Fréttablaðið - 29.07.2017, Qupperneq 49
Þ ETTA G E R Ð I ST 2 9 . J Ú L Í 1 9 8 1
Brúðkaup í beinni en óhamingjusamt hjónaband
Þann 29. júlí árið 1981 fór fram
brúðkaup Karls Bretaprins og lafði
Díönu Spencer að viðstöddum
3.500 gestum í St. Pauls dómkirkj-
unni í Lundúnum og í beinni sjón-
varpsútsendingu um allan heim
og er áætlað að 750 milljón manns
hafi fylgst með útsendingunni.
Sumarið eftir brúðkaupið fæddist
fyrsta barn þeirra hjóna, drengurinn
Vilhjálmur, en Harry bróðir hans um
haustið 1984.
Hjónaband þeirra Karls og Díönu
var alla tíð undir stöðugu eftirliti
fjölmiðla sem fylgdu þeim um
hvert fótmál eins og þeim framast
var unnt. Á þeim tíma ávann Díana
sér miklar vinsældir á meðal al-
þýðufólks, ekki aðeins í Bretlandi
heldur víða um veröldina, og var
hún af því tilefni oft kölluð prins-
essa fólksins. Frjálsleg og óþvinguð
framkoma hennar var grunnurinn
að þessum vinsældum en þessi
sama hegðun leiddi hins vegar
af sér töluverðar óvinsældir og
óánægju innan konungsfjölskyld-
unnar. Þessi togstreita vakti mikinn
áhuga fjölmiðla um allan heim og
jók enn á álagið í hjónabandi sem
fyrir var líkast til allt annað en far-
sælt og hamingjuríkt.
Almennt er talið að Karl Breta-
prins hafi frá því snemma í hjóna-
bandi þeirra Díönu átt vingott við
Camillu Parker Bowles, en hún er
núverandi eiginkona hans. Þetta
hafi leitt til þess að Díana hafi einn-
ig átt vingott við menn utan hjóna-
bandsins og leiddi þetta ástand til
þess að hjónabandið var í molum
undir lok níunda áratugarins. Á
þessum árum einbeitti Díana sér
að góðgerðarstarfi og var meðal
annars ötul baráttukona fyrir því að
jarðsprengjur yrðu bannaðar með
öllu í hernaði. Þetta starf Díönu jók
enn á vinsældir hennar á meðal al-
mennings en á sama tíma naut hún
alls annars en vinsælda á meðal
bresku konungsfjölskyldunnar.
Skilnaður Karls og Díönu varð þó
ekki formlegur fyrr en árið 1996 en í
ágúst árið 1997 lenti Díana í bílslysi
í París síðla kvöld, ásamt elskhuga
sínum Dodi Al Fayed, og létust þau
bæði samstundis. Lafði Díana var
harmdauði milljónum manna um
allan heim enda bauð hún alla tíð af
sér einkar góðan þokka og vann að
auki ötullega að ýmsum góðgerðar-
málum fyrir þá sem minna mega
sín. Sumir hafa gengið svo langt að
setja fram vafasamar samsæris-
kenningar um dauða Díönu og hafa
einkum fyrrverandi eiginmaður
hennar og tengdafaðir, Filip prins,
verið nefndir í því samhengi. – mg
Díana
prinsessa af
Wales og Karl
Bretaprins
eftir brúð-
kaup þeirra
í St. Paul’s
dómkirkjunni.
NORDICPHOTOS
/GETTY
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þuríður Þórarinsdóttir
Lækjargötu 26, Hafnarrði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi þann
26. júlí sl. Útförin verður auglýst síðar.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs
fyrir alúð og hlýju við umönnun í veikindum hennar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingi Þór Þorgrímsson Margrét Jóna Jónsdóttir
Sigrún Björg Þorgrímsdóttir
Helgi Marteinn, Guðlaugur, Jóhann Óli,
Elísabet María og Katrín Þórey Ingabörn,
Húnbogi Bjartur, Hulda Rún, Sóley Rut,
Þorgrímur Lee og Thea Willis
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, a
og langa
,
Magnús Ingvi Vigfússon
lést 20. júlí. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á hjúkrunarheimilið Skógarbæ,
sími 510 2141.
