Fréttablaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 13
Það er jákvætt að loks sé verið að hækka þakið á greiðslum úr fæðing-
arorlofssjóði svo einhverju
nemur, en sú aðferð að hækka
greiðslur á einu bretti um 130
þúsund og miða þá breytingu
við ákveðinn dag er vægast
sagt furðuleg. Það hlýtur
alltaf að vera meginmarkmið
stjórnvalda að tryggja eins
og kostur er jafnræði meðal
þegna landsins. Það er ein
forsenda þess að þokkaleg
sátt ríki í samfélaginu. Þess
vegna er þessi ráðstöfun svo
óskiljanleg.
Hvaða sanngirni er í því að
foreldri barns sem fæðist 15.
október fái mörg hundruð
þúsund hærri greiðslur úr
sameiginlegum sjóðum en ef
barnið hefði fæðst degi fyrr?
Ég hef einhvers staðar séð því
svarað að svona hafi þetta
alltaf verið gert en það er auð-
vitað ekkert svar. Aðferðin
verður síst betri þótt henni
hafi áður verið beitt.
Ég gef mér að ríkisstjórnin
hafi á upphafsmetrum sínum
gert áætlun um það hve-
nær og hversu mikið ætti að
hækka greiðslur úr fæðingar-
orlofssjóði á kjörtímabilinu
þótt ekkert sé fjallað um
það í stjórnarsáttmálanum.
Svona ákvörðun er auðvitað
ekki tekin á hlaupum og ég
ímynda mér að það sé auð-
vitað bara helber tilviljun að
þessi mikla hækkun komi til
tveimur vikum fyrir kosn-
ingar. Þess vegna væri gott
að þeir sem bera ábyrgð á
málinu myndu útskýra hvers
vegna greiðslur hafi ekki
verið hækkaðar jafnt og þétt
yfir kjörtímabilið? Það væri
að mínu mati eðlilegri leið og
sanngjarnari. Fólk á aldrei að
fá á tilfinninguna að ákvarð-
anir stjórnvalda mismuni
fólki á tilviljanakenndan
hátt. Það er þó tilfellið hér
því miður.
Foreldrum
mismunað
Brynhildur
Pétursdóttir
þingkona
Bjartrar
framtíðar
Háskólamenntun, vísindi og tækni eru grunnstoðir þekk-ingarsamfélaga. Háskólar
leika sannarlega lykilhlutverk í þróun
íslensks samfélags með margvíslegum
hætti. Háskólamenntun leggur grunn
að bættum lífsgæðum fólks, allt frá
því að auka atvinnumöguleika þess og
tekjur til þess að stuðla að betri and-
legri og líkamlegri heilsu. Samfélag og
atvinnulíf tekur hröðum breytingum,
m.a. vegna örrar tækniþróunar sem
kallar á sífellt meiri sérþekkingu og
vel menntað vinnuafl. Háskólar þurfa
að vaxa og þróast til að mæta þessum
þörfum samfélagsins og stuðla að fram-
sæknu atvinnulífi.
Háskólarannsóknir hafa bæði sam-
félagslegt og hagrænt gildi. Menntun,
rannsóknir og nýsköpun auðga líf
okkar og stuðla að farsælla samfélagi.
Ekki verður tekist á við flóknar og
brýnar áskoranir samtímans, svo sem
loftslagsbreytingar eða lífsstílssjúk-
dóma, án aðkomu háskólanna. Þá er
nýsköpun, sem er einn helsti vaxtar-
broddur samfélaga, órjúfanlega sam-
ofin rannsóknum og starfi háskólanna.
Fjárfesting í vísindum og tækni skilar
sér í auknum langtíma hagvexti þjóða.
