Fréttablaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 4
Viðskipti  Tæplega sjö árslaun þarf til að greiða fyrir hundrað fer- metra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 1,8 árslaun fyrir sambærilega íbúð á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Íslandsbanka um íslenska íbúða- markaðinn. Sé miðað við að meðaleinstak- lingur (með húsnæðislán) verji 16,5 prósentum af ráðstöfunartekjum í húsnæðiskostnað, eins og raunin var árið 2014, má áætla að það taki um 42 ár að greiða niður íbúðina á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við 11 ár á Vestfjörðum.  Munurinn á milli dýrasta og ódýr- asta fermetrans eftir landshlutum á árinu 2015 var um 286 prósent á meðan munur á milli hæstu og lægstu launa nam 24 prósentum. Því eru aðrir áhrifaþættir en laun sem valda þeim mikla mun sem sést á fermetraverði eftir landshlutum. Greining Íslandsbanka spáir því að verð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 9,3 prósent í ár, 11,4 pró- sent á næsta ári og um 6,6 prósent á árinu 2018. Jafnframt er því spáð að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um 7,8 prósent í ár, 9,7 pró- sent á næsta ári og um 3,4 prósent á árinu 2018. Verð íbúðarhúsnæðis á móti launum, leiguverði og byggingar- kostnaði er ekki langt frá langtíma meðaltali. Það gefur til kynna að ekki sé verðbóla á íbúðamarkaði. Ein ástæða hækkunar húsnæðis- verðs um þessar mundir að mati greiningarinnar er hröð hækkun kaupmáttar. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur launa muni aukast um ZENDIUM STYRKIR NÁTTÚRULEGAR VARNIR MUNNSINS FÉLAG ÍSLENSKRA TANNFRÆÐINGA MÆLIR MEÐ ZENDIUM TANNKREMI Fjórfalt fleiri árslaun þarf til að kaupa íbúð í höfuðborginni Greining Íslandsbanka spáir 11,4 prósenta hækkun íbúðarhúsnæðis á næsta ári. Aldrei hefur verið minna framboð íbúða á söluskrá og styttri sölutími. Skráðum eignum til útleigu á Airbnb í Reykjavík hefur fjölgað um 80 prósent á einu ári. Um 286 prósenta munur er á milli hæsta og lægsta fermetraverðs landsins. Langhæsta fermetraverðið á landinu er í 101 Reykjavík. FRéttabLaðið/ViLheLm ✿ Fjöldi árslauna eða ár* til að kaupa 100 m2 íbúð *Ár miðast við húsnæðisbyrði meðal einstaklings með húsnæðislán. 6,9 hbsv. 4,6 N.eystra. 4,0 Suðurl. 3,4 Suðurnes 2,4 austurl. 3,6 Vesturl. 2,9 N.vestra 1,8 Vestfirðir 42 ár 28 ár 24 ár 22 ár 22 ár 18 ár 15 ár 11 ár Danmörk Loka þurfti tveimur flugvöllum  og tveimur verslunar- miðstöðvum í Danmörku vegna sprengjuhótana í gær. Engar sprengj- ur fundust og starfsemin hófst aftur nokkru síðar. Lögreglan handtók 31 árs mann frá Slagelse vegna málsins. Það voru flugvellirnir í Hróars- keldu og Árósumog verslunarmið- stöðvar í Hróarskeldu og Slagelse sem var lokað. Sprengjuhótanir bárust einnig til sjúkrahúsa, skóla og fleiri verslunar- miðstöðva í Danmörku. Ekki var þó gripið til lokana víðar, enda þótti lögreglunni, þegar nánar var að gáð, ekki mark takandi á hótununum. Hótanirnar komu að sögn lögregl- unnar allar frá sama sendandanum. „Það lítur út fyrir að þetta hafi komið frá sama tölvupóstfanginu, þannig að væntanlega er þetta sami einstaklingurinn sem situr og dælir þessum sprengjuhótunum út um allt land,“ var eftir lögreglunni á vef danska ríkisútvarpsins. – gb Danir lokuðu flugvöllum vegna hótana Danskir lögreglumenn loka aðgangi að hróarskelduflugvelli. FRéttabLaðið/ePa kjaramál Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.38 mánudaginn 24. október næstkom- andi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samtök kvenna um kvennafrí sendu frá sér í gær. Því næst eru konur hvattar til þess að mæta á samstöðufund á Austur- velli undir kjörorðunum kjarajafn- rétti strax. Sama dag verður 41 ár liðið frá því konur um allt land