Kristín Samúelsdóttir
Svavar Magnússon Margrét Harðardóttir
Samúel Páll Magnússon Inga Erna Hermannsdóttir
Ingvi Magnússon Helga Tómasdóttir
Hrund Magnúsdóttir Sigþór Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ingunn Sigurðardóttir
frá Vestmannaeyjum,
Hlíðarhúsum 7,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þann
11. júlí síðastliðinn. Útförin fer fram
frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 2. ágúst klukkan 15.
Sigrún Þorsteinsdóttir Ólafur Sigurðsson
Þorsteinn Ingi Kristjánsson
Kristín Eva Kristjánsdóttir
Arnar Berent Sigrúnarson
Katla Dimmey Þorsteinsdóttir
Daníel Berent Rink
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför okkar ástkæra
Gunnsteins Magnússonar
ugumferðarstjóra,
Fróðengi 5,
áður Sörlaskjóli 32, Reykjavík.
Ingibjörg Bjarnadóttir Hannes Erlendsson
Ágúst Bjarnason Guðrún C. Emilsdóttir
Guðrún Bjarnadóttir Valur Valtýsson
Inga Dóra Jónsdóttir
og ölskyldur.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Skarphéðins Valdimarssonar
Sóltúni 9.
Starfsfólki Landspítalans og Landakots
þökkum við kærlega fyrir góða umönnun og hlýju.
Hildur Ágústsdóttir
Ragna Dúfa Skarphéðinsd. Guðmundur Kjalar Jónsson
Ágúst Skarphéðinsson
Jóhann Þröstur Skarphéðinsson
afabörn og langafabörn.
Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við fráfall
móður okkar,
Sigríðar B. Pálsdóttur
Vallargerði 39, Kópavogi.
Sérstakar þakkir til þeirra er heimsóttu
hana að sjúkrabeði, starfsfólks deildar A-6,
prestsins sr. Gunnars Sigurjónssonar, tónlistarfólks og
útfararstofu Svafars og Hermanns er gerðu útförina að
fallegri og eirminnilegri stund.
Fyrir hönd ölskyldunnar,
Ólöf Guðmundsdóttir Huber
Kristín Helga Guðmundsdóttir
Guðmundur Páll Guðmundsson
tengdabörn og barnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæru
Sigríðar Jóhönnu
Sigurðardóttur
Skálahlíð 13, Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk 12B og
14E/G á Landspítalanum fyrir einstaka
umhyggju og elskulegheit.
Ásthildur Sigurðardóttir
Snorri Sigurðsson Sjöfn Friðriksdóttir
Jón Sigurðsson
Arndís Sigurðardóttir Benóný Benónýsson
frændsystkini.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Guðmundar Þórhallssonar
bókbindara.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu Reykjavík,
Miklatorgi, fyrir góða umönnun.
Magnea Guðmundsdóttir Kjartan Ólafsson
Guðjón Guðmundsson Elísabet Sigurðardóttir
Rannveig S. Guðmundsdóttir Þorgrímur Guðmundsson
Þórhallur Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartanlegar þakkir til ykkar allra fyrir
auðsýnda samúð, hlýju og vináttu
við andlát og útför dóttur okkar,
dótturdóttur, systur og mágkonu,
Lilju Sturludóttur
Bólstaðarhlíð 16.
Sturla Þórðarson Ásta Garðarsdóttir
Lilja Jónsdóttir
Kjartan Sturluson Kristín Gunnarsdóttir
Halldór Sturluson Heba Eir Jónasdóttir Kjeld
Elskulegur eiginmaður minn,
Kristján Jóhann Ólafsson
húsgagnabólstrari,
lést á heimili sínu
þann 26. júlí síðastliðinn.
Jórunn Anna Sigurjónsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
551 3485 • udo.is
Davíð
útfararstjóri
Óli Pétur
útfararstjóri
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, a og langa,
Guðjón Gísli Ebbi
Sigtryggsson
skipstjóri,
lést að morgni sunnudagsins 16. júlí.
Útför hans fer fram frá Lindakirkju
mánudaginn 31. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á minningarsjóð Karitas, heimahlynningar.
Halldóra Kristín Þorláksdóttir
Gyl Guðbjörn Guðjónsson Þorbjörg Magnúsdóttir
Guðjón Guðjónsson Guðrún Soía Pétursdóttir
Hjálmfríður Guðjónsdóttir Sævar Berg Ólafsson
Bryndís Björk Guðjónsdóttir Gunnar Þór Gunnarsson
Anna Dröfn Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
T Í M A M Ó T T T A ∙ F R É B L A Ð I Ð 29L A U G A R D A G U R 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 7