Fréttablaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johann- waage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vil- helmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 starri freyr jónsson starri@365.is The Sóley’s boys er ekki heiti á nýjasta íslenska drengjabandinu heldur er um að ræða hóp „þrosk- aðra“ og skemmtilegra karla sem tóku þátt í Hátíð gullna aldurs- ins í Slóveníu fyrr í þessum mán- uði. Umrædd hátíð, sem heitir Golden Age Gym festival, er hald- in annað hvert ár og ætluð fólki sem er komið yfir fimmtugt og vill skemmta sér saman, dansa og stunda alls kyns hreyfingu. Meðlimir hópsins hafa flestir stundað leikfimi saman um 25-30 ára skeið undir styrkri stjórn Sól- eyjar Jóhannsdóttur danskenn- ara. Einn þeirra er Björn Sveins- son sem kom inn í hópinn fyrir um tíu árum. „Ég sá auglýsingu í blaði um baktíma fyrir karla sem inni- hélt teygjur og þrek. Það var ein- mitt það sem mig vantaði þá. Hún er m.a. með öflugar styrktaræf- ingar fyrir kvið og bak og góðar þrekæfingar og svo er yfirleitt endað á góðri slökun.“ Fyrir nokkrum árum frétti einn hópmeðlima af þessari hátíð og kynnti fyrir Sóleyju og hinum körl- unum. „Ekki voru nú allir hrifn- ir af hugmyndinni en það endaði þó með því að hluti af hópnum tók þátt fyrir fjórum árum í Montecat- ini Terme á Ítalíu sem var einstak- lega skemmtileg upplifun. Fyrir síðustu áramót var tekin ákvörð- un um að taka þátt í hátíðinni í Sló- veníu og hafist var handa við að undirbúa atriði til sýningar.“ Makarnir Með Þema sýningaratriðanna í ár var Eurovision-söngvakeppnin þann- ig að lögin sem notuð voru þurftu að tengjast keppninni á einhvern hátt. „Fyrir valinu varð sigurlag- ið frá 2001 sem var framlag Eista. Atriði okkar var samblanda af danssporum og leikfimiæfingum. Óhætt er að segja að það hafi sleg- ið í gegn en atriðið var valið sem eitt af þremur „wild card“ atriðum á sérstakri sýningu sem stjórn há- tíðarinnar hélt.“ Karlarnir voru þó ekki einir á sviðinu því makar þeirra voru með í för. „Sóleyju datt í hug fyrir fjór- um árum að taka konurnar okkar með í atriðið. Þar sem þetta gekk svo vel upp fyrir fjórum árum var ekki spurning um að gera það aftur í ár. Og auðvitað voru þess- ar elskur frábærar skrautfjaðrir í annars vel heppnað atriði okkar.“ Fram undan eru frekari æfing- ar undir styrkri stjórn Sóleyjar að sögn Björns. „Það þarf að halda okkur í góðu formi, styrkja upp- handleggi, læri og aðra vöðva. Svo vonum við nú að þessi blessaði „six-pack“ fari að láta sjá sig. Svo er auðvitað stefnt á sjötta mótið sem haldið verður í Pesaro á Ítal- íu að tveimur árum liðnum.“ Slógu í gegn Hópur eldri karla tók þátt í Hátíð gullna aldursins fyrr í mánuðinum og sló í gegn. Flestir hafa þeir stundað leikfimi saman undanfarin 25 ár. the sóley’s boys ásamt sóleyju jóhannsdóttur. atriði þeirra var blanda af danssporum og leikfimiæfingum. björn sveinsson sló í gegn í slóveníu ásamt félögum sínum. mynd/stefÁn Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Blómapottar Mikið úrval afblómapottum í öl lum stærðum og gerðum TilboðParisarTizkanSKIPHOLTI 29B 20% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM NÝ SENDING AF VETRARVÖRUM YFIRHAFNARDAGAR! Lægra verð í Lyfju lyfja.is Liðverkir? 9 Inniheldur glucosamin súlfat 9 Duft í skammtapokum 9 Leyst upp í vatni – auðvelt að taka inn 9 Nær bragðalaust – með sætuefnum 9 Einn skammtur á dag Notkunarsvið: Glucosamin LYFIS er notað til að draga úr einkennum vægrar til meðalsvæsinnar slitgigtar í hné. Ekki má nota lyfið ef um er að ræða ofnæmi fyrir glucosamini, einhverju öðru innihaldsefni lyfsins eða fyrir skelfiski, þar sem glucosamin er unnið úr skelfiski og ef um er að ræða meðfæddan efnaskiptasjúkdóm (fenýlketonmigu). Gæta skal sérstakrar varúðar: Einstaklingar með sykursýki, astma, alvarlegt lifrar- eða nýrnavandamál, óþol fyrir einhverjum tegundum sykurs eða eru á natríumskertu fæði skulu leita ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Einnig þarf að útiloka að um sé að ræða annan liðsjúkdóm. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki liggja fyrir nægilegar upplýsingar um notkun og því skal ekki nota Glucosamin LYFIS á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf. Skömmtun: Fullorðnir, einnig aldraðir: Innihald eins skammtapoka á dag, helst með mat. Algengustu aukaverkanir: Ógleði, kviðverkur, meltingartruflanir, vindgangur, hægðatregða og niðurgangur. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Febrúar 2014. Glucosamin LYFIS Við vægri til meðalsvæsinni slitgigt í hné 1.178 mg glucosamin – 30 skammtapokar afslátt ur 20% ALLTAF VIÐ HÖNDINA Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs-appinu ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.