Fréttablaðið - 23.01.2016, Blaðsíða 32
© GRAPHIC NEWSSource: UNHCR Picture: Getty Images
Líbanon ræður ekki við þann ölda óttamanna sem hefur streymt
frá Sýrlandi inn til landsins. Nú mæta óttamenn aðgönguhindrunum
og eiga þar ekki víst skjól.
Damascus
Deir al Zour
S Ý R L A N D
Í R A K
JÓRDANÍA
LÍBANON
EGYPTALAND
T Y R K L A N D
Raqqa Hasakah
Kobane
Homs
100km
60 miles
Dera’a
Aleppo
Hama
Baniyas
Miðjarðarhaf
Sýrlendingar sem vilja fara til
Líbanon verða að sýna fram á
tilgang heimsóknar sinnar. Ef heim-
sóknin er samþykkt fá þeir
dvalarley til takmarkaðs tíma.
HINDRANIR Í LÍBANON
Sýrlendingar sem eru í Líbanon og
ekki skráðir hjá UNHRC fá
litla sem enga hjálp.
Sýrlendingar sem vilja vinna í
Líbanon verða að njóta stuðnings
ríkisborgara í Líbanon eða fyrirtækis
þar í landi.
Flóttamannabúðir Átakasvæði
Heildaröldi
Sýrlendinga á ótta
4,2 milljónir
og þar af
2 milljónir
barna
SÝRLENSKIR FLÓTTAMENN Í NÁGRANNALÖNDUM
1.800.000
1.200.000
628.800
251.300
131.900
Tyrkland
Líbanon
Jórdanía
Írak
Egyptaland
Júní 2015
Líbanon takmarkar för óttamanna frá Sýrlandi Meira en fjórar milljónir Sýrlendinga hafa f l ú i ð st r í ð s átökin og af þeim eru tvær
milljónir á barnsaldri. Flestir leita
skjóls í nágrannalöndum, Jórdaníu,
Írak og Líbanon.
Í Líbanon búa fleiri en milljón Sýr
lendingar skráðir hjá flóttamanna
aðstoð Sameinuðu þjóðanna og fjöl
margir þeirra halda til í Beirút.
Í Líbanon hafa alls ekki allir flótta
menn almennan aðgang að heil
brigðiskerfi en þeir sem eru skráðir
hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna hafa betri tækifæri en aðrir
til lífs.
Týnd kynslóð sýrlenskra barna
Atli Viðar Thorstensen, fram
kvæmdastjóri Rauða krossins á
Íslandi, segir stuðning utanríkisráðu
neytisins hafa gert Rauða krossinum
á Íslandi kleift að styðja líbanska
Rauða krossinn við að starfrækja
svokallaðar færanlegar heilsugæslur
frá haustinu 2013.
„Heilbrigðisstarfsmenn fara dag
lega um afskekkt svæði á sérút
búnum bíl og veita flóttafólki marg
víslega nauðsynlega læknisþjónustu,
auk þess sem gefinn er sérstakur
gaumur að leiðum til að koma í veg
fyrir kynbundið ofbeldi og ofbeldi
gegn börnum sem því miður fylgir
oft aðstæðum sem þessum. Með
auknum stuðningi utanríkisráðu
neytisins árið 2016 mun íslenski
Rauði krossinn nú geta stutt systur
félag sitt í Líbanon enn frekar við að
efla neyðarheilbrigðisþjónustu fyrir
fórnarlömb sprenginga og stríðs
særða við og innan landamæra Líb
anons og Sýrlands.“
Hann segir að nú þegar átökin hafa
staðið yfir í á fimmta ár séu bjargir
flóttafólksins orðnar bágbornar. Sér
staklega sé þörf fyrir aðstoð til barna
mikil.
„Þörfin fyrir aukna aðstoð, ekki
hvað síst í formi menntunar barna, er
yfirþyrmandi. Við upphaf átakanna
árið 2011 státaði Sýrland af hæsta
hlutfalli innritaðra barna af báðum
kynjum í grunnskóla í Austurlöndum
nær með 121 prósent GER (e. gross
enrollment ratio). Aðgangur barna
að menntun hefur nú minnkað stór
lega og er talið að GERhlutfallið hafi
verið komið niður fyrir 74 prósent
árið 2013. Því miður er ekki útlit
fyrir að þetta hlutfall fari hækk
andi aftur nema til komi stóraukinn
stuðningur alþjóðasamfélagsins við
þá sem standa að mannúðaraðstoð
í Sýrlandi og nágrannalöndum þess.
Stríðið hefur nú geisað í á fimmta ár
og raunveruleg hætta er á að „týnd
kynslóð“ sýrlenskra barna verði
raunin.“
Fólk á vergangi í Líbanon
Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar
framtíðar, kynntist vel aðstæðum
sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi
og Líbanon í ferð þangað á síðasta
ári. „Hugmynd okkar um reglulegar
skilgreindar flóttamannabúðir er
mikil einföldun. Innan við fimm pró
sent flóttamanna búa í skipulögðum
búðum og helst þeir sem eiga sérstak
lega undir högg að sækja. Flóttamenn
í Líbanon halda sjálfir búðir á landi
sem þeir fá leyfi til að vera á. Þetta eru
óformlegar búðir í raun og veru, við
kynntumst aðstæðum flóttamanna í
norðurhlutanum nálægt Trípólí og í
suðurhlutanum nálægt Thyre. Sumir
leigja sér húsnæði, það er oft hálf
byggt eða lélegt, sumir eru á vergangi
og jafnvel ekki í húsnæði og einhverj
ir eru í skýlum sem hafa verið reist til
bráðabirgða. Flóttamannastofnanir
og samtök eru síðan bara á ferðinni
og aðstoða fólk eins og mögulegt er.“
Fleiri frá Beirút
Það er talið mikilvægt að aðlögun
flóttafólksins takist vel, því fleiri
munu koma frá búðunum í Beirút. Þá
verður komin ákveðin reynsla á fyrir
komulagið en mikill fjöldi Íslendinga
réttir því flóttafólki sem hingað er
komið hjálparhönd með einum
eða öðrum hætti. Tuttugu manna
hópur flóttamanna er væntanlegur
í febrúar. Þá kemur hópur frá Beirút
um mitt árið.
Margir flóttamannanna vonast til
þess að geta einhvern tímann snúið
aftur heim og kvíða því að flytja
heimkynni sín um langan veg, eins
og til Íslands.
Einhverjir hættu við að koma til
Íslands, treystu sér ekki til flutnings
ins. Það er skiljanlegt, jafnvel þótt á
næstunni séu litlar sem engar líkur á
pólitískri lausn ófriðar sem orsakað
hefur flóttamannavandann, þá held
ur fólk í vonina.
Eygló Harðardóttir, félags og hús
næðismálaráðherra, segir mikilvægt
að læra af reynslunni. „Íslendingar
hafa áður tekið við flóttamönnum
og við lærum af því. Við vitum að
það er mikilvægt að þeir verði virkir
samfélagsþegnar og fái stuðning til
aðlögunar.“
Aðstæður flóttafólks í Líbanon
Fólkið sem kemur hingað til Íslands hefur búið við ótryggar og erfiðar aðstæður í Beirút. Næstu hópar sýrlensks
flóttafólks munu líka koma frá Líbanon. Bjargir þeirra sem þar dvelja eru bágbornar og þörfin fyrir aðstoð mikil.
Sýrlensku fjölskyldurnar tvær sem
Kópavogsbær veitti móttöku eru að
koma sér fyrir á nýjum heimilum
sínum.
Hjónin Mohammad og Ahlam
eiga þrjá syni og dóttur. Börnin eru
á leikskóla og grunnskólaaldri. Fjöl
skyldan eru að ná áttum eftir langt
ferðalag frá Beirút til Íslands og hefur
fengið ótal heimsóknir frá starfs
mönnum Rauða krossins, Kópavogs
bæjar og stuðningsfjölskyldu.
Ahlam heyrði af gestrisni Íslend
inga áður en þau komu til landsins
en segir fjölskylduna gera sér litla
grein fyrir því hvað bíði þeirra hér á
landi. Aðstæður þeirra í Beirút voru
ákaflega ótryggar og þau eru fegin að
vera komin með börnin í samfélag
þar sem þau munu geta þrifist. Þau
hafa farið í göngutúra um hverfið
og farið í verslanir. Börnin bíða þess
óþreyjufull að hefja skólagöngu á
Íslandi en í Beirút var ekkert form
legt skólahald. Þau eiga enn margt
eftir ógert, eiga eftir að líta betur
á fatnað og hluti til heimilisins og
ætla að nýta helgina vel. Tengiliður
fjölskyldunnar hjá Rauða krossinum,
Hrafnhildur Kvaran, segir líklegt að
börnin komist í skóla eftir um það
bil tvær vikur.
Á Akureyri hlaut flóttafólkið góðar
móttökur. Rauði krossinn í Eyjafirði
bauð fjölskyldunum fjórum í mat
í húsnæði sínu ásamt stuðnings
fjölskyldum þeirra, sjálfboðaliðum
Rauða krossins og fulltrúum frá
Akureyrarbæ. Sigurður Ólafsson,
formaður deildarinnar, Sveinn Krist
insson, formaður Rauða krossins á
Íslandi, og Eiríkur Björn Björgvins
son bæjarstjóri buðu hópinn vel
kominn.
Börnin voru hrifin af snjónum
og fóru fljótlega út að leika sér. Þau
kipptu sér ekki upp við kuldann en
verða vel búin í vetur því verslunin
Ellingsen bauð þeim vetrarfatnað.
Annað norðlenskt fyrirtæki, Varma,
bauð bæði börnum og fullorðnum
húfur og sokka úr ull.
Ekki líður á löngu þar til börnin
á Akureyri hefja skólagöngu og
íslenskunám. Eldri börnin eru
óþreyjufyllri en þau yngri að hitta
nýja skólafélaga sína.
Í daglegu lífi fá svo fjölskyldurnar
aðstoð stuðningsfjölskyldna sinna.
Fyrstu dagar flóttafólks á Íslandi
Mohammad með dóttur sinni á flug-
vellinum í París. FréTTaBLaðið/KrisTjana
Börn flótta-
manna hefja
skólagöngu
sína í
kópavogi og
á akureyri
næstu vikur
og fá dygga
aðstoð til
aðlögunar.
Mynd/rauði Krossinn aKureyri
sýrlenskir
strákar
skemmtu sér
í snjónum á
akureyri.
2 3 . j a n ú a r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r32 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð