Fréttablaðið - 23.01.2016, Qupperneq 86
Hugmyndin um dul-arfulla stjörnu sem líður um sólkerfið f j a r r i s j ó n u m mannsins nær ára-tugi aftur í tímann.
Vísindamenn jafnt sem samsæris-
kenningasmiðir hafa haldið hug-
myndinni á lofti, oftar en ekki með
lítið annað í höndunum en víðtæk-
ar og vonlausar fullyrðingar. Reiki-
stjarna þessi hefur gengið undir
ýmsum nöfnum, þar á meðal Plán-
eta X, Nibiru og Nemesis. Það er því
óhætt að segja að það hafi komið á
óvart í vikunni þegar tveir
virtir stjörnufræðingar
kynntu ti l leiks
níundu plánetu
sólkerfisins sem
þeir höfðu fundið
með óbeinum
h æ t t i . E n n
merkilegri er sú
staðreynd að til-
kynning vísinda-
mannanna var í
formi ritrýndrar
og afar faglegrar vís-
indagreinar sem birt var
í virtu tímariti. Höfundarnir
eru Mike Brown, stjörnufræðingur
og prófessor í reikistjörnufræðum,
og hinn 28 ára gamli Konstan-
tin Batygin, aðstoðarprófessor í
sömu fræðum. Báðir kenna þeir við
Tækniháskólann í Kaliforníu (Cal-
tech) og báðir hafa þeir fyrir löngu
vakið athygli og aðdáun í vísinda-
heiminum.
Kenning þeirra, sem nú bíður
staðfestingar, nær aftur til árdaga
sólkerfisins, fyrir 4,5 milljörðum
ára. Níunda reikistjarna þeirra hafði
þá myndast í aðsópsskífu Sólarinn-
ar ásamt hinum reikistjörnunum
átta. Á einhverjum tímapunkti
þeyttist plánetan út úr skífunni og
hefur síðan þá verið á langri spor-
braut um Sólina. Umferðartími
níundu plánetunnar um Sólina er á
bilinu 15.000 til 20.000 ár.
Grunsemdir staðfestar
Kenning Browns og Batygin á rætur
að rekja til athugana sem samstarfs-
félagar þeirra, þeir Chad Trujillo
og David Rabinowitz, kynntu árið
2015 og tekur til undarlegrar hegð-
unar íshnatta sem dóla handan við
sporbraut Neptúnusar. Þegar horft
er á sólkerfið hornrétt miðað við
sólbaug sést hvernig Neptúnus og
allar hinar reikistjörnurnar innan
hringbrautar hans falla inn í sama
sporöskjulaga hringinn.
Trujillo og Rabino-
witz tóku eftir því
hvernig sporbraut
dvergreikistjörn-
unnar Sednu og
fleiri sambæri-
legra fyrirbæra í
útjaðri Kuiper-
beltisins teygja
anga sína langt í
sömu áttina. Þegar
horft er á sólkerfið
á hlið kemur í ljós
að þessi fyrirbæri deila
sömu fastasléttunni sem er
ekki sú sama og reikistjörnurnar
tilheyra. Niðurstöður þeirra voru
að staða fyrirbæranna var afleiðing
massamikils fyrirbæris sem truflar
sporbraut þeirra. Brown og Batygin
tóku nú til sinna ráða og freistuðu
þess að útskýra af hverju íshnett-
irnir í jaðri sólkerfisins þyrpast
saman eins og raun ber vitni.
Með því að rýna í sex íshnetti
handan brautar Neptúnusar
treysta félagarnir sér nú til að draga
þá ályktun að ekkert annað en
ókunn reikistjarna getur útskýrt
þessa undarlegu þyrpingu. Í raun
fullyrða Brown og Batygin að það
séu 0,007% líkur, eða einn á móti
15.000, að þyrpingin sé tilviljun.
„Þangað til að við sjáum fyrirbærið
milliliðalaust þá er þetta fyrst og
fremst tilgáta — þó afar góð tilgáta,“
segir Brown.
„Um árabil hefur menn grunað
sterklega að það séu fleiri hnettir
þarna úti,“ segir Sævar Helgi Braga-
son, formaður Stjörnuskoðunar-
félags Seltjarnarness. „Og þá býsna
stórir hnettir sem ráði uppbygg-
ingu íshnatta utarlega í sólkerfinu.
Ef sá hnöttur finnst þá eru það mjög
merkilegar fréttir því það kennir
okkur ýmislegt um myndun sól-
kerfisins.“
Maðurinn sem felldi Plútó
Skrautlegur bakgrunnur Mike
Browns skiptir nokkru máli í þessu
samhengi. Árið 2005 uppgötvaði
hann ásamt Trujillo og Rabinowitz
hnöttinn Eris. Um stund var Eris
talin vera tíunda reikistjarna sól-
kerfisins en deilur um stöðu Plútó
vöknuðu í kjölfar uppgötvunarinn-
ar. Deilur sem á endanum leiddu
til þess að nýr flokkur reikistjarna
varð til, dvergreikistjarnan, sem
Eris og aumingjans Plútó tilheyra
nú. Mike Brown drap Plútó og við
sátum uppi með sólkerfi skipað átta
reikistjörnum. „Það er náttúrulega
mjög kaldhæðnislegt ef þetta endar
þannig að maðurinn sem felldi
níundu plánetuna af stalli finnur
síðan aftur níundu plánetuna,“
segir Sævar.
Leitin hefst
Stjörnufræðingar eru þegar farnir
að beina sjónaukum sínum í áttina
að dularfullu plánetunni. Brown og
Batygin vita nokkuð vel hvar hnött-
inn er að finna en það verður hins
vegar hægara sagt en gert að finna
reikistjörnuna. „Við getum hugsað
okkur að ef Sólin er fótbolti í Reykja-
vík þá er þessi hnöttur bláber í Vík
þegar hann er næst Sólinni,“ segir
Sævar og bendir um leið á að ýmis-
legt gefi tilefni til að efast um niður-
stöður stjörnufræðinganna: „Þetta
er byggt á staðsetningu fimm til
tíu hnatta sem eru mjög utarlega í
sólkerfinu. Þannig að það gæti vel
verið að við höfum einfaldlega ekki
fundið hnettina sem kollvarpa þess-
ari tilgátu. Hnettir sem gætu verið
hinum megin við þetta svæði sem
menn skoða núna. En eins og sakir
standa núna þá er þetta líklegasta
skýringin.
Síðasti áratugur hefur verið býsna
skemmtilegur,“ segir Sævar og það
er sannarlega rétt. Stjörnufræðingar
hafa sífellt horft lengra og finna nú
undarlega íshnetti í jaðri sólkerfis-
ins. Uppgötvun Eris var gríðarlega
mikilvægur áfangi og fall Plútó
sömuleiðis. „Menn héldu að það
væri komin góð mynd á sólkerfið,
en þessi [nýja] hugmynd segir okkur
að við eigum margt eftir ólært.“
Níunda
plánetan
leynist
handan
Plútó
Yfirlýsing virtra
stjörnufræðinga
um að níunda
reikistjarnan sé á
sveimi í sólkerfinu
kom sem þruma
úr heiðskíru lofti.
Nú hefst æsileg
leit að nýjum
fjölskyldumeðlim
sólkerfisins.
2 3 . j a n ú a r 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r38 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð