Fréttablaðið - 29.07.2017, Side 50

Fréttablaðið - 29.07.2017, Side 50
Titill sýningarinnar, Hverfing er nokkurs konar þema. Allir hafa listamennirnir sem taka þátt í henni unnið að einhverju leyti, eða miklu, með samband manns og náttúru og breytingarn- ar í náttúrufari út af hnattrænni hlýnun sem er hvati margra verk- anna,“ segir myndlistarmaðurinn Rúrí um það sem í vændum er í Verksmiðjunni á Hjalteyri. „Það eru miklar hugsjónir bak við þessa sýningu,“ segir hún og bendir á að listin hafi oft fjallað um brýn mál- efni. Segir hópinn blandaðan sem að viðburðinum standi og eiga misjafnlega langa sögu að baki innan myndlistarinnar. Einnig sé mismunandi tækni viðhöfð við listsköpunina. „Sýningin kemur þannig til að Þórdís Alda og fleiri innan hópsins hafa rætt um að það væri gaman að sýna saman og Hjalteyri kom upp í hugann því þar eru stórir og miklir salir sem henta fyrir stórar innsetningar. Staðsetning Verk- smiðjunnar á þessari friðsælu eyri, þar sem hráslagaleg bygg- ingin stendur sem minnisvarði um uppgang síldaráranna gefur mjög sterka tilvísun fyrir þessa sýningu og það tókst mjög gott samstarf við forráðamenn þar,“ segir Rúrí og lýkur lofsorði á þá sem koma að verkefninu. „Jessica Stockholder er þekkt nafn innan listaheimsins og sama er um Deborah Butter- field að segja, bara svo ég nefni einhverja. Stockholder hefur sýnt hér á landi einu sinni áður með okkur Þórdísi Öldu Sigurðar- dóttur, Önnu Eyjólfs og Ragn- hildi Stefánsdóttur. Mary Ellen Croteau hefur unnið með gagn- rýna list í áratugi og hefur sýnt í tvígang áður á Íslandi. Alex Czet- wertynski hefur hins vegar aldrei sýnt hér áður. Íslensku listamenn- irnir eru allir vel þekktir og hafa sýnt víða. Pétur Thomsen hefur til dæmis hlotið margar viðurkenn- ingar fyrir sína list erlendis. Hér eru engir aukvisar og verkin verða mjög athygliverð.“ Sjálf verður Rúri með stór kort sem heita Future Cartography. Þar sést hvernig strendur landa geta breyst í framtíðinni. „Þetta eru framtíðarkort sem byggja á raunverulegum kortagrunnum og spám vísindamanna,“ lýsir hún. Verkin eru misjafnlega mikið tilbúin nú að sögn Rúríar. „Hópur- inn hefur haldið til í vinnubúðum í Héraðsdal í Skagafirði hjá Þórdísi Öldu,“ segir Rúrí. „Útlendingarnir eru í vandræðum því þeir geta ekki farið að sofa fyrir náttúru- fegurð.“ Sýningin verður opnuð 3. ágúst klukkan 17 og stendur til 3. sept- ember. Sýningarstjóri er Pari Stave. Miklar hugsjónir bak við þessa sýningu Fjórtán vel þekktir listamenn eru í óðaönn að undirbúa sýninguna Hverfing í Verksmiðjunni á Hjalteyri sem opnuð verður 3. ágúst. Að sögn Rúríar, sem þar er meðal þátttakenda, verður sýningin stór í sniðum. Þessi mynd varð til sem hliðarafurð þar sem Deborah Butterfield var að vinna sitt verk. MYND/ANNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR Mary Ellen Croteau og Rúrí spá í aðstæður í Verksmiðjunni. MYND/PARI STAVE Listamennirnir sem sýna verk sín: Alex Czetwertynski Anna Eyjólfsdóttir Deborah Butterfield Emma Ulen Klees Gústav Geir Bollason Hunter Buck Jessica Stockholder John Buck Kristín Reynisdóttir Mary Ellen Croteau Pétur Thomsen Ragnhildur Stefánsdóttir Rúrí Þórdís Alda Sigurðardóttir Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is BREYTINGARNAR Í NÁTTÚRUFARI ÚT AF HNATTRÆNNI HLÝNUN ERU HVATI MARGRA VERKANNA. STAÐSETNING VERKSMIÐJUNNAR Á ÞESSARI FRIÐSÆLU EYRI, ÞAR SEM HRÁSLAGALEG BYGGINGIN