Fréttablaðið - 23.01.2016, Side 30

Fréttablaðið - 23.01.2016, Side 30
V ið komum aftur til Íslands þegar stríðið byrjaði. Við skildum allt sem við áttum eftir í Sýrlandi. Á leið okkar til Íslands sáum við fréttir af framvindunni. Við vorum á flugvellinum í London og sáum frétt um átökin í sjónvarp- inu. Mamma brast í grát, við vorum öll í áfalli,“ segir Maya um flutning fjölskyldunnar til Íslands árið 2011. Maya er fædd í Reykjavík en er alin upp í tveimur löndum. Sýrlandi og Íslandi. Foreldrar hennar eru sýr- lenskir. „Pabbi flutti fyrst til Íslands fyrir nærri því fjörutíu árum. Hann kynntist íslenskri konu í Þýskalandi sem kynnti hann fyrir íslensku sam- félagi. Hann settist hér að og hóf rekstur verslunarinnar Þúsund og ein nótt. Hann eignaðist fjögur börn sem búa hér, í Bandaríkjunum og í Svíþjóð. Hann er orðinn áttatíu og tveggja ára og rekur í dag verslunina Hókus Pókus með syni sínum.“ Með annan fótinn í Sýrlandi Faðir Mayu ber íslenskt fornafn, Arnar. Hann skildi og kynntist móður Mayu, Hala, í Sýrlandi. „Hann flutti með henni hingað og við erum þrjú alsystkinin. Ég á tvo yngri bræður sem eru í grunnskóla og menntaskóla. Við erum auð vitað stór, öll fjölskyldan, þegar allir er taldir saman. Ég hef alltaf átt heima í tveimur löndum því við fluttum fram og til baka. Ég var til dæmis bæði í leik- skóla hér og í Damaskus. Ég var í raun með annan fótinn í Sýrlandi og hinn á Íslandi mín uppvaxtarár.“ Maya segir það eflaust hafa mótað sig að hafa átt tvö heimalönd. Frá því að stríðsátökin brutust út í Sýr- landi hefur fjölskyldan búið við ótta og sorg. „Það var gott fólk í Sýrlandi, og það er ákaflega fallegt þar. Ég vissi ekki hversu mikið ég elskaði Sýr- land fyrr en stríðið byrjaði og ég komst ekki þangað aftur. Vinkonur mínar eru enn í Sýrlandi. Ég næ af og til sambandi við þær, þær eru ekki alltaf með internettengingu. Þær eru á flakki og eru búnar að hafa það erfitt. Bróðir góðrar vinkonu minnar var handtekinn, hann var alveg að fara að útskrifast sem lög- fræðingur og þau vita ekki neitt um afdrif hans. Hann hvarf árið 2012,“ segir Maya. Margra ára áfall Hún lýsir veruleika Sýrlendinga sem búa á Íslandi fjarri heimahögunum. „Þetta er eins og samfellt risastórt áfall sem stendur yfir í mörg ár. Mér finnst svo óréttlátt hvað ég hef það gott á meðan vinkonur mínar og ættingjar í Sýrlandi búa við mikið óöryggi. Það fylgir því óraunveruleikatilfinning og það kemur fyrir að ég þarf að koma mér inn í þennan raunveruleika. Búandi hér er svo erfitt að ímynda sér þessar aðstæður þar. Samt er það þannig að hörmungarnar eru alltaf með mér. Sérstaklega þegar ég horfi á mömmu sem grætur alla daga. Aðrir geta kannski ímyndað sér hvernig ástand það er þegar grátur- inn er orðinn að viðvarandi ástandi. Fjölskylda mömmu er öll föst í Sýr- landi. Skólinn minn sem ég gekk í er hruninn og heimili vinkonu minnar, það er allt vonlaust í Sýrlandi. Sýr- land verður ekki lengur til.“ Vildi hjálpa samlöndum Maya ákvað að nota reynslu sína til hjálpar öðrum. „Lifandi lífinu hér þá vissi ég ekki hvernig ég ætti að bera mig að. Mig hefur alltaf langað til að gera eitthvað í þessu en maður getur lítið gert. Ég vann fyrst hjá Alþjóða- setri og nú Jafnréttishúsi sem Amal Tamimi rekur. Ég mun koma til með að aðstoða börn flóttafólks í Smára- skóla við að aðlagast lífinu á Íslandi. Jafnréttishús er hluti af mjög metn- aðarfullri áætlun á vegum Kópa- Það var yndisleg stund á KeflavíKurflugvelli að hitta fólK frá mínu eigin heimalandi. auðvitað ósKa ég mér Þess að vinKonur mínar og fjölsKylda Komi einn daginn líKa. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Flóttafólk Stöðugur ótti maya moubarak er alin upp bæði í Damaskus í Sýrlandi og Reykjavík. Hún þekkir af eigin reynslu hvað er mikilvægt til að aðlagast samfélaginu og aðstoðar flóttafólk frá Sýrlandi. vogsbæjar. Ég er ánægð með að fá að vera hluti af henni og leggja mitt af mörkum.“ Reynsla fjölskyldu Mayu er mis- jöfn. „Pabba hefur gengið vel í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur enda búið svo lengi á Íslandi og þekkir samfé- lagið. Mamma hefur hins vegar átt mjög erfitt hér, hún hefur ekki náð að aðlagast samfélaginu. Hún hefur ekki lært tungumálið og þekkir ekki mikið af fólki. Þetta hefur verið svo- lítið erfitt fyrir hana. Ef hún hefði náð tungumálinu þá gengi þetta betur. Hún er orðin svo gömul og finnst hún ekki geta lært lengur, sama hvað hana langar mikið til þess. Hennar leið til sam- skipta er helst Facebook og svo les hún Kóraninn heima, hún er ein- angruð.“ Yndisleg stund Maya tók á móti flóttafólkinu á Keflavíkurflugvelli og gladdist ákaf- lega. „Það var yndisleg stund á Kefla- víkurflugvelli að hitta fólk frá mínu eigin heimalandi. Auðvitað óska ég mér þess að vinkonur mínar og fjöl- skylda komi einn daginn líka. Ísland er að gera meira en nóg. Ég er meira að segja hálffeimin við það hversu mikla aðstoð Ísland býður fram á meðan margar arabaþjóðir bjóða fram hlutfallslega litla aðstoð.“ Fréttablaðið/anton brink ↣ 2 3 . j a n ú a r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r30 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.