Fréttablaðið - 29.07.2017, Page 8

Fréttablaðið - 29.07.2017, Page 8
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LÍFIÐ: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Saga Láru er erfið lesning og um leið þörf áminn- ing. Af hverju gerum við ekki betur? Þegar breska ríkisútvarpið, BBC, var skyldað til að birta lista yfir launahæstu starfsmenn stofnunar-innar var öllum ljóst að uppþot var í vændum. BBC hafði lengi verið gagnrýnt fyrir að greiða helstu sjónvarps- og útvarpsstjörnum sínum ofurlaun að óþörfu. Nú skyldi það staðfest svart á hvítu. Með ráðstöfuninni átti að stemma stigu við meintu bruðli BBC með almannafé. Ráðamenn töldu að gegnsæi leiddi til þess að stofnunin yrði að halda sig á mottunni. Bretar fengu sannarlega ástæðu til að hneykslast þegar listinn var birtur. Uppþotið snerist þó um annað en ofurlaun stórstjarnanna. Í ljós kom að kynbundinn launamunur innan stofnunarinnar var meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Af þeim níutíu og sex starfsmönnum sem þénuðu meira en hundrað og fimmtíu þúsund pund á ári var aðeins þriðjungur konur. Karlmenn vermdu sjö efstu sæti listans. Höfð að fífli Málið kom einni konu þó ekki á óvart. „Afhjúpunin í vik- unni lét mér líða eins og ég hefði ferðast aftur um tuttugu ár, til þess tíma þegar ég komst að því að ég þénaði miklu minna en karlkyns samstarfsmenn mínir í morgunútvarpi BBC [The Today Program],“ skrifaði fréttakonan Sue MacGregor í aðsendri grein í The Times. „Í einfeldni minni hélt ég einfaldlega alltaf að við fengjum sömu laun.“ Sue komst hins vegar að hinu sanna árið 1997, eftir áratuga starf, þegar skrifuð var bók um sögu morgun- útvarpsins. Í bókinni birtust upplýsingar um laun starfs- fólks þáttarins gegnum árin. „Ég var furðu lostin,“ skrifaði Sue. „Þarna var sönnun þess hve lítils konur eru metnar í samanburði við karlmenn sem sinna nákvæmlega sama starfi.“ Hvernig kemst stofnun eins og BBC upp með að hlunn- fara hóp af vel gefnum konum sem starfa margar við að vera gagnrýnar í hugsun, spyrja erfiðra spurninga og efast um allt? Jú, rétt eins og Sue MacGregor héldu konurnar einfaldlega að þær fengju greidd laun sambærileg karlkyns samstarfsmönnum. „Ég er reið og miður mín,“ sagði Vicky Young, stjórn- málaskýrandi BBC á samfélagsmiðlinum Twitter. „Ég hef verið höfð að fífli.“ Umboðsmaður tveggja þekktustu fréttakvenna BBC tjáði sig ráðvilltur um málið: „Mér hefur alltaf verið sagt að þær þyrftu ekkert að vera ósáttar, laun kollega væru sambærileg.“ Hvað er að klikka? Í fyrradag mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn í Fréttablaðinu: „Launamunur kynjanna eykst.“ Samkvæmt nýrri launa- könnun VR er kynbundinn launamunur innan félagsins 11,3 prósent. Í fyrra var hann 10 prósent. Árið 2014 var hann 8,5 prósent, tæpum þremur prósentustigum lægri en hann mælist í dag. Hvers vegna gengur svona illa að útrýma kynbundnu launamisrétti? Á Íslandi ríkja jafnréttislög. Yfirvöld grípa reglulega til aðgerða sem stuðla eiga að auknum tækifær- um á vinnumarkaði konum til handa. Hvað er að klikka? Með gegnsæi að vopni Kynbundinn launamunur þrífst á leynd. Í kjölfar þess að BBC birti lista yfir laun starfsmanna stofnunarinnar áskotnaðist konum sem þar starfa óvænt vopn í bar- áttunni gegn kynbundnum launamun. Þær fengu annars vegar óyggjandi staðfestingu á misréttinu sem þær eru beittar, hins vegar upplýsingar um hversu há laun þær eiga að biðja um til að njóta sannmælis. Með gegnsæi að vopni berjast BBC konur nú allar sem ein af krafti fyrir sömu launum og karlmennirnir sem vinna með þeim. Langtímaaðgerðir stjórnvalda í baráttunni fyrir jöfnum launum eru góðar og gildar. En kannski er kominn tími til að grípa til nýrrar nálgunar; sömu nálgunar og BBC konur taka nú. En hvernig er það hægt? Konur vita ekki