STENDUR SEM MINNISVARÐI UM UPPGANG SÍLDARÁRANNA GEFUR MJÖG STERKA TILVÍSUN FYRIR ÞESSA SÝNINGU. BÆKUR Stofuhiti ritgerð um samtímann   Bergur Ebbi Útgefandi: Mál og menning Prentun: Nørhaven, Danmörku Síðufjöldi: 218 Kápuhönnun: Bergur Ebbi og Halla Sigga Það er ekki lítið verk að greina sam- tíma sinn. Að skoða eðli og hegðun heillar kynslóðar í vestrænu sam- félagi út frá sér og sínum án þess að falla í freistni sjálfsupphafningar á tímum þar sem sjálfið virðist vera upphaf og endir alls í samfélagi þar sem þorri fólks býr við kjör- aðstæður. Við stofuhita. Á vordögum kom út bókin Stofu- hiti, ritgerð um samtímann, eftir Berg Ebba. Það er reyndar lýsandi fyrir samtímann sem og kynslóð höfundar að hann er uppistandari, framtíðarfræðingur, lögfræðingur, pistlahöfundur og svo auðvitið líka allt þetta persónulega á borð við eiginmaður, faðir, sonur og þannig mætti áfram telja. Og það er í veröld allra þessara ólíka hlutverka samtímans, sem okkur finnst á öllum tímum flókin, sem Bergur Ebbi leitast við að skilgreina umhverfi sitt og samfélag. Bergur Ebbi heldur niðri í sér andanum eins og perlukafari og stingur sér á kaf í samfélagið og skoðar það í krók og kima svo notast sé við einfalda endursögn á hans eigin markmiðum. En skyldi Bergur Ebbi koma upp á yfirborðið til lesenda sinna með perlur? Það er stóra spurningin og svarið er ein- faldlega já. Rannsóknarleið- angur Bergs Ebba er með upphafspunkt í honum sjálfum, sjálfsskilgreining- unni, og fyrir vikið er könnunin að stórum hluta út frá lífi og viðmið- um hans kynslóðar. Bergur Ebbi er fæddur 1981 og hann tilheyrir því einni af fyrstu kynslóðum sam- félagsmiðlanna þar sem veru- leiki netsins er órjúfan- legur hluti heildarinnar, hluti af því hvernig við skil- greinum okkur, umhverfi okkar og samfélag. Að höf- undur velji að nýta sjálfan sig sem upphafspunkt samfélags- legrar skoðunar er þó í senn bæði kostur og galli verksins. Kostur þar sem fólk og hvers- dagslegt líf þess er forvitnilegt og það er ekki síst á þeim persónu- legu nótum sem uppistandarinn fær að njóta sín og skemmta les- andanum eins og honum einum er lagið. Á þessum persónulegu nótum, t.d. í lýsingum á föður sínum og ömmu, tekst Bergi Ebba líka vel upp, sem skilar honum innilegra sambandi við lesandann. En þessi nálgun er líka galli þar sem þetta takmarkar rannsóknina tals- vert, þrengir sjónsvið þess sem skoðar og einfaldar kannski helst til mikið þær kynslóðir sem standa höfundi fjær. Það er mikil orka í frásögn og greiningum Bergs Ebba, jafnvel svo að á stundum veður kannski helst til mikið á frásögninni þó svo stíllinn sé á heildina litið ljómandi góður en hann minnir óneitanlega á fram- söguform á stórum köflum. Kannski er þar uppistandarinn að verki en í heildina er Stofuhiti að mörgu leyti byggð upp eins og ferðabók. Ferða- lag um samfélag og hugmyndaheim höfundar og hans kynslóðar. Niður- staða úr einni könnun markar lok kafla og upphaf næstu skoðunar og eðli verksins er þannig að það er best að lesa það í áhlaupi. Fara með í ferðalagið fremur en að koma þar við svona af og til og þá er óhætt að lofa lesendum bráðskemmtilegu ferða- lagi og auknum skilningi á samtíma og samfélagi. Magnús Guðmundsson NIÐURSTAÐA: Bráðskemmtilegt ferðalag um samfélag og samtíma höfundar sem á framtíðina fyrir sér. Fjörugt ferðalag um hugmyndaheim og samfélag 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.