tungu í nítjánda sinn Viðurkenningar og verðlaun verða veitt í bókasafni Mosfellsbæjar í dag í tilefni þess að dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í nítjánda sinn. Hjördís Erna Sigurðardóttir sagnfræðingur er annar skipuleggjenda dagsins og segist hún vera full tilhlökkunnar. Hjördís Erna Sigurðardóttir er mikill áhugamaður um orð og finnst gaman að safna orðum um alls konar hluti. Fréttablaðið/VilHElm Við megum ekki týna uppáhaldsorðum okkar eins og til dæmis orðinu hunds- lappadrífa. Það væri þyngra en tárum taki. Hjördís Erna Sigurðardóttir sagnfræðingur Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský. Hló hún á himni, hryggur þráir sveinn í djúpum dali. (Úr Ferðalokum, 1845) » Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Stefánsdóttir (Hidda) Suðurlandsbraut 58, lést 2. nóvember á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hennar hefur farið fram. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild B7 fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Guðrún Karlsdóttir Jens Hilmarsson Ásta Sigrún Karlsdóttir Stefán Örn Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. 1 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m Á n U D A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót blaðberum gafst á laugardaginn tækifæri til þess að fagna saman og skoða aðstæður hjá Póstdreif- ingu, sem sér meðal annars um dreifingu á Fréttablaðinu. „við höfum haldið þetta einu sinni á ári til þess að hvetja fólkið okkar og leyfa því að kynnast starfsem- inni hjá okkur. Þetta eru aðilar sem vinna hver í sínu hverfi og hittast aldrei. Þarna fá þeir tæki- færi til að hittast,“ segir Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri hjá Póstdreifingu. Hannes segir að þegar vetrar verði starf blað- beranna erfiðara en ella. Því hvetur hann fólk til þess að hafa ljós kveikt í anddyrum og gæta þess að snjór og hálka torveldi ekki blaðberum starfið. Ljós- myndari Fréttablaðsins smellti nokkrum myndum af blað- berum og má finna myndasafn á vísi. – jhh Blaðberar komu saman til að fagna Um 150 manns komu saman hjá Póstdreifingu á laugardaginn, þáðu veitingar og hlustuðu á tónlist. Fréttablaðið/DaníEl Þór ÁgúStSSon

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.