Tækifærin eru til staðar
Framsæknar þjóðir gera sér vel grein
fyrir mikilvægu hlutverki vísinda, tækni
og háskólamenntunar. Fjárfesting í
þekkingarkerfi háskólanna er grunnstef
í framtíðarsýn þeirra. Bandaríkin hafa
verið leiðandi í fjárfestingu hins opin-
bera á sviði vísinda og tækni. Nýlega
hafa önnur ríki sótt markvisst á, svo
sem Japan, Kína og Ástralía. Á sama hátt
stefna ríki Evrópusambandsins á að auka
framlög til vísinda og tækni. Markmið
þessara þjóða er einfalt: að treysta sam-
keppnishæfni sína til framtíðar. Þessar
þjóðir keppa að því að vera leiðandi í
framþróun sem byggist á þekkingu og
tækni enda er ljóst að mestu möguleikar
á bættum lífskjörum og auknum hag-
vexti byggjast á virkjun hugvits, þekk-
ingar og tækni.
Tækifærin hér á landi eru augljós. Þrátt
fyrir bága fjárhagsstöðu hafa háskólar
landsins sýnt eftirtektarverðan árangur
í rannsóknum. Við eigum vísindamenn
sem afla hundraða milljóna króna úr
erlendum samkeppnissjóðum á hverju
ári. Slíkur árangur skilar Háskóla Íslands
um þriðjungi af rekstrartekjum skólans,
en árið 2015 voru sértekjur skólans hátt
í sex milljarðar króna. Mikilvægi öflugra
rannsóknarhópa fyrir uppbyggingu
þekkingar í landinu er augljós. Að auki
skapa þeir störf og starfsumhverfi fyrir
vísindafólk á heimsmælikvarða sem gerir
Ísland að eftirsóknarverðu samfélagi. Það
ríkir hins vegar hörð samkeppni milli
þjóða um færasta fólkið.
Ætlar Ísland að sitja eftir?
Í ljósi alls þessa er illskiljanlegt að
íslensk stjórnvöld hafi ekki sett auk-
inn slagkraft í fjármögnun vísinda- og
háskólakerfisins. Þrátt fyrir að ákveðin
skref hafi verið stigin í rétta átt er óra-
langt í land, bæði hvað varðar framlög
til háskólakerfisins og nýsköpunar. Í
orði hafa verið sett fram metnaðar-
full markmið, til dæmis í núgildandi
stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem ráð-
herrar eiga sæti í, og í stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar en engar efndir er að
finna í fjármálaáætlun hins opinbera til
næstu fimm ára.
Með sama áframhaldi teflum við
háskólamenntun og lífsgæðum kom-
andi kynslóða í tvísýnu, drögum úr
möguleikum vísindafólks okkar til að
stunda framúrskarandi rannsóknir og
hægjum á nýsköpun hér á landi. Með
því að fjárfesta í háskólum, vísindum og
nýsköpun til jafns við nágrannaþjóðir
okkar fjárfestum við í framtíð þjóðar-
innar.
Framsæknar þjóðir
fjárfesta í þekkingu
Steinunn
Gestsdóttir
aðstoðarrektor
kennslumála og
þróunar við Há-
skóla Íslands
Svona ákvörðun er
auðvitað ekki tekin á
hlaupum og ég ímynda
mér að það sé auðvitað
bara helber tilviljun að
þessi mikla hækkun
komi til tveimur vikum
fyrir kosningar.
Með sama áframhaldi teflum
við háskólamenntun og lífs-
gæðum komandi kynslóða í tví-
sýnu, drögum úr möguleikum
vísindafólks okkar til að stunda
framúrskarandi rannsóknir
og hægjum á nýsköpun hér á
landi.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Mitsubishi ASX 4X4 er litla leynivopnið frá Mitsubishi. Hann býr yr miklum styrk og aksturseiginleikum
sem njóta sín vel bæði á mölinni og malbikinu. Svo er hann líka rúmgóður og tæknilega vel búinn.
Gíraðu þig inn á líð og láttu það leika við þig á nýjum Mitsubishi ASX.
Mitsubishi ASX Intense Dísil
Sjálfskiptur, fjórhjóladrinn frá:
4.990.000 kr.
FYRIR HUGSANDI FÓLK
MITSUBISHI ASX 4X4
GÍRAÐUR FYRIR LÍFIÐ
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 1 8 . o k T ó B e R 2 0 1 6