Fréttablaðið - 16.11.2015, Side 45

Fréttablaðið - 16.11.2015, Side 45
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR NÚ Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI FÁÐU ÞÉR BITA! ÍS LE N SK A/ SI A. IS /M SA 7 72 42 1 1/ 15 Hvað er betra á mánudögum en að skella í fljótlegan, einfaldan og gómsætan kvöldverð? Þessi pasta­ réttur tikkar í öll réttu boxin. (fyrir 3-4) 250 g sveppir (1 box) 130 g beikon 1 laukur 2 dl sýrður rjómi 2 dl rjómi 1/2 grænmetisteningur Salt og pipar Smá af cayenne-pipar (má sleppa) Aðferð Skerið sveppina í fernt, hakkið laukinn og skerið beikonið í bita. Hitið smjör á pönnu og steikið sveppina þar til þeir eru komnir með góða steikingarhúð, bætið þá lauk og beikoni á pönnuna og steikið áfram þar til beikonið er full- steikt og laukurinn orðinn mjúkur. Hellið rjóma og sýrðum rjóma yfir og látið sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Smakkið til með grænmetiskrafti, salti og pipar. Endið á að setja örlítið af cayenne- pipar fyrir smá hita. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu. Blandið pastanu saman við pasta- sósuna og hrærið smá af pasta- vatninu saman við. Það skemmir ekki fyrir að rífa parmesan yfir áður en rétturinn er borinn fram en það má þó vel sleppa því. Uppskrift fengin af Ljufmeti.com Pasta í rjómasósu með beikoni og svePPum Poppsöngkonan unga, Selena Gomez, hefur sett hús sitt í Kali­ forníu á sölu. Húsið keypti hún snemma árs 2014 en það stendur nálægt húsi fyrrverandi kærasta hennar, Íslandsvinarins Justins Bieber. Suttu eftir að Gomez keypti húsið þurfti hún að kallar þrisvar á lögregluna vegna eltihrellis sem kominn var inn á lóðina og var hann síðar handtekinn. Söngkonan hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið en nú síðast kom hún fram á tískusýningu Vict­ oria’s Secret. Í húsinu eru sex svefnherbergi, sjö baðherbergi, líkamsræktar­ stöð, gestahús, sundlaug og heilsulind og er það til sölu fyrir 2,8 millj­ ónir breskra punda. selena setur húsið á sölu Adele sendir frá sér nýja plötu þann 20. nóvember næstkomandi. Söngkonan Adele sagði í viðtali á dögunum að samband hennar við Simon Konecki hefði hjálpað henni við að komast yfir fyrr­ verandi kærastann sinn. Mörg af ástarlögum Adele eru sögð hafa verið samin um fyrr­ verandi kærastann hennar og sambandsslit þeirra. Adele sagði í viðtali að þrátt fyrir að það hljóm­ aði kannski augljóst þá stæði hún í þeirri trú að það væri hægt að læra að elska á ný þegar maður yrði ástfanginn á nýjan leik. Söngkonan sagði að samband hennar við Konecki og ástin sem þau deildu gerði henni kleift að horfast í augu við sinn fyrrverandi og segjast vera komin yfir hann. Adele og Konecki eiga saman þriggja ára son en þau hafa verið saman frá árinu 2012. Söngkonan gaf í október út sitt fyrsta lag í þrjú ár og er nú þriðju breiðskífu henn­ ar, 25, beðið með eftirvæntingu en áætlaður útgáfudagur hennar er 20. nóvember næstkomandi. adele alsæl L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 25M Á N U D A G U R 1 6 . N ó v e M B e R 2 0 1 5

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.