Fréttablaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 24
Kö rfu bo lti Íslandsmeist- arar Snæfells eru búnir að vinna fimm leiki í röð í Domino’s- deildinni en þurfa að mæta toppliði Hauka á sunnudags- kvöldið án fyrirliðans Gunnhild- ar Gunnarsdóttur þegar keppni hefst á ný eftir landsleikjahlé. Gunnhildur meiddist illa á öxl í fyrri hálfleik á fyrsta heimaleik íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 2017 „Ég má ekkert gera í nokkrar vikur. Liðböndin í kringum öxlina eru sködduð, eitthvað er slitið og eitthvað er rifið eða tognað. Sem betur fer er ekki allt slitið því það hefði þýtt aðgerð. Þetta mun taka tíma og ég get ekkert gert,“ sagði Gunnhildur en hvað gerðist í leiknum við Slóvakíu? Heyrði bara smell „Ég fór í sniðskot og lenti svona illa á öxlinni. Ég fann eitthvað aðeins fyrir þessu en pældi ekki mikið í því. Ég tók þessi víti sem ég fékk (og hitti úr þeim báðum) og hljóp tvisvar fram og til baka í sókn og vörn. Þá fékk ég smá högg og heyrði bara smell. Eftir það gat ég ekkert hreyft öxlina,“ lýsir Gunnhildur sem var búin að skora 5 stig og tók 5 fráköst á 13 mínútum. Gunnhildur hefur spilað þrátt fyrir bakmeiðsli í allan vetur en fer seint inn á völlinn til að gera eitthvað annað en hún er vön sem er að spila af fullum krafti. „Það þýðir ekkert að mæta í leiki og ætla að hlífa mér þó að ég sé búin að vera slæm í bak- inu,“ segir Gunnhildur en hún og yngri systir hennar og liðs- félagi í bæði Snæfelli og lands- liðinu hafa verið afar óheppnar með meiðsli á ferli sínum. „Mér finnst við alveg vera búnar með kvótann. Þetta er alveg komið gott. Þú kemst stundum ekkert frá því að lenda í svona þegar þú ert í þessum íþróttum. Hlutir gerast, því miður,“ segir Gunn- hildur. Alveg óþolandi samt Fram undan eru rólegheit á meðan öxlin er að jafna sig. „Við eigum þrjá leiki eftir fram að jólum og ég mun líklega hvíla þá alla. Vonandi verð ég bara klár eftir jól og það er bara fínt að jólafríið komi þarna inn fyrst þetta þurfti að gerast. Þetta er samt alveg óþolandi fyrir því,“ segir Gunnhildur og takið eftir að hún segir líklega. Það verður ekki auðvelt fyrir þessa miklu keppnismanneskju að geta ekki hjálpað liði sínu. Hún reynir samt að vera jákvæð og sá björtu hliðarnar. „Þetta er kannski bara fínt upp á bakið og kannski eitt- hvað sem þurfti til að ég myndi stoppa,“ segir Gunnhildur í léttum tón. „Nú þarf ég bara að taka því rólega og reyna síðan að koma mér aftur í stand til að geta mætt ennþá tilbúnari eftir áramót," segir Gunnhildur en hvernig mun það ganga að taka því rólega? „Ég kann það ekki alveg en það hlýtur einhver að stoppa mig af,“ segir hún. Orðlaus þjálfari í beinni Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að lýsa leiknum í Sjónvarpinu þegar hann sá fyrir- liða sinn meiðast. „Mér skilst að hann hafi orðið orðlaus í útsendingunni. Það vill enginn að einhver lendi í meiðslum í svona verkefni hvort sem þetta er leikmaður þinn eða einhvers annars liðs. Fyrst þetta gerðist þá þurfum við bara að tækla það,“ segir Gunnhildur. Fyrsta reynslan af því að sitja á bekknum var erfið en hún gat ekki spilað síðustu 23 mínút- urnar á móti Slóvakíu. „Við í Snæfelli eigum rosalega mikilvægan leik á sunnudaginn en ég treysti alveg mínu liði til að spila og vinna þann leik án mín. Það verða bara einhverjar aðrar sem stíga fram og fá mín- útur til að sýna sig og sanna. Þær nýta þær vonandi bara vel,“ segir Gunnhildur. Geðheilsan aðalatriðið „Ég held að það sé aðalatriði að halda geðheilsu núna og vera dugleg að styrkja og koma sér í almennilegt stand til að mæta bara ennþá betri og sterkari eftir áramót. Ég fæ bara nýtt hlutverk. Núna verð ég bara á bekknum og hvet mitt lið áfram þaðan,“ segir Gunnhildur sem ætlar að koma enn sterkari til baka. Leikur Snæfells og Hauka hefst klukkan 19.15 annað kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Vísi. ooj@fettabladid.is Þarf nú að læra að taka því rólega Landsleikurinn á móti Slóvakíu í Laugardalshöllinni var afdrifaríkur fyrir Íslandsmeistara Snæfells en fyrirliðinn Gunnhildur Gunnarsdóttir meiddist illa á öxl í leiknum og verður frá í sex til átta vikur. Gunnhildur Gunnarsdóttir gat ekki spilað seinni hálfleikinn á móti Slóvakíu vegna axlarmeiðslanna. Yngri systir hennar, Berglind, sem var aðeins að spila sinn annan landsleik, kom inn í byrjunarliðið í seinni hálfleik og leysti systur sína af hólmi. „Það var frábært að hún nýtti tækifærið sitt vel í landsleiknum. Þetta gefur henni mikið fyrir deildina. Hún mun vonandi gera enn meira fyrir Snæfell og verður bara í lykilhlutverki,“ segir Gunnhildur um litlu systur en Berglind er þremur árum yngri en hún. Berglind hafði einmitt skorað sína fyrstu landsliðskörfu í fyrri hálfleiknum eftir stoðsend- ingu frá stóru systur og fékk að auki víti sem hún nýtti. Þetta var því sannkölluð systrakarfa sem var vel við hæfi. „Það var geggjuð karfa og rosaflott. Ég var ánægð með það að hún setti þetta ofan í og kláraði þetta með vítinu,“ sagði Gunnhildur. Alls voru fjórar systur sem skoruðu fyrir Ísland í leiknum en það hefur aldrei gerst áður í sama leiknum. Helena (16) og Guðbjörg (3) Sverrisdætur voru með 19 stig saman. Fyrsta karfa Berglindar fyrir íslenska landsliðið var sannkölluð systrakarfa Mér finnst við alveg vera búnar með kvótann. Gunnhildur Gunnarsdóttir Gunnhildur Gunnarsdóttir lék sinn 21. landsleik á móti Slóv akíu á mið- vikudagskvöldið en hún hefur leikið alla landsleiki í boði síðan Sverrir Þór Sverrisson tók hana fyrst inn í lands- liðið vorið 2012. Aðeins ein önnur hefur leikið alla þessa leiki og það er lands- liðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir. Næsta verkefni landsliðsins er í febrúar. Systurnar Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur voru nú saman í A-lands- liðinu í fyrsta sinn. FréttABlAðið/SteFáN FALLEG GLÖS GLEÐJA AUGAÐ Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 | Opið mán - fös 8:30 - 17:00 | S: 580 3900 Ekki misst úr landsleik frá fyrsta A-landsleik 2 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 l A u G A r D A G u r24 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.