Fréttablaðið - 23.01.2016, Síða 76

Fréttablaðið - 23.01.2016, Síða 76
Nýlega tók Margrét Pétursdóttir við formennsku í Félagi löggiltra end- urskoðenda (FLE) en félagið varð áttatíu ára á síðasta ári. Töluverðar breytingar hafa átt sér stað í grein- inni undanfarin ár og hafa endur- skoðendur verið í stöðugri nafla- skoðun um starfsemi stéttarinnar, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim að hennar sögn. „Evrópusam- bandið fór af stað með stórt verk- efni með það að markmiði að kanna hvað mætti betur fara í starfsum- hverfi endurskoðenda með sérstaka áherslu á félög tengd almannahags- munum. Það hefur í kjölfarið gefið út tilskipun sem felur í sér viðamikl- ar breytingar á þeim reglum sem endurskoðendum ber að starfa eftir og mun m.a. auka þær upplýsingar sem notendur reikningsskila fá í árituninni. Fram undan er því vinna vegna innleiðingar endurskoðunar- tilskipunar Evrópusambandsins og hefur atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneytið veg og vanda af þeirri vinnu og hefur með sér til fullting- is vinnuhóp sem m.a. FLE tekur þátt í. Auk þess hefur FLE skipað eigin ráðgjafahóp sem þegar hefur hafið yfirferð á tilskipuninni og er það stærsta verkefnið sem er fram undan hjá félaginu á næstunni.“ Helstu breytingar, sem er að vænta að sögn Margrétar, snúa að auknu gagnsæi við áritun endur- skoðenda, frekari reglum um óhæði sem taka t.d. á því hvaða verkefn- um er heimilt að sinna og ákveðn- um reglum um ráðningar tímabil endurskoðenda félaga sem tengjast almannahagsmunum. „Auk þess má nefna breytt fyrirkomulag á gæða- eftirliti með störfum endurskoð- enda, sérstaklega hvað varðar félög tengd almannahagsmunum. Einnig breytast viður lög og refsiheimildir.“ Fleiri breytingar í vændum Margrét nefnir auk þess tvennt annað sem er í vinnslu þessa dag- ana sem mun hafa mikil áhrif á störf stéttarinnar. „Annars vegar eru það breytingar á lögum um ársreikninga sem nú liggja fyrir í frumvarpsdrögum og hins vegar umræðan um endurskoðun smærri félaga. Breytingarnar á lögum um ársreikninga snúa m.a. að því að einfalda skýrslugerð fyrir smærri aðila og munu allra smæstu félög- in skv. því frumvarpi ekki þurfa að útbúa formlegan ársreikning.“ Umræðan um endurskoðun smærri félaga og spurningin um hvort sömu reglur eigi að gilda um endurskoðun smærri og stærri fé- laga hefur fengið byr undir báða vængi vegna samstarfsverkefn- is félaga endurskoðenda á Norður- löndunum að hennar sögn. „Það verður spennandi að sjá hvert sú umræða leiðir okkur, en eins og þeir sem fylgjast með þessari umræðu vita hefur lengi verið rætt um það hvort aðlaga þurfi reglur og staðla að smærri félögum eða ekki.“ Fjölbreytt hlutverk Margrét hóf störf við endurskoð- un árið 1998 en útskrifaðist frá Há- skóla Íslands árið 2003. Í dag stýrir hún endurskoðunarsviði EY en hún átti áður sæti í menntunarnefnd FLE, hefur starfað sem gæðaeftir- litsmaður FLE auk þess að vera varaformaður félagsins árin 2013- 2015. Hún var kjörin formaður FLE í október á síðasta ári og mun sinna því starfi næstu tvö árin. Helsta hlutverk FLE, að sögn Margrétar, er að gæta hagsmuna fé- lagsmanna samkvæmt lögbundnum verkefnum og samþykktum félags- ins. „FLE stuðlar að faglegri þróun stéttarinnar, er vettvangur skoð- anaskipta og eflir um leið félagslíf meðal félagsmanna með fjölbreytt- um viðburðum og öðrum vettvangi til félagsstarfa.“ Að sögn Margrétar er FLE fyrir alla þá sem hlotið hafa löggildingu sem endurskoðendur á Íslandi auk þess sem aukaaðild er veitt þeim sem skráðir eru í starfsþjálfun hjá endurskoðunar fyrirtækjum. „End- urnýjun og fjölgun í stéttinni er þó ákveðið áhyggjuefni, sérstaklega þegar haft er í huga að yfir 40% félagsmanna eru 55 ára eða eldri. Enda voru stórir árgangar sem út- skrifuðust á árunum 1980-1985 og eru nú öðru hvoru megin við 60 ára aldurinn. Þess má jafnframt til gamans geta að á þriggja ára tíma- bili eftir 1980 útskrifuðust 40 endur- skoðendur en á síðastliðnum þrem- ur árum hafa einungis 23 útskrif- ast sem ættu að taka við keflinu af þeim hópi.