lögðu niður vinnu til þess að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir þjóðfélagið. Alls mættu um 25 þús- und konur á Lækjartorgið í Reykjavík, héldu ræður og sungu baráttusöngva. Ellefu sinnum síðan hefur sams konar kvennafrídagur verið haldinn. – þea Taki kvennafrí tíu prósent á þessu ári, og 5,2 pró- sent á því næsta. Vaxandi kaup- máttur ráðstöfunartekna ásamt lýðfræðilegum þáttum, vexti í ferða- þjónustu og takmörkuðu framboði nýbygginga mun þrýsta verði upp. Deilihagkerfið hefur vaxið hratt undanfarin ár, en 3.049 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. Á hverjum degi í júlí var ein af hverjum átta íbúðum í 101 Reykjavík í leigu til ferða- manna í gegnum Airbnb. Einnig kemur fram í greiningunni að heildarfjöldi íbúða á söluskrá hefur ekki verið minni svo langt sem gögn Þjóðskrár Íslands ná, en einn- ig hefur meðalsölutími íbúða aldr- ei verið styttri. saeunn@frettabladid. lögreglumál Alda Hrönn Jóhanns- dóttir, aðallögfræðingur hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur  stigið til hliðar vegna rann- sóknar í kjölfar ásakana um að hún hafi borið aðra lögreglumenn röngum sökum. Alda kveðst hafna ásökununum. „Ég hef skilning á að fólk leiti réttar síns finnist því á sér brotið. Á hinn bóginn þykir mér hart að sæta rann- sókn fyrir það eitt að sinna starfi mínu í samræmi við starfsskyldur mínar,“ segir í yfirlýsingu sem Alda sendi frá sér í gær. „Ég vona að rannsókn þessari ljúki hið fyrsta og trúi staðfastlega að hún muni leiða hið sanna í ljós og hreinsi mig af öllum ásökunum,“ segir í yfir- lýsingunni. – gar Alda segist höfð fyrir rangri sök alda hrönn Jóhannsdóttir. kjaramál Sjómenn samþykktu í gær að boða til verkfalls sem að öllu óbreyttu hefst 10. nóvember. Níu- tíu prósent félagsmanna samþykktu aðgerðirnar en þar á meðal er félag Vélstjórnarmanna. Samningar náðust milli aðila fyrr á árinu en þeir voru felldir í atkvæðagreiðslu sjómanna. Síðan hafa verkföll verið í undirbúningi. Meðal ágreiningsefna í viðræðum sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, er þátttaka sjó- manna í greiðslu veiðigjalda og hvort afnema skuli nýsmíðaálagið. Sjómenn telja sig eiga heimtu á útgerðina. Þegar nýtt skip kemur til lands- ins renna tíu prósent af launum skipverja, næstu sjö árin, í kostnað sem hlýst af smíðinni. „Það var samið um þetta árið 2004 en þá var ástandið í greininni annað. Meðan útgerðin býr við myljandi hagnað þá finnst okkur ekki rétt að við greiðum með skip- unum,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjó- mannasambandsins. „Útgerðin hefur ekki viljað semja undanfarin ár vegna of mikillar óvissu um hag greinar- innar,“ segir Valmundur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2011 en verkfallsaðgerðir hafa verið í undirbúningi síðast- liðna mánuði. Ljóst er að verkfall mun hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir landvinnslu og grein- ar tengdar sjávarútvegi. „Við bindum vonir við að sættir náist áður en til verkfallsins kemur,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að verkfallið sé neyðarúrræði og komi til með að valda samningsaðilum og sam- félaginu öllu tjóni. Þá er þar bent á að nokkur fjöldi sjómanna hafi ákveðið að taka ekki þátt í atkvæða- greiðslunni. Síðasta sjómannaverkfall var árið 2001 en því lauk með lagasetningu og gerðardómi í kjölfar hennar. „Sá gerðardómur er enn að bíta okkur í hælana og var okkur til ama,“ segir Valmundur. – jóe Sjómenn vilja ekki borga nýju skipin fyrir útgerðir í landinu Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins . heiðrún Lind marteinsdóttir, héraðsdómslögmaður. 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r i ð j u D a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.