Fréttablaðið - 29.07.2017, Blaðsíða 35
ATVINNUAUGLÝSINGAR 9 L AU G A R DAG U R 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 7
Lágafellsskóli Mosfellsbæ
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi?
Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur
saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum?
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í
anda uppbyggingarstefnunnar.
Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem
1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára
leikskóladeildum.
Eftirtaldar stöður eru lausar við skólann
• Umsjónarkennsla á yngsta stigi.
Starfshlutfall 88%, tímabundið til 1. mars 2018 vegna fæðingarorlofs
• Umsjónarkennsla á miðstigi
• Þroskaþjálfastaða
• Skólaliðastaða
• Hlutastörf frístundaleiðbeinenda
Frekari upplýsingar um störfin má finna á www.mos.is og
www.lagafellsskoli.is
Laun samkvæmt kjarasamningi SNS og viðkomandi stéttarfélags.
Upplýsingar um störfin veitir Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri í
síma 5259200 eða 8968230. Umsóknir með upplýsingum um menntun,
starfsreynslu og umsagnaraðila berist með tölvupósti á netfangið
johannam@lagafellsskoli.is
Umsóknarfrestur um störfin er til og með 11. ágúst 2017.
Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um
KONUKVÖLD
AFGREIÐSLUFÓLK ÓSKAST
Við leitum eftir metnaðarfullu og jákvæðu fólki
með áhuga á tísku til að starfa í tískuvöruverslunum
okkar Springfield og Cortefiel í Smáralind.
Um er að ræða fullt starf og hlutastarf.
Við leitum eftir fólki:
• sem hefur brennandi áhuga á tísku
• er þjónustulundað
• hefur jákvætt og þægilegt viðmót
• er söludrifið
• hefur reynslu af sambærilegum störfum
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á
starfsumsokn@gjord.is
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.
Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu,
getu og reynslu starfsmanna.
Hver einstök ráðning er mikilvæg
fjárfesting og er hagur bæði fyrirtækis
og viðkomandi einstaklings að vel
takist til.
RÁÐNINGAR