Fréttablaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 10
Allt sem þú vilt vita um hindúisma, búddisma, endur- holdgun, stjörnuspeki, Kóraninn, Biblíuna, taóisma, shintó, ISIS, shía múslíma, súfista, Mishna, Talmúd, jóga, Vísindakirkjuna, Moonista, tíbetíönsku dauðabókina, Avolakitesvara, spíritisma, kirkju- deildirnar, krossferðir, súnnímúslíma - og margt margt fleira, - færð þú að vita á 5 vikna námskeiði um trúarbrögð heimsins sem byrjar í Gerðubergi 1. febrúar næstkomandi Leiðbeinandi er Þórhallur Heimisson sem hefur fjallað um trúarbrögð heimsins á fjölmörgum námskeiðum - auk þess að vera leiðsögu- maður í ferðum á merkustu slóðir trúarbragðanna Þórhallur Heimisson, prestur og ráðgjafi Sími (ÍS) 00354- 8917562 Staður; Gerðuberg Tími: 1., 8., 15., 22. og 29. febrúar kl.20.00-22.00 Skráning og upplýsingar á thorhallur33@gmail.com Trúarbrögð heimsins © ès/C orbis MBMR_Ireland_Launch_poster_01.indd 1 20/05/2015 19:02 Hún er ekki glæpamaður! Írsk stjórnvöld brjóta mannréttindi kvenna og stúlkna með harðneskjulegri fóstureyðingarlöggjöf. Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir pall- borðsumræðum þar sem írska fóstureyðingarlöggjöfin verður rædd og heimildarmyndin Take the boat sýnd í Bíó paradís, miðvikudaginn 27. janúar kl. 19:30. Gestafyrirlesarar eru: gaye edwards þolandi fóstureyðingar- löggjafarinnar, Sorcha Tunney frá Amnesty International á Írlandi og Camille Hamet, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar. FríTT inn og allir velkomnir! minn líkami mín rÉTTinDi Frakkland Manuel Valls, forsætis- ráðherra Frakklands, segir ómögu- legt að fella neyðarlög úr gildi fyrr en fullnaðarsigur hefur unnist á víga- mönnum Íslamska ríkisins, DAISH- samtökunum svonefndu. „Við verðum að uppræta og útrýma DAISH í Afríku, Mið-Austur- löndum og Asíu,“ sagði Valls í viðtali við BBC á alþjóðlegu efnahagsráð- stefnunni í Davos í Sviss í gær. Hann sagði alþjóðlegt stríð vera háð gegn hryðjuverkamönnum. „Á meðan ógnin er til staðar, þá verðum við að grípa til allra ráða,“ sagði Valls og hélt því fram að stríð gegn hryðjuverkamönnum væri alheimsstríð: „Stríðið, sem við heyj- um, þarf líka að vera altækt, hnatt- rænt og miskunnarlaust.“ Neyðarlögin voru sett í kjölfar hryðjuverkanna í París í nóvember. Þau eiga að renna úr gildi 26. febrúar. Valls segir, í sama viðtali, nauð- synlegt að finna pólitíska lausn á ástandinu í Sýrlandi og Írak. En um leið þurfi Evrópusambandið að grípa strax til aðgerða til að verja ytri landamæri sín gegn þeim straumi flóttamanna, sem er að flýja styrj- aldarástandið þar. „Ef Evrópa er ófær um að gæta landamæra sinna, þá er hugmyndin sjálf um Evrópu í húfi,“ sagði Valls, og á strangt til tekið við Evrópusam- bandið þegar hann talar um Evrópu. Hann sagði auk þess vonlaust að Evrópuríki gætu tekið við öllum sem flýja frá Sýrlandi og Írak. Það myndi grafa undan öllum stöðugleika í Evr- ópulöndum. Á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Evrópu, flestir frá Sýr- landi og flestir sjóleiðina yfir Mið- jarðarhafið. Þúsundir drukknuðu í hafinu. Valls sagði, aðspurður, að hann teldi Angelu Merkel Þýska- landskanslara ekki hafa gert mistök þegar hún sagði flóttafólk velkomið til Þýskalands. Hins vegar hefðu þess- ar yfirlýsingar hennar haft mikil áhrif. Flóttamannamálin voru helsta umræðuefnið í gær á fundi Merkel með Ahmed Davutoglu, forsætis- ráðherra Tyrklands, sem kom í heim- sókn til Þýskalands. Davutoglu leggur áherslu á að Evrópusambandið útvegi Tyrkjum meira fé til þess að sinna flóttafólki í Tyrklandi. Meira en 2,5 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi eru í Tyrk- landi. – gb Neyðarlögin ótímabundin Forsætisráðherra Frakklands segir stríðið gegn DAISH-samtökunum vera alþjóðlegt. Ekki sé hægt að aflétta neyðarlögum fyrr en þessu stríði sé lokið. Tugir drukknuðu Tugir flóttamanna drukknuðu í Eyjahafinu í gær, við grísku eyjarnar Farmakonisi og Kalolimnos. Fólkið var á litlum bátum á ferðinni frá Tyrklandi til Grikklands þegar bátunum hvolfdi. Fyrst hvolfdi bát með 48 manns innanborðs við grísku eyna Farma- konisi. Átta þeirra létust, ein kona og sjö börn, en 40 tókst að komast í land. Nokkru síðar hvolfdi bát með allt að sjötíu manns innanborðs út af eyjunni Kalolimnos. Tuttugu og sex þeirra björguðust en allt að 44 fórust. Í gær var búið að finn lík 34 þeirra. Á síðasta ári drukknuðu um 3.800 manns í hafinu á leiðinni til Evrópu. Ef Evrópa er ófær um að gæta landa- mæra sinna, þá er hugmynd- in sjálf um Evrópu í húfi. Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands Forsætisráðherra Frakklands segir stríðið gegn DAISH verða að vera miskunnarlaust. NorDIcpHotoS/AFp 2 3 . j a n ú a r 2 0 1 6 l a U G a r d a G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.