Fréttablaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 96
Fjórir mánuðir urðu að tuttugu og fimm árum „Ég var ráðin til Hjálparstarfsins í október 1990 til að sjá um kertasölu í fjóra mánuði. Verkefnið hentaði mér ágætlega því að skrifstofuvinna var ekki efst á óska­ lista hjá mér. Ég er meira fyrir að vera á hreyfingu og vinna úti í bland. Á borðið mitt komu svo ýmis verkefni önnur en kertasalan og að fjórum mánuðum liðnum voru verkefnin næg svo ráðningin var framlengd um óákveðinn tíma. Og hér er ég enn 25 árum síðar,“ segir Áslaug Arndal sem er einn af sex starfsmönnum Hjálparstarfsins. Áslaug hefur frá upphafi tekið á móti fólki, svarað í síma og haft umsjón með fósturbarna­ og styrktar­ mannakerfi stofnunarinnar. Hún segir þó starfstitla sína hafa verið marga í gegnum tíðina og starfið verið breytingum háð. „Á þessum árum hef ég komið að flestum verkefnum Hjálparstarfsins nema að útgáfu fræðslu efnis og því að koma fram fyrir hönd stofnunar­ innar. Fjölbreytnin er reyndar meginástæðan fyrir því að ég er hér enn. Starfið mitt hefur þróast svo mikið og tekið mið af þörfinni á hverjum tíma. Ég veit sjaldnast hvað næsti dagur ber í skauti sér og það finnst mér skemmtilegt,“ segir Áslaug sem er þekkt fyrir röggsemi sína. „Þegar ég horfi til baka og hugsa um eftirminnileg verk­ efni kemur upp í hugann fatasöfnunin fyrir Kúrda vetur inn 1992. Þá safnaðist ævintýralegt magn af fötum og vinnan við að pakka og koma fötunum í gáma var eitthvað sem ekki gleymist. Að verkefninu komu hundruð manna, björgunarsveitir og vinnustaðir sameinuðust og einstaklingar lögðu hönd á plóginn. Við fylltum margar vöruskemmur af fatnaði. Það var ótrúlegt verkefni sem lítill vinnustaður gat komið af stað og haldið utan um.“ Hjálparstarfið tekur enn á móti fatnaði sem fólk í neyð getur nálgast á lager stofnunarinnar að Háaleitis­ braut 66 í Reykjavík en þar starfa sjálfboðaliðar við að flokka, raða í hillur og aðstoða fólk sem þangað kemur. Áslaug á mikil og góð samskipti við sjálfboðaliðana sem eru vinir hennar eftir áralanga samvinnu. „Reyndar er ein af ástæðum þess að ég er hér enn sú að ég hef alltaf verið stolt af því að vera hlekkur í því góða starfi sem hér er unnið. Síðan hef ég öll árin verið sérlega heppin með vinnufélaga sem hafa verið mér samhentir í verkum og góðir vinir en það er mikils virði á vinnustað,“ segir Áslaug að lokum. Hjálparstarf kirkjunnar nýtur góðs stuðnings frá jólasveinunum en síðustu sextán árin hefur Jólasveina þjónusta Skyrgáms látið 20% af veltu þjónustunnar renna til verkefna Hjálparstarfins, samtals um níu milljónir króna. Í lok síðustu jóla afhentu Grýla, Skyrgámur og bræður hans Hjálpar­ starfinu tæplega níu hundruð þúsund krónur áður en þau yfirgáfu byggð. Skyrgámur og bræður hans heimsækja leik­ og grunn­ skóla, fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og stórfjöl­ skyldur á suðvesturhorni landsins í desember ár hvert. Nánari upplýsingar um Skyrgám Leppalúðason og bræður hans er að finna á skyrgamur.is en svo er hægt að senda tölvupóst á skyrgamur@skyrgamur.is eða hringja í hann í síma 587 1O97. Grýla brosti út að eyrum þegar hún og synir hennar afhentu Hjálparstarfinu tæplega níu hundruð þúsund króna framlag áður en þau yfirgáfu byggð í lok síðustu jóla. Á hverju hausti fræðast tilvonandi fermingarbörn um hlutverk og verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Í kjölfar fræðslunnar ganga fermingarbörnin í hús og safna fé til vatnsverkefna Hjálparstarfsins og hefur framlag þeirra undanfarin ár verið risastórt. Þegar Margt smátt … fór í prentun höfðu um sjö milljónir króna verið lagðar inn á reikning fyrir vatns verkefni en endanleg niðurstaða söfnunar­ innar í nóvember mun liggja fyrir í janúar. Hjálpar­ starfið þakkar tilvonandi fermingarbörnum sem og almenningi sem tók svo vel á móti þeim fyrir ómetanlegan stuðning. Fjölmörg fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklingar styðja einnig verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar með fjárframlögum ár hvert. Meðal öfugra stuðningsaðila eru Lyf og heilsa, Bónus, Krónan, Visa, Arion banki, Góði hirðirinn, Lindex, Landsvirkjun, Avis, VR og ASÍ. Á síðasta starfsári, júlí 2014 – júní 2015, varði Hjálparstarfið 103,1 milljón króna til þróunarsamvinnu erlendis og 74,6 milljónum króna til verkefna innanlands. Í nóvember síðastliðinum afhenti Hrund Rudolfsdóttir forstjóri Veritas Bjarna Gíslasyni framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins styrk frá Vistor upp á eina milljón króna. Styrknum verður varið í að aðstoða efnalítið fólk við kaup á lyfjum vegna óvæntra veikinda eða breytinga á lyfjagjöf sem kalla á óvænt útgjöld. Áslaug Arndal hefur starfað fyrir Hjálparstarf kirkjunnar í 25 ár. Hún segir eðli starfsins það sama þótt umgjörðin hafi breyst. Örlátir jólasveinar og mamma þeirra Ómetanlegur stuðningur fermingarbarna og fyrirtækja Í nóvember síðastliðinum afhenti Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, Bjarna Gíslasyni, framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins, styrk frá Vistor upp á eina milljón króna. Styrknum verður varið í að aðstoða efnalítið fólk við kaup á lyfjum vegna óvæntra veikinda eða breytinga á lyfjagjöf sem kalla á óvænt útgjöld. 10 – Margt smátt ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.