Fréttablaðið - 16.11.2015, Side 45
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –
Í S L E N S K U R
GÓÐOSTUR
NÚ Á SÉRSTÖKU
TILBOÐSVERÐI
FÁÐU ÞÉR BITA!
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/M
SA
7
72
42
1
1/
15
Hvað er betra á mánudögum en
að skella í fljótlegan, einfaldan og
gómsætan kvöldverð? Þessi pasta
réttur tikkar í öll réttu boxin.
(fyrir 3-4)
250 g sveppir (1 box)
130 g beikon
1 laukur
2 dl sýrður rjómi
2 dl rjómi
1/2 grænmetisteningur
Salt og pipar
Smá af cayenne-pipar (má sleppa)
Aðferð
Skerið sveppina í fernt, hakkið
laukinn og skerið beikonið í bita.
Hitið smjör á pönnu og steikið
sveppina þar til þeir eru komnir
með góða steikingarhúð, bætið
þá lauk og beikoni á pönnuna og
steikið áfram þar til beikonið er full-
steikt og laukurinn orðinn mjúkur.
Hellið rjóma og sýrðum rjóma
yfir og látið sjóða við vægan hita í
nokkrar mínútur. Smakkið til með
grænmetiskrafti, salti og pipar.
Endið á að setja örlítið af cayenne-
pipar fyrir smá hita.
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á
pakkningu.
Blandið pastanu saman við pasta-
sósuna og hrærið smá af pasta-
vatninu saman við. Það skemmir
ekki fyrir að rífa parmesan yfir áður
en rétturinn er borinn fram en það
má þó vel sleppa því.
Uppskrift fengin af Ljufmeti.com
Pasta í rjómasósu með beikoni og svePPum
Poppsöngkonan unga, Selena
Gomez, hefur sett hús sitt í Kali
forníu á sölu.
Húsið keypti hún snemma
árs 2014 en það stendur nálægt
húsi fyrrverandi kærasta hennar,
Íslandsvinarins Justins Bieber.
Suttu eftir að Gomez keypti húsið
þurfti hún að kallar þrisvar á
lögregluna vegna eltihrellis sem
kominn var inn á lóðina og var
hann síðar handtekinn.
Söngkonan hefur átt
góðu gengi að fagna
undanfarið en nú
síðast kom hún fram
á tískusýningu Vict
oria’s Secret.
Í húsinu eru sex
svefnherbergi,
sjö baðherbergi,
líkamsræktar
stöð, gestahús,
sundlaug og
heilsulind
og er það til
sölu fyrir
2,8 millj
ónir breskra
punda.
selena setur
húsið á sölu
Adele sendir frá sér nýja plötu þann 20.
nóvember næstkomandi.
Söngkonan Adele sagði í viðtali
á dögunum að samband hennar
við Simon Konecki hefði hjálpað
henni við að komast yfir fyrr
verandi kærastann sinn.
Mörg af ástarlögum Adele eru
sögð hafa verið samin um fyrr
verandi kærastann hennar og
sambandsslit þeirra. Adele sagði í
viðtali að þrátt fyrir að það hljóm
aði kannski augljóst þá stæði hún í
þeirri trú að það væri hægt að læra
að elska á ný þegar maður yrði
ástfanginn á nýjan leik. Söngkonan
sagði að samband hennar við
Konecki og ástin sem þau deildu
gerði henni kleift að horfast í augu
við sinn fyrrverandi og segjast vera
komin yfir hann.
Adele og Konecki eiga saman
þriggja ára son en þau hafa verið
saman frá árinu 2012. Söngkonan
gaf í október út sitt fyrsta lag í þrjú
ár og er nú þriðju breiðskífu henn
ar, 25, beðið með eftirvæntingu en
áætlaður útgáfudagur hennar er
20. nóvember næstkomandi.
adele alsæl
L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 25M Á N U D A G U R 1 6 . N ó v e M B e R 2 0 1 5