Fréttablaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 2
Veður
Vestanátt með skúrum í dag, en léttir til
SA-lands. Hiti 5 til 10 stig, hlýjast á SA-
landi. sjá síðu 18
Birta í skammdeginu
„Ég er bara með ljós í gluggunum og aðeins úti á palli, set þau til að hafa birtu,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir en skrautlegt hús hennar í Flétturima
í Grafarvogi vekur talsverða athygli. Ljósaseríur prýða alla glugga. Sjálf lítur Hjördís ekki á þær sem jólaseríur sem hún hlakkar til að setja upp
síðar. „Þegar nær dregur desember tek ég hvítu seríurnar úr gluggunum og set rauðu jólaseríurnar í staðinn,“ segir Hjördís. Fréttablaðið/Eyþór
mynd sem þú mátt ekki missa af
- v a r i e t y- E n t e r t a i n m e n t w e e k l y
“emily blunt gives rachel
multiple dimensions”
“superb job”
“emily blunt is perfect”
“solid thriller”
“the girl on the train is
sexy and brutal”
“vivid performances
from the cast”
NOREGuR Af 620 sem útskrifuðust
frá lögregluháskólanum í Noregi í
ár höfðu aðeins 59,5 prósent fengið
starf hjá lögreglunni fyrir lok júni.
Inni í tölunum eru sumarafleysingar
og ráðning til bráðabirgða að því er
norska ríkisútvarpið segir.
Af þeim sem stóðust prófið 2015
var 95,1 prósent starfandi innan lög-
reglunnar í júní í ár. Dæmi eru um
að nýútskrifaður lögreglumaður
hafi boðist til að vinna launalaust.
Ekki er ráðið í stað lögreglu-
manna sem hætta. – ibs
Atvinnuleysi hjá
lögregluþjónum
Hundruð norskra lögreglumanna eru
án vinnu. NOrDiCPHOtOS/aFP
samfélaG „Við erum að sjá mjög
mörg tilvik um að vændi sé gert út
frá leiguíbúðum, til dæmis á vegum
Airbnb, hér á landi,“ segir Snorri
Birgisson, rannsóknarlögreglu-
maður hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu.
Í samtali við Fréttablaðið lýsti
leigusali því hvernig það er að tak-
ast á við það þegar upp kemst um
að vændi hafi verið stundað í íbúð
hans. Tvær konur höfðu tekið íbúð-
ina á leigu og auglýst sig á vændis-
kaupasíðu á netinu. Vændiskaup-
endum var vísað í íbúðina og þar
fór vændisstarfsemin fram. Þar sem
konurnar höfðu ekki gerst brotlegar
við lög var ekki hægt að kveðja lög-
regluna á vettvang.
Leigusalinn taldi einfaldast að
láta leigutímann renna út og vera
frekar á varðbergi varðandi hverjum
hann leigði íbúðina í framtíðinni.
Snorri Birgisson segir að lítið sé
um að nágrannar og húseigendur
tilkynni til lögreglu grun um vændi.
Aðallega sé um að ræða erlenda
gesti sem stoppi hér á landi í fimm
til tíu dag og ferðist svo áfram um
Norðurlöndin. Gríðarlega erfitt er
að ná til þessara einstaklinga en
þeir vilja almennt ekki ræða við
lögregluna né veita henni nokkrar
upplýsingar enda eru þeir í mjög
viðkvæmri stöðu.
„Fólk er náttúrulega ekki alltaf
meðvitað um í hvaða tilgangi fólk
kemur hingað til lands eða áttar sig
ekki á að vændi kunni að eiga sér
stað,“ segir Snorri
Að sögn Snorra Melax, tals-
manns Samtaka um skammtíma-
leigu á heimilum, hafa engin dæmi
um vændi í leiguhúsnæði komið á
þeirra borð.
„Við viljum frekara samstarf við
lögregluna, hafi þetta komið upp
í skammtímaleiguhúsnæði, og
hvernig hjálpa megi leigusölum að
forðast þetta,“ segir Snorri.
Á síðustu árum hefur Snorri
Birgisson stýrt verkefni undir hand-
leiðslu innanríkisráðuneytisins.
Verkefnið er fræðsluátak sem búið
er að skila töluverðri vitundar-
vakningu um mansal og vændi. Það
er unnið í samráði við velferðar-
ráðuneytið, Starfsgreinasamband
Íslands og mannréttindaskrifstofu
Reykjavíkurborgar. Alls hafa 60
fundir verið haldnir og rúmlega tvö
þúsund manns sótt þá.
thorgeirh@frettabladid.is
Eigendur Airbnb-íbúða
kvarta undan vændi
Leigusali lýsir erfiðri reynslu af vændisstarfsemi í íbúð hans. Mikið um að vændi
sé auglýst í miðborg Reykjavíkur á netinu. Sjaldgæft er að þeir sem selja sig leiti
til lögreglu eða veiti upplýsingar. Leigusalar vilja meira samstarfi við lögregluna.
✿ skráðar airbnb-íbúðir í Reykjavík
samkvæmt Airdna í september 2015
Virkar Airbnb-íbúðir
Skráð leyfi í öllum flokkum
Fólk er náttúrulega
ekki alltaf meðvitað
um í hvaða tilgangi fólk
kemur hingað til lands.
Snorri Birgisson,
rannsóknar-
lögreglumaður
Hvað er Airbnb?
Airbnb er vefsíða þar sem leigja
má gistingu. Hún var stofnuð
árið 2008 en höfuðstöðvar fyrir-
tækisins eru í San Francisco í Kali-
forníu. Á síðunni eru yfir 800.000
gistiheimili og íbúðir skráð í 33.000
borgum í 192 löndum.
HEimilD: WikiPEDia
stjóRNmál Katrín Jakobsdóttir,
formaður VG, sendir Pírötum þau
skilaboð að ef þeir vilji samræður
stjórnarandstöðu um nýja ríkis-
stjórn sé eðlilegast að allir flokk-
arnir hittist í sameiningu. Píratar
ætluðu sér að ræða við hvern flokk
í einu á tæplega klukkustundar-
löngum fundum á morgun.
„Í sjálfu sér er ég jákvæð í garð
hugmyndarinnar um að flokkar
ræði saman fyrir kosningar um
mögulegt samstarf að loknum
kosningum,“ segir Katrín. „Hins
vegar mun ég óska eftir því við
Pírata að við hittumst öll í samein-
ingu og förum yfir málin í stað þess
að flokkarnir mæti til Pírata hver í
sínu lagi.“
Viðreisn, Bjartri framtíð, Sam-
fylkingu og VG er boðið til fundar
til Pírata á morgun og mun fyrsti
flokkurinn mæta til Pírata klukkan
tíu og svo koll af kolli.
Björt Ólafsdóttir, þingkona
Bjartrar framtíðar, segir flokkinn
auðvitað mæta til samtals. Hins
vegar sé þetta nokkuð undarleg
röðun.
„Píratar eru að missa fylgi í skoð-
anakönnunum og ætla nú að setja
sig í forystusæti og stýra samtalinu
á þennan hátt. Ég hefði talið eðli-
legra að við mættum
öll til samtals á sama
tímanum og gætum
ráðið ráðum okkar,"
segir Björt.
– sa
Fundur verði
sameiginlegur
katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Fréttablaðið/ErNir
björt ólafs-
dóttir, þing-
kona bjartrar
framtíðar.
1 8 . O k t ó b E R 2 0 1 6 Þ R I ð j u D a G u R2 f R é t t I R ∙ f R é t t a b l a ð I ð