Fréttablaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 16
Ert þú að rannsaka orku og umhverfi? Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar styrkir náms menn og rannsóknarverkefni á sviði um hverfis- og orkumála. Ísland er ríkt af endurnýjanlegum orkuauðlindum. Þess vegna felast mikil verðmæti í íslensku hugviti til að auka þekkingu á orku og umhverfismálum. Til úthlutunar úr Orkurannsóknasjóði árið 2016 eru í heild allt að 56 milljónir króna. Styrkir til efnilegra nemenda í meistara- eða doktorsnámi á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orku - mála, veittir til að mæta kostnaði vegna vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema og öðrum útgjöldum. Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur eru á landsvirkjun.is/orkurannsoknasjodur. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2016. Mannréttindi „Fólk var bara búið að fá nóg,“ segir Bashar Farahat, sýr- lenskur flóttamaður sem tók þátt í uppreisninni gegn stjórn Bashars al Assad forseta árið 2011. Arabíska vorið svonefnda var þá í hámarki. Sýrlendingar urðu gagn- teknir af byltingaranda og heillaðir af fyrirmyndum frá Túnis, Egypta- landi og víðar. Farahat kom hingað til lands í vik- unni á vegum Amnesty International í tilefni af hinu árlega bréfamaraþoni sem nú er að fara af stað. Með bréfa- skrifunum er reynt að þrýsta á harð- stjóra víða um heim til að láta sam- viskufanga lausa. Hreyfing sem enginn gat stöðvað „Það var svo margt sem spilaði þarna inn í,“ segir hann, spurður um ástæð- ur þess að byltingin fór af stað. „Þetta var hreyfing sem enginn gat stöðvað. Fólk hafði búið við einræði árum saman. Spillingin var óendanleg og stjórnin taldi sig geta komist upp með hvað sem er. Við fórum að mót- mæla og þetta hlóð hratt utan á sig.“ Hann segir mótmælin hafa verið friðsamleg en stjórnin hafi strax brugðist við af mikilli hörku, skotið á friðsama mótmælendur og hand- tekið fólk unnvörpum. Fyrsta árið var eins og draumur „Fyrir mig var fyrsta ár byltingar- innar eins og draumur, besta ár lífs míns. Fólk var í alvörunni að reyna að breyta hlutunum. En það fylgdi þessu mikil áhætta.“ Þegar á leið snerist þetta þó upp í martröð. Mótmælendurnir hafi smám saman furðað sig æ meir á viðbrögðum umheimsins. „Það komu engin viðbrögð. Nema nú er farið að varpa sprengjum á Ísl- amska ríkið. Frakkar, Bretar, Banda- ríkjamenn og Rússar, allur heimur- inn er að varpa sprengjum með þeim afleiðingum að almennir borgarar deyja en Íslamska ríkið stækkar. Það verður að finna einhverja lausn, en það er enginn að reyna.“ Eina lausnin, sem Farahat sér, er að Assad forseti fari frá völdum. Fyrst eftir það sé hægt að snúa sér að Íslamska ríkinu. Handtekinn á sjúkrahúsinu Farahat er menntaður læknir, með sérhæfingu í barnalækningum, og starfaði á sjúkrahúsi í Damaskus þegar hann var fyrst handtekinn í júlímánuði árið 2012. „Þeir komu á sjúkrahúsið til að handtaka mig,“ segir hann. Hann var í fangelsum í sex mánuði, ýmist í haldi öryggissveita stjórnarinnar eða í almennu fangelsi. Þremur mánuðum eftir að honum var sleppt var hann handtekinn aftur, og mátti þá dúsa fimm mánuði í fangelsi. „Þá var ég aftur látinn laus, en þá gat ég ekki verið lengur í landinu. Ég var kallaður í herinn, sýrlenska her- inn sem þá var að drepa fólk.“ Fjölskylda hans var líka flúin og flestir vina hans, sem tóku þátt í mótmælunum með honum. Allt var í rúst „Í fyrra skiptið sem ég var látinn laus var öll fjölskyldan enn í landinu og vinirnir líka. En í seinna skiptið var bara einn vina minna eftir. Það var líka allt í rúst og engin leið að búa lengur í landinu.