Fréttablaðið - 23.01.2016, Síða 16

Fréttablaðið - 23.01.2016, Síða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Ég skrifa eftirfarandi hugleiðingar gegn betri vitund og góðum ráðum. „Æi, ég nenni ekki að eyða helginni í virka í athugasemdum,“ sagði eiginmaðurinn. „Aldrei að játa,“ sagði lögfræðingurinn í fjölskyldunni. En ég verð. Ég verð að játa. Ég er sek. Ég er ein af þessum afætum. Vegna mín kveljast börn, gamalmenni svelta og heilbrigðiskerfið koðnar niður. Já, ég fékk úthlutað listamannalaunum í ár. Ég bið hvorki um fyrirgefningu né uppreist æru. Til- gangur minn er aðeins sá að útskýra hvernig einhver leiðist út á braut slíkrar óreglu og samfélagslegra spell- virkja. Ylvolg mjólk úr ríkisspenanum Ég ætlaði alltaf að verða rithöfundur. Ég ætlaði samt ekki að verða svona klisja með kúluhatt sem drekkur bara kaffi á Hressó og dettur í það á Grand rokk. Ég ætlaði ekki að verða týpan sem kaupir föt með því að stíga um borð í tímavél og dreymir blauta drauma um að detta niður tröppur, fótbrotna og deyja úr blóðeitrun. Ylvolg mjólk úr ríkisspenanum skyldi aldrei nokkurn tímann þynna út latte-ið mitt. En svo skrifaði ég bók sem seldist eins og fótanuddtæki á níunda áratugnum. Djöfull var ég góð með mig þegar það þurfti að endur- prenta. Ég hafði sýnt þessum lúserum hvernig átti að gera þetta. Ég beið þess að Hannes Hólmsteinn byði mér í kaffi til að þakka mér fyrir að sanna að lögmál frjáls- hyggjunnar giltu líka um listir. Ritlaunin hlytu að kaupa mér tvö ár til að skrifa næstu bók og allavega eina utan- landsferð. En raunin varð önnur. Takk Fyrir viku bárust fréttir af breskum bókamarkaði sem komu engum á óvart. Athugun tímaritsins The Bookseller á ritlaunum breskra höfunda leiddi í ljós að fæstir rithöf- undar geta lifað af bókaskrifum. Það sem kom hins vegar mörgum á óvart var að þeim fer fækkandi. Hart hefur verið tekist á um listamannalaun í íslenskum fjölmiðlum. Umfjöllun um listamannalaun, tilgang þeirra og ráðstöfun, á fullkomlega rétt á sér, rétt eins og um önnur fjármál ríkisins: Tímum við að verja 180 milljörðum í búvörusamning eða tugum milljarða í jarðgöng? Svo virðist þó sem tilgangur listamannalaun- anna gleymist gjarnan í skáldlegri fúkyrðagleðinni. Margir virðast telja að rithöfundar á listamannalaun- um sitji nú með banana í eyrunum í demantsskreyttum fílabeinsturnum, belgi sig út af hægelduðum gullgæsum, stingi svo fingri ofan í kok og kasti upp til að hafa pláss fyrir meira. Svo er hins vegar ekki. Flestir sitja höfund- arnir á eldhúskolli með örbylgju núðlur í skjálfandi lúk- unum og nefið ofan í uppnefnunum sem þeim eru gefin í athugasemdakerfum internetsins. Flestir eru þeir – þar með talið undirrituð – þakklátir þjóðinni fyrir tækifærið sem þeim hefur verið gefið og staðráðnir í að standa sig. Aðallega eru þeir þó að gera í buxurnar af ótta við yfir- vofandi dómsuppkvaðningu um afrakstur vinnu þeirra. Fjárfesta eða ekki fjárfesta? Gamli íslenskuprófessorinn minn, Eiríkur Rögnvaldsson, varaði nýlega í Fréttablaðinu við hættunni sem íslensk- unni stafar af hinum enska menningarheimi vegna „snjalltækjabyltingarinnar“. Ég þekki þetta sjálf. Þegar ég eignaðist rafbókalesara tók ég í auknum mæli að lesa bækur á ensku; þær voru ódýrar og aðgengilegar. Og þar liggur hundurinn grafinn. Ritlaunin fyrir bókina mína nægðu fyrir vöxtum af húsnæðisláninu í þrjá mánuði, þriggja mánaða skammti af örbylgjunúðlum og einum maskara. Hannes Hólm- steinn bauð mér aldrei í kaffi. Ef rithöfundar sem skrifa á ensku, þriðja algengasta móðurmáli veraldarinnar, geta ekki lifað af skrifum sínum, hvaða möguleika eigum við Íslendingar á að viðhalda tungu og menningarlífi á okkar 330.000 manna móðurmáli? Tilgangur