hver laun sam- starfsmanna þeirra eru. Það er auðleysanlegt. Það má einfaldlega spyrja. Konur, tökum höndum saman. Berjumst fyrir launajafnrétti með skæruhernaði. Á mánudaginn, þegar við mætum í vinnuna, snúum okkur að næsta karlkyns samstarfsfélaga og spyrjum hvað hann er með í laun. Förum svo til yfir- mannsins og biðjum um það sama. Við erum þess virði. Berjumst fyrir jafnrétti með skæruhernaði Meðferð krabbameinssjúkra þarf að taka miklum og hröðum breyt-ingum. Strax. Eftir meðferð ætti að taka við orlof, sem mætti líkja við fæðingarorlof. Því þú ert að byggja þig upp aftur til þess að funkera fyrir þig og fólkið þitt. Orlof þar sem þú safnar kröftum að læknisráði. Þess í stað er fólk í fjárhagskröggum og í stöðugri baráttu við kerfið.“ Þetta eru orð ungrar konu, Láru Guðrúnar Jóhönnu- dóttur, í einlægu viðtali hér í blaðinu í dag. Lára greindist með krabbamein fyrr á þessu ári. Hún lýsir baráttunni við tillitslaust báknið, á sama tíma og barist er við sjúkdóminn. Lára var unglingur þegar móðir hennar greindist með krabbamein fyrir hartnær tutt- ugu árum. Kerfið virðist álíka þunglamalegt nú eins og þá. Lára bendir á að lítið samtal sé milli stofnana. „Af hverju þarf þetta að vera svona flókið? Af hverju þarf að fara í gegnum margar stofnanir? Stéttarfélagið, Sjúkratryggingar, félagsmálabatteríið, Trygginga- stofnun. Þetta er full vinna, ég var stanslaust að frá 8 til 4 á daginn. Gera og græja, fara með pappíra, láta stinga mig og skoða. Halda utan um þetta allt saman. Ég var örmagna úr skrifræðisþreytu.“ Saga Láru er erfið lesning og um leið þörf áminning. Af hverju gerum við ekki betur? Krabbameinsáætlun heilbrigðisráðuneytisins hefur lengi verið í vinnslu, alltof lengi. Eftir nokkurra missera vinnu var boðað að áætlunin yrði lögð fram fyrir árslok 2014. Í júlílok 2017 hefur hún enn ekki litið dagsins ljós. Margir hafa gagnrýnt seinaganginn. Gagnrýnin hefur ekki síst komið frá félagasamtökum, Krabba- meinsfélagi Íslands og Reykjavíkur, sem ítrekað hafa sent ráðuneytinu erindi til að grafast fyrir um stöðuna. Minnt hefur verið á að Ísland eitt Norðurlanda hefur ekki enn lokið við gerð krabbameinsáætlunar. Þó hafi mikil vinna verið lögð í áætlunina og hætta sé á að vinnan nýtist ekki sem skyldi ef upplýsingar og gögn úreldast. Til samanburðar má nefna, að árið 1998 var áætlun af þessu tagi lögð fram í Noregi. Árlega greinast um 1.500 manns með krabbamein hér á landi og eftir fimmtán ár má búast við fjölgun krabbameinssjúklinga um næstum þriðjung. Skýringin er hækkandi meðalaldur og fjölgun landsmanna. Tæp- lega fimmtán þúsund manns, sem hafa fengið krabba- mein einhvern tíma á lífsleiðinni, eru enn á lífi. Skýrslur staðfesta þá rökréttu ályktun að stór hluti þessa hóps sé fyrirferðarmikill bæði í heilbrigðis- og félagsþjónustunni. Í krabbameinsáætlun á að gera ráð fyrir stuðningi við krabbameinssjúka og þeirra fólk frá fyrsta degi og áfram meðan aðstoðar er þörf. Ruglingslegt kerfi mætir krabbameinssjúkum í dag. Þeir hafa takmarkað þrek til að berjast við ómann- eskjulegt bákn. Við þurfum að taka okkur tak og hlúa betur að fólki sem stríðir við erfiða sjúkdóma í langan tíma. Aðgerðir þola enga bið. Við eigum að létta þeim byrðarnar með ráðum og dáð. Erfitt er að benda á leið til að verja skattpeningum betur. Tillitslaust bákn Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM hjá volvo penta á íslandi Öflug Volvo Penta þjónusta Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt. Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa. HAFÐU SAMBAND Í DAG • Sími: 515 7067 | 869 7537 Guðmundur Gísli • Netfang: volvopenta@brimborg.is • Heimasíða: volvopenta.is Kauptu bestu varahlutina Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup. 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.