“ Hann flúði til Líbanon þar sem hann dvaldi í tæplega hálft annað ár, en fékk þá samþykki frá Bret- landi um að flytjast þangað sem flóttamaður. „Ég fór til Bretlands í mars á þessu ári.“ Hann hefur ekki getað starfað þar sem læknir, þrátt fyrir menntun sína. Til þess að fá læknisleyfi þar þarf hann að taka próf í Bretlandi. Ekki hefur tekist að fá sýrlensku prófskírteinin frá Sýrlandi. „Ég er stundum að hugsa hvort ég eigi bara að gleyma þessu. En ég er að minnsta kosti að leita mér að vinnu í Bretlandi núna.“ gudsteinn@frettabladid.is Einræðisherrann þarf að víkja Sýrlenskur flóttamaður segir mótmælendur hafa beðið árangurslaust eftir viðbrögðum frá umheiminum. Eina raunverulega lausnin sé að hrekja Assad forseta frá völdum. Með loftárásum sé aðeins verið að styrkja Íslamska ríkið, með því að drepa almenna borgara. Bashar Farahat kom til landsins í tilefni af hinu árlega bréfamaraþoni Amnesty International sem nú er að fara af stað. Hann sat í fangelsi ógnarstjórnar Bashars al Assad í Sýrlandi og sætti pyntingum. FréttABlAðIð/ErnIr Menn játa á sig hvað sem er Tíminn í fangelsinu var erfiður. Farahat mátti sæta pyntingum og ljótri meðferð. „Þeir hafa leyfi til að gera hvað sem er og komast upp með það. Strax eftir handtökuna byrja þeir að gang í skrokk á manni. Svo er maður barinn hvenær sem er, hvert sem maður fer og hvað sem maður gerir,“ segir Farahat. „Aðalpyntingarnar eru þó í yfirheyrslunum. Þar beita þeir barsmíðum og nota þá hendur, kylfur, belti og hvað sem er. Þeir hengja okkur upp og nota rafpyntingar. Sumir deyja. Allt er þetta gert til að fá játningar út úr föngunum, en þegar fólk er pyntað játar það á sig hvað sem er. Það heldur enginn þetta út.“ Það eitt að vera í fangelsinu er svo pynting út af fyrir sig, því aðstæðurnar eru skelfilegar: „Ég var látinn hírast í fjóra mánuði með hundrað föngum í klefa sem var ekki nema fimm sinnum sex metrar. Allt er bannað nema að borða og sofa, ef maður gat þá sofið, og þola refsingar og pyntingar.“ uMhverfisMál Forrannsókn Land- verndar og Reykjavíkurborgar á matar sóun heimila í Reykjavík bendir til að 5.800 tonnum af mat og drykk hið minnsta sé hent af reykvískum heimilum árlega. Þetta samsvarar að minnsta kosti 4,5 milljörðum króna. Hver einstaklingur hendir um 48 kílóum á ári sem gerir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Ef dregið yrði úr matarsóun um 20% væri 1.150 tonnum minna hent af mat sem þýddi um 900 milljóna sparnað fyrir íbúa borgarinnar. Tæplega 18,5 milljóna króna sparnaður yrði vegna gjalda fyrir meðhöndlun úrgangs. Í kynningu Landverndar á niður- stöðum rannsóknarinnar kemur fram að matarsóun er viðamikið alþjóðlegt vandamál sem ógnar fæðuöryggi til framtíðar. Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 1,3 milljörðum tonna af mat sé hent ár hvert sem nægir til að fæða um þrjá milljarða manna. Tilgangur þessarar forrannsóknar í Reykjavík var að fá vísbendingar um umfang matarsóunar á reykvískum heimilum og reyna hérlendis þær aðferðir sem nú þegar eru notaðar til að mæla matarsóun annars staðar í heiminum. Sautján heimili tóku þátt í for- rannsókninni. Þau svöruðu tveimur spurningalistum varðandi hegðun og viðhorf gagnvart matarsóun og skráðu niður allan mat og drykk sem var hent yfir viku tímabil í matardagbók. – shá Matarsóun í Reykjavík 4,5 milljarðar á ári Þetta var hreyfing sem enginn gat stöðvað. Fólk hafði búið við einræði árum saman. Spill- ingin var óendanleg og stjórnin taldi sig geta komist upp með hvað sem er. Við fórum að mótmæla og þetta hlóð hratt utan á sig. Bashar Farahat, sýrlenskur flóttamaður sem tók þátt í uppreisninni gegn stjórn Bashars al Assad forseta árið 2011 2 8 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 l a u G a r d a G u r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.