listamannalauna er ekki að gera völdum bóhemum kleift að vinna ekki ærlegt handtak. Það eru aðeins hliðaráhrif launanna. Listamannalaun eru fjár- festing til að halda íslenskri menningu og tungu á lífi. Hvort við kærum okkur um að halda íslenskunni á lífi er svo stóra spurningin. Ég er afæta Trump setti svo punktinn yfir i-ið í vikunni þegar hann kom fram ásamt Söru Palin, sem þykir líklegt varaforseta- efni nái hann kjöri. Fæst í apótekum, Krónunni, Fjarðarkaup, Hagkaup, Nettó og Græn heilsa. Duft í kalt vatn eða boost Styður: Efnaskipti og öugri brennslu Minni sykurlöngun Slökun og svefn Vöðva og taugastarfsemi Gott á morgnana og kvöldin 1/3 tsk = 350mg - ekkert bragð ENGIN MAGAÓNOT Mikill virkni Náttúrulegt Þörunga magnesíum Svo virðist sem ýmiss konar sannindi í pólitík teljist ekki sönn lengur.Á Íslandi höfum við kosningasigur Besta flokksins og Pírata, sem áfram fara með himinskautum í skoðanakönnunum. Í Bret-landi tókst sósíalistanum Jeremy Corbyn að ná formannsstóli Verkamannaflokksins. Annars staðar hafa ógeðfelldari öfl átt upp á pallborðið, eins og Svíþjóðardemókratar eða Jobbik í Ungverjalandi. Vandi er um að spá hverju þetta sætir. Margir virðast sammála um að efnahagshamfarirnar 2008 hafi verið ákveðin vatnaskil. Ef til vill sýndi efna- hagsóstjórnin á árunum fyrir heimskreppuna að hin hefðbundnu stjórnmálaöfl eru langt í frá óskeikul eða áhættulaus kostur á valdastól. Hver er þá hættan við að hleypa öðrum að? Inn- viðir Reykjavíkurborgar hrundu ekki á meðan Besti flokkurinn var við völd. Því er ólíklegt að einhver koll- steypa verði þótt Píratar komist í ríkisstjórn. Völd eiga það líka til að gera fólk íhaldssamara en það taldi sig áður en til kastanna kom. Kosningabaráttan fyrir bandarísku forsetakosning- arnar endurspeglar ofangreint að nokkru leyti. Tveir kandídatar, sem áður þóttu varla sérlega forsetalegir, eru nú allt að því líklegastir til að hljóta útnefningu sinna flokka. Um Donald Trump þarf vart að fjölyrða. Fram- bjóðandinn sem keppist við að yfirbjóða andstæðinga sína. Hann vill loka landamærunum við Mexíkó, banna múslimum að koma til Bandaríkjanna, afneitar staðreyndum um hlýnun jarðar og hefur lýst því yfir að varpa eigi kjarnorkusprengjum á Norður-Kóreu. Trump setti svo punktinn yfir i-ið í vikunni þegar hann kom fram ásamt Söru Palin, sem þykir líklegt varaforsetaefni nái hann kjöri. Líkur sækir líkan heim. Á hinum vængnum er það öldungurinn Bernie Sanders sem gæti staðið uppi sem sigurvegari. Sanders lýsir sjálfum sér sem sósíaldemókrata. Er andvígur bankaræðinu á Wall Street og vill innleiða skatta- hækkanir á efnamesta fólkið. Hann vill jafnframt að allir geti notið heilbrigðisþjónustu, hefur hugmyndir um að innleiða fæðingarorlof og hvetur til varkárni í utanríkismálum. Varla sérstaklega róttækt á norrænan mælikvarða, en nóg til að vera sakaður um daður við kommúnisma vestan hafs. Spurningin er svo hver yrði niðurstaðan ef þessir andstæðu pólar myndu mætast í kjörklefanum. Ómögulegt að segja en líklegt er að bandarískir kjósendur myndu skiptast í tvær hnífjafnar fylkingar. Í þessu liggur sennilega stærsta tækifæri Hillary Clin- ton. Hún nær til breiðari hóps en Bernie Sanders og er líklegri til að sækja atkvæði á miðjuna. Um þetta þarf hún að sannfæra demókrata á næstunni. Hjá repúblikönum er hins vegar ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að miðjukandídötum. Trump hefur líka ýtt mörgum kollegum sínum lengra til hægri með yfirboðum sínum. Spurningin er hvort kjósendur demókrata greiða atkvæði með höfðinu eða hjartanu í komandi próf- kjörum. Hvernig sem fer fylgjumst við hugfangin með. Höfuð eða hjarta? 2 3 . j a n ú a r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.