“ Hún segir nauðsynlegt að fjölga í stéttinni og fá fleiri aðila þar til starfa. Það sé þó ekki einfalt mál því miklar kröfur séu gerðar til mennt- unar endurskoðenda. „Þeir þurfa að ljúka fimm ára háskólanámi auk þess að vinna við fagið í þrjú ár og taka í lok þess tímabils próf sem er mjög krefjandi og ekki allra að stand ast. Ég hvet samt ungt fólk til að hugleiða endur skoðun sem starfs- frama. Starfið er mjög fjölbreytt og krefjandi og það er spennandi að fá að taka þátt í fjölbreyttum verkefn- um með viðskiptavinum auk þess að árita reikningsskil.“ endurmenntun sinnt vel Að sögn Margrétar leitast félagið einnig við að tryggja fjölbreytt framboð endurmenntunar sem upp- fyllir mismunandi þarfir félags- manna og um leið lagaskyldu um framboð endurmenntunar. Ríkar endurmenntunarkröfur eru gerðar til endurskoðenda og ber þeim að stunda endurmenntun sem nemur 120 klukkutímum á hverju þriggja ára tímabili. „Í þessu samhengi má nefna að FLE stóð fyrir samtals 26 atburð- um á seinasta starfsári í þeim til- gangi að efla og viðhalda endur- menntun endurskoðenda. Heildar- mæting á þessa atburði var tæplega 1.400 manns. Við erum einnig með Námsstyrkja- og rannsóknasjóð en honum er ætlað að efla þekkingu stéttarinnar með því að styrkja aðila til framhaldsnáms í endur- skoðun og veita einnig styrki til eflingar rannsókna í endurskoðun og reikningshaldi. Sjóðurinn hefur þegar styrkt einn aðila til doktors- náms í endurskoðun og veitti ný- lega tvo rannsóknarstyrki til aðila sem starfa hjá Háskóla Íslands.“ Frjótt erlent samstarF Meðal annarra verkefna FLE er að koma á og viðhalda tengslum við hagsmunaaðila og aðra sem hafa hagsmuna að gæta af störf- um endur skoðenda. „Um leið er FLE einnig ætlað að kynna hlut- verk og störf endurskoðenda út á við. Félagið er því í forsvari við að gæta að og efla ímynd stéttarinn- ar gagnvart almenningi, viðskipta- vinum og öðrum hagsmunaaðilum, í þeim tilgangi að viðhalda og verja traust og heilindi hennar.“ Þess má jafnframt geta að FLE er virkur þátttakandi í er- lendu samstarfi en þar er helsta áherslan á samstarf við Norður- löndin (NRF) og Evrópusamband endurskoðenda (FEE). „Þá leitast félagið við að uppfylla skuldbind- ingar Alþjóðasamtaka endurskoð- enda (IFAC) auk þess sem okkur er einnig ætlað að miðla þeim upplýs- ingum sem aflað er með alþjóðlegu samstarfi til félagsmanna okkar auk annarra hagsmunaaðila eins og stjórnvalda. Það eru því spenn- andi tímar fram undan með mörg- um og fjölbreyttum verkefnum þar sem félagið þarf að vera í farar- broddi hvað varðar þróun á starfs- umhverfi stéttarinnar.“ Það eru spennandi tímar Fram undan  Töluverðar breytingar hafa átt sér stað í starfsumhverfi endurskoðenda undanfarin ár. Nýlega tók Margrét Pétursdóttir við formennsku í Félagi löggiltra endurskoðenda. Hún segir spennandi tíma fram undan með fjölbreyttum verkefnum er snerta þróun á starfsumhverfi stéttarinnar.  Fjölbreytt endurmenntun og frjótt erlent samstarf einkenna starf félagsins. „Ég hvet samt ungt fólk til að hugleiða endurskoðun sem starfsframa. Starfið er mjög fjölbreytt og krefjandi og það er spenn- andi að fá að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum með viðskiptavinum,“ segir Margrét Pétursdóttir. MYND/ANTON briNk FLE stóð fyrir sam- tals 26 atburðum á seinasta starfsári í þeim tilgangi að efla og við- halda endurmenntun endurskoðenda. Bókhald & endurskoðun12 FÓLk 